Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 28
— Hann stýrði félaginu
framundir seinna stríð?
— Já, og hann á tvímæla-
laust mestan heiður af því
að koma því á öruggan
grundvöll. Hann lést 1937, og
þá tók Sigurður Þórðarson
við og var kaupfélagsstjóri
til 1946, er núverandi kaup-
félagsstj óri, Sveinn Guð-
mundsson frá Lýtingsstöð-
um, tók við.
— Og hvernig hefur hann
reynst að þínum dómi?
— Hann hefur reynzt fé-
laginu framúrskarandi vel.
Hann er fjörmaður. Þraut-
hygginn maður. Hans stjórn-
artið hefur verið félaginu
tímabil framkvæmda og
aukinnar starfssemi á breið-
um grundvelli. Undir stjórn
hans fjárfesti félagið 10—12
milljónir króna árlega árum
saman, þótt það sé ekki hægt
nú, þegar öll félög eru pen-
ingalaus. Og þrátt fyrir þá
erfiðleika, sem kaupfélögin
almennt eiga að stríða við
sem stendur, hefur honum
tekizt að halda furðanlega í
horfinu. Kaupfélagið er
sterkt og hefur verzlunina í
héraðinu að mestu leyti.
— Hvað viltu segja um af-
komu bænda almennt á fé-
lagssvæði ykkar?
— Ég held hún fari áreið-
anlega ekki batnandi þessi
árin, frekar en annarsstað-
ar. Skuldir hafa tvímæla-
laust aukizt, en framkvæmd-
ir í sveitum hafa líka verið
töluverðar.
— Hverra breytinga gætir
nú helst í búskapnum hjá
ykkur?
— Mjólkurframleiðslan
hefur stóraukizt á undan-
förnum árum og starfssemi
mjólkursamlags kaupfélags-
ins að sama skapi. Aðeins
14—15% af því mjólkur-
magni, er samlagið tekur við,
fer til neyzlu á Sauðárkróki,
Hofsósi og Siglufirði, hitt fer
allt til iðnaðar á búi sam-
lagsins á Sauðárkróki. Jafn-
framt þessari þróun eru
menn heldur farnir að fækka
sauðfé, þó ekki mikið enn
sem komið er, því Skaga-
fjarðarsýsla mun nú vera
þriðja fjárflesta sýslan á
landinu.
— En hestarnir? Þið Skag-
firðingar eruð nú sagðir
meira gefnir fyrir þá en
flestir aðrir.
— Það er ennþá til tölu-
vert af þeim, þótt litið sé nú
með þá að gera, nema þá
um vor og haust, í göngur
og smalamennsku.
— En stundið þið þá ekki
reiðmennsku upp á sport?
— Það er sorglega lítið um
það.
— Svo eru hrossin orðin í
töluverðu gildi sem slátur-
peningur?
— Já, það kveður töluvert
að því, þótt það sé nú ósköp
leiðinlegt að drepa folöldin.
Það er kannski af því að
maður er ekki eins vanur
að slátra þeim og lömbun-
um.
— Hvað viltu þá að lok-
um segja um næstu fram-
tíðarverkefni félagsins?
— Félagið er búið að gera
ómetanlegt gagn og á meiri
þátt í framkvæmdum bæði í
sveit og í kaupstað en menn
almennt gera sér ljóst. Hér
á undan hefur verið vikið
að þætti þess í atvinnu- og
framkvæmdalífi Sauðár-
króks. En í sveitunum er
þáttur þess ekki síðri; það
hefur lánað bændum fjár-
magn og efni til að koma af
stað framkvæmdum í bygg-
ingum og ræktun, og meira
en það. Og framtíðarverk-
efnin eru óþrjótandi. Fyrir-
hugað er að byggja útibú í
Varmahlíð og er félagið þeg-
ar búið að verða sér þar úti
um lóð. Þá er skrifstofuhús-
næði félagsins orðið alltof
lítið og auk þess vantar það
sárlega lóð undir stærra
verzlunarhús í miðjum bæn-
um, þar sem hægt yrði að
hafa sem flestar verzlanir og
skrifstofur undir einu þaki
og gera reksturinn þannig
hagkvæmari. Raunar má
segja, að aðalframtíðar-
markmið félagsins sé stöð-
ugt að tryggja félagsmönn-
um sínum og öllum almenn-
ingi sem bezta þjónustu, og
er vonandi, að það verði ekki
hindrað á þeirri braut.
dþ.
28 SAMVINNAN