Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 8
MÁNAÐARRITIÐ FAXI í Keflavík er gefið út mán- aðarrit, sem nefnist FAXI. Er útgáfa þess með þeim myndar- þrag, að vel mætti vera til for- dæmis fyrir aðra. Útgefandi er Málfundafélagið Faxi, en rit- stjóri Hallgrímur Th. Björns- son. Það er prentað á úrvals pappír og allur frágangur eftir því. Efni þess er að langmestu leyti bundið Keflavík og Suð- urnesjum. Flytur það fréttir og minnisverð tíðindi úr byggð- arlaginu, minnist látinna manna og kvenna og birtir af- mælisgreinar. Þá er þar einnig að finna ljóð og stöku sinnum smásögur. Myndir eru fjöl- margar, bæði af mönnum og merkisviðburðum. FAXI hefur komið út í 24 ár og er hið merkasta heimildar- rit um sögu kaupstaðarins og þess fólks er þar hefur lifað og starfað, sem og víða annars staðar á Suðurnesjum. Liggur að baki útgáfunni mikið og merkilegt starf, unnið af fóm- fýsi og félagshyggju. m Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson: ÆSKAN OG SKÓGURINN. LEIÐBEININGAR 1 SKÓG- RÆKT FYRIR UNGLINGA. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1964. Bók þessi er óvenju vel gerð. í örstuttu máli er komið fyrir miklum fróðleik, þó á þann hátt, að hann er lifandi og augljós. Til þess hjálpa einnig ágætar myndir. Yfir frásögn- inni er hlýr og ljúfur andi, sem hæfir vel ungum gróðri, hvort heldur sem er nýgræðingi í trjárækt eða ungum piltum og stúlkum. Hún veitir hagnýta þekkingu á eðli og lífi trjánna og greinagóðar leiðbeiningar í vinnubrögðum, auk þess sem hún hlýtur að vekja virðingu heilbrigðra unglinga fyrir líf- inu. Nokkur vandi er á höndum hvernig þessi góða bók megi koma að sem mestum notum. Hér skal varpað fram þeirri hugmynd, að þegar líður á út- mánuði og vorið nálgast, sé hún tekin til meðferðar í efstu bekkjum barnaskólanna og í unglingaskólum. Skólarnir þurfa að eiga af henni allmörg eintök. Síðan verði myndaðir um hana leshringar. Einn nem- andi les upphátt, en allir hin- ir fylgist með í bókinni. Kenn- arinn veitir leiðbeiningar og t'lar við nemendur um efnið. Þannig er hægt að fara yfir alla bckina í örfáum tímum og efni hennar verður ferskt fyrir nemendum, þegar hægt er að hefjast handa um skógrækt. Einnig þarf hún að vera til á sem allra flestum heimilum. Æskan og skógurinn er vönd- uð bók að frágangi, pappír og prentun í bezta lagi. Hún er aðeins 40 síður. P.H.J. m Helgi Hálfdánarson: MAÐDAMAN MEÐ KÝR- HAUSINN. REYND NÝ LEIÐ I LEITINNI AÐ VÖLUSPÁ. Prentsmiðjan Leiftur h.f. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þrír menn hafa á tuttugustu öld lagt drýgstan skerf til ljóðaþýðinga úr er- lendum tungum á íslenzku, þeir Matthías Jochumsson, Magnús Ásgeirsson og Helgi Hálfdánar- son. Hitt vita of fáir, að Helgi fæst einnig við þýðingar fomra kvæða íslenzkra. Árið 1954 var gefin út bók hans „Slettireka, leikmannsþankar um nokkrar gamlar vísur“, og Framhald á bls. 27. GLER TRYGGINGAR Fyrir: íbúðarhús verzlanir skrifstofur iðnaðarhús Ört vaxandi notkun á tvöföldu gleri, bæði í nýj- um og gömlum húsum hefur skapað aukna þörf á að tryggja þessi verðmæti. Hingað til íiafa fáir sinnt þessu, en nú hafa allir möguleika á að tryggja gler fyrir lágt iðgjald. Hafið samband við skrifstofu vora eða næsta umboð. Brunadeild — Sími 20500 SAMVINNUTRYGGINGAR 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.