Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 20
íslenzkir hestar áttu oft erfiða ævi áður fyrr, er þeir voru aðalflutninga- og farartæki landsmanna. Nú er öldin önnur, þegar fákarnir okkar lifa jafnvel í vellystingum sem lystidýr þýzkra og svissneskra hestavina. AGNAR TRYGGVASON FRAMKV/€MDASTJÓRI: Svipmyndir úr íslenzkri landbúnaöarsögu að fornu og nýju í fyrri grein var nokkuð rakin hlutdeild landbúnað- arins í lífsafkomu þjóðar- innar frá því er land byggð- ist á ofanverðri 9. öld og fram til loka 19. aldar og skal nú leitazt við að bregða upp nokkurri mynd af þróun þessara mála eins og við horfði um og eftir aldamót- in 1900. Fram til miðbiks 19. aldar hafði ríkt hér á landi svo til hreint bændaþjóðfé- lag, enda lifðu þá 85% ís- lendinga af landbúnaði, cn 7% af fiskveiðum. Á seinni hluta 19. aldar eflist íslenzk- ur sjávarútvegur til muna og þjóðhátíðarárið 1874 voru til 58 þilskip á landinu og um 3200 opnir bátar. Úr því fór þilskipum ört fjölgandi, en bátum fækkar hlutfallslega. Bæir voru fáir og smáir um 1850 og máttu heita danskir. Verzlunin verður ekki frjáls fyrir allar þjóðir fyrr en ár- ið 1854 og danskir kaupmenn hafa með höndum mest alla verzlun á landinu. Jafnvel íslendingar i bæjunum tala oft dönsku sín á milli og danskan er embættismanna- málið og verður lítil breyting á þessu fyrr en líður á seinni helming aldarinnar. Lengi framan af öldum var Reykjavík venjuleg sveita- og sjávarjörð, og verulegar framfarir verða þar fyrst á síðasta fjórðungi 19. aldar- innar, eftir að hún varð meginaðsetur landstjórnar og skóla, og verzluninni tók að vaxa fiskur um hrygg. Aldamótaárið 1900 nam fólksfjöldi á íslandi um 78.000 og áratug síðar um 85.000 manns. Þá, eða í kringum 1910, er talið, að landbúnað hafi stundað rúmlega 40.000 manna. JVleð stækkun og eflingu kaup- staðanna hefst nýtt tímabil í atvinnusögu þj óðarinnar, útgerð, siglingar og iðnaður allskonar fá byr undir báða vængi og verður þessi þróun atvinnumála til mikils hnekkis og örðugleika fyrir landbúnaðinn. Grasrækfin, sem öll velmegun sveitafólks- ins að heita má byggðist á, var enn skammt á veg kom- in, þó að margt væri gert henni til framdráttar um og eftir aldamótin 1900. Gadda- vírsgirðingar ryðja sér mjög til rúms og sléttun túna eykst talsvert og stórvirkir plógar á þeirra tíma mæli- kvarða eru teknir í notkun til þess að rista jörð undir sléttur. Mýrar eru skornar fram og áveitur gerðar víða um land til mikils hagræðis fyrir bændur. Búnaðarfélag íslands og ýmis ræktunar- sambönd um land allt beita sér fyrir margvíslegum fram- förum í búnaði og bænda- skólarnir á Hvanneyri og Hólum mennta unga menn í búnaðarfræðum. Margir leggja leið sína til Danmerk- ur á landbúnaðar- og dýra- læknaháskóla til að leita sér frekari menntunar og þroska. Garðrækt af ýmsu tagi færist í aukana, sér í lagi kartöflurækt, sem var sérstaklega stunduð í sveit- um austanfjalls. Ýmsar aðr- ar matjurtir, svo sem rófur og káltegundir auk blóma- ræktar, náðu og töluveröri útbreiðslu á þessum árum. Tala býla á landinu nomur um 6.500 á árinu 1915 og tún eru talin vera 19,900 hektar- ar að flatarmáli. Ræktun túnanna er að vísu mjög misjöfn, af þeim lélegustu fást aðeins um 4 hestar af dagsláttu, en af öðrum allt upp í 30 hestar. Um þetta bil er töðufengur bænda tal- inn nema um 650 þúsund hestum og um 1550 þúsund hestum af útheyi. Fjáreign landsmanna er þá sem næst milljón á landinu, en sauð- fjárræktin er talsvert mis- munandi í hinum ýmsu landshlutum. Flest fé að til- tölu er þá í Þingeyjar- og Múlasýslum, enda beitilönd góð og víðlend þar upp af dölum. Sauðamjólkin er þá enn víða nýtt til smjör- og skyrgerðar og á nokkrum stöðum til ostagerðar. Ær- nytin kemst yfir 60 potta, þar sem mest var og fékkst þá um kíló af smjöri úr 4—5 pottum mjólkur. Bændur höfðu víða fastar kvíar auk nátthaga. Færikvíar, sem mjög voru algengar áður fyrr, hafa hinsvegar lagzt víðast hvar niður. Nautpen- ings gætti ekki að neinu verulegu ráði á fyrstu ára- tugum 20. aldarinnar miðað SÍÐARI GREIN 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.