Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 4
, ^ y. **., *' ítf; W/ ■ J Jp Fi 7 2 J 1 á w if 1 M í r j ifsy h] iw i TEXTT: GYLPI GRÖNDAL MYNDIR: KRISTJÁN P. GUÐNASON Á myndinni hér að ofan sést hluti athafnasvæðis KS í Vík, kaupfé- lagssmiðjurnar, frystihúsið og fleira. Hér á neðri myndinni sér inn í nýju kjörbúðina við Víkur- hraut 5. — Ég er fæddur á Siglufirði lýðveldishátíðarárið 1944. For- eldrar mínir eru Guðrún Matthiasdóttir og Gísli Þ. Stef- ánsson, sem var hótelstjóri á Siglufirði, en lézt 1958. Ég er uppalinn fyrir norðan; átti þar heima, þar til við fluttum til Reykjavíkur 1960. Ég fór í Verzlunarskólann og lauk prófi þaðan, en vann siðan í sex ár hjá Eyjólfi K. Sigurjónssyni við bókhalds- og endurskoðun- arstörf. Ég vann um stund hjá Loftleiðum; í eitt ár var ég skrifstofustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, — en frá 1. mai 1974 hef ég verið kaupfélagsstjóri hér . . . Við erum staddir í Vik í Mýr- dal, sitjum á skrifstofu Kaup- félags Skaftfellinga og ræðum við Matthias Gíslason, kaup- félagsstjóra. Við lögðum af stað frá höfuðborginni i dæmigerðu íslenzku dumbungsveðri. Hér í Vik er hins vegar sannkallað suðurlandaveður. Það á vel við að heimsækja Kaupfélag Skaftfellinga að þessu sinni, þvi að sjötíu ár eru liðin frá stofnun þess í ár. Auk þess er það eitt af hlutverkum Sam- vinunnar að kynna kaupfélög landsins, jafnt í strjábýli sem þéttbýli; hitta að máli menn- ina sem standa í eldlínunni, kynnast viðhorfum þeirra og vandamálum. Við höldum á- fram að spjalla við Matthías Gíslason um sjálfan hann og starfsemi Kaupfélags Skaft- fellinga: — Ég kann ljómandi vel við mig. Áður en ég kom hingað gerði ég mér enga grein fyrir í hverju starf kaupfélagsstjóra væri fólgið. Og ég verð að játa, að það hefur reynzt margfalt umfangsmeira og erfiðara en ég bjóst við. Kaupfélagsstjóri tekur drjúgan þátt í athöfnum fólks á sínu svæði. Hann er i rauninni við vinnu sína allan Samvinnan HEIMSÆKIR VÍK í MÝRDAL 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.