Samvinnan - 01.08.1976, Side 12
írski rithöfundurinn Brendan
Behan fæddist í Dýflinni árið
1923, en lézt 1964 aðeins 41 árs
gamall. Um hann hefur verið sagt,
að hann hafi haft til að bera alla
þá upureisnargirni, lífsgleði og ást
á orðræðum og brennivíni, sem
einkennandi séu fyrir frlendinga.
Kunnasta verk hans hér á landi
er leikritið Gísl, sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum ár-
um. Árið 1956 olli Behan hneyksli
í hrezka útvarpinu. Honum varð
það á að tæma eina viskiflösku,
áður en hann mætti til viðtals.
Eftir það var meira rætt og ritað
um drykkjuskap Behans en rit-
verk hans — jafnvel birtar af hon-
um myndir einsog sú sem sést hér
að neðan og er tekin úr virðulegri
danskri bókmenntasögu.
mér, var blátt ullartau og það
var hreint ekki sem verst. Þær
saumuðu buxurnar og þær
urðu ósköp venjulegar. Það er
ekki hægt að breyta svo mikið
út af með drengjabuxur, þær
líkjast hverjar öðrum. Þó
þurfti ég að segja þeim að
vera ekki að ómaka sig við að
festa þrjá litla hnappa utan-
vert á hvora skálm. Það var
allt í lagi með vestið, jakkinn
myndi líka hylja það. En jakk-
inn sjálfur. Þar stóð hnífur-
inn í kúnni.
Kragahornin voru lítil og
vesældarleg eins og þau, sem
sjást á myndum í Ringblöðun-
um af John L. Sullivan eða
Jim hermanni og tölurnar voru
á stærð við undirskálar eða
fjári nálægt því og mér lá við
gráti, þegar þær voru festar á
og hljóp niður til mömmu og
grátbændi hana um að gefa
mér einhvers konar önnur föt,
jafnvel peysu og buxur held-
ur en að stilla mér upp frammi
fyrir fólki í þessari múnder-
ingu.
Mamma sagði, að það væri
mjög fallegt af ungfrú McCann
og Jack frænku að leggja á sig
alla þessa fyrirhöfn og kostnað
og ég væri mjög vanþakklátur
að kunna ekki að meta það.
Pabbi sagði, að ungfrú McCann
væri svo góður klæðskeri, að
fólk dæi til þess að komast í
það, sem hún hefði saumað og
handaverk hennar væri að
finna í öllum beztu kirkju-
görðunum. Hann hló sig mátt-
lausan af þessu og sagði, að
nógu slæmt hefði það verið
fyrir sig að vera sendur niður
i Nyrðra-Williamsstræti í
plómulitu flaueli og knippling-
um og ég ætti ekki að vera að
fárast yfir fáeinum stórum töl-
um og litlum hornum. Hann
bað mig að gleyma ekki að
fara snemma á fætur á ferm-
ingardaginn minn og leyfa sér
að sjá mig áður en hann færi
til vinnu. Hollt væri að byrja
daginn með dálitlum hlátri.
Mamma sagði honum að hætta
þessu og láta mig í friði og
sagðist vera viss um, að þetta
yrðu indælisföt og Jack frænka
keypti aldrei óvandað efni
heldur það, sem entist i það
óendanlega. Þetta fór næstum
alveg með mig og ég hljóp út
í gegnum forstofuna og upp á
horn, tilbúinn að skæla úr mér
augun, ég var bara ekki svo
gefinn fyrir skælur. Ég var
hneigðari fyrir bölv og ragn
og ég bölvaði öllum mínum
ættingjum, ekki sízt föður
mínum duglega og fór að hugsa
um, hversvegna hann hefði
ekki kyrkzt í knipplingakrag-
anum, þegar ég mundi, að þetta
var synd og ég var í þann veg-
inn að fermast og ég varð að
stilla mig og halda áfram að
lifa í ótta við þann dag, þegar
ég færi í jakkann.
Dagarnir liðu og ég þurfti að
máta aftur og aftur og öll
gamalmennin í húsinu komu
upp til þess að líta á fötin og
fengu í nefið og sopa úr bjór-
könnunni og óskuðu mér lang-
lífis og heilsu til að nota föt-
in og slíta þeim og þau eyddu
svo miklum tíma í að skoða
þau í krók og kring, að aftan
og framan og á hlið, að ung-
frú McCann hafði ekki tíma
til þess að sauma frakkann og
það var því eins og bænheyrsla,
þegar farið var með mig nið-
ur í Talbotstræti og ég klædd-
ur í dökkan frakka með belti,
alveg eins og fullorðinn karl-
maður. Og skórnir minir og
hanzkarnir voru svo dýrir og
nýtízkulegir, að ég hugsaði
með mér, að engin þörf væri
að láta nokkurn sjá fötin með
litlu hornunum og stóru tölun-
um. Ég gæti verið í frakkanum
allan daginn, í kirkjunni og
úti á eftir.
Kvöldið fyrir fermingardag-
inn færði ungfrú McCann
mömmu fötin mín, kyssti mig
og sagði, að ég skyldi ekkert
vera að ómaka mig við að
þakka sér fyrir. Hún myndi
gera meira en þetta fyrir mig
og hún og amma grétu og
fengu sér síðan neðan í því í
krafti þess, að ég var nú orð-
inn svona stór og það á tólf
árum, sem þeim virtist nú ekki
ýkjalangur tími. Pabbi sagði
við mömmu á meðan ég var að
baða mig framan við arininn,
að ungfrú McCann hefði alltaf
þótt afskaplega vænt um mig
frá því ég fæddist. Þegar
mamma var á spitala tók hún
mig í íbúðina til sín og tók
afskaplega nærri sér að þurfa
að skila mér aftur.
Um morguninn fór ég á fæt-
ur og frú Rooney, sem átti
heima í næstu íbúð, kallaði inn
til mömmu, að Liam hennar
væri ennþá í bælinu og sýndi
enga tilburði til þess að hreyfa
sig þaðan og hún héldi, að
bölvun hvíldi yfir sér, sama
hvort væru jól eða páskar, alt-
arinsganga eða ferming, allt
gengi á afturfótunum og hún
væri mest hissa á því, að vera
ekki orðin galin og komin á
vitlausraspítalann fyrir löngu.
Síðan æpti hún aftur á Liam,
skipaði honum að fara á fæt-
ur og þvo sér og klæða. Og
mamma hrópaði á mig, þó að
ég væri að hnýta bindið mitt
og svona héldu þær áfram eins
og snarvitlausar kerlingar.
þangað til við Liam vorum
loksins tilbúnir og hann kom
inn til okkar til að sýna
mömmu fötin sín og hún gaf
honum sexpens, sem hann
stakk í vasa sinn og frú Rooney
kallaði á mig inn til sín, svo
að ég gæti sýnt henni fötin
mín. Ég kom rétt aðeins í
dyrnar og hneppti ekki frá mér
frakkanum, þreif bara sex-
pensið úr höndunum á henni
og þaut niður stigann eins og
fjandinn væri á hælunum á
mér. Hún kallaði á eftir mér
og bað mig að stanza andar-
tak, hún hefði ekki enn séð
fötin mín, en ég tautaði eitt-
hvað um, að það vissi ekki á
gott að láta biskupinn bíða og
hljóp áfram.
Kirkjan var troðfull, strák-
ar öðrum megin og stelpur hin-
um megin og altarið allt log-
andi í ljósum og blómum og
hásæti handa biskupnum að
sitja á, þegar hann var ekki
að ferma. Úti fyrir var hávær,
glaðleg mannþröng, trommur
drundu og trompetleikarar úr
hljómsveit Larkins blésu. Bisk-
upinn kom og dyrunum var
lokað. Ég fór í biðröðina upp
að grátunum, kraup og það var
hvíslað yfir mér og kinnin á
mér var snert. Ég var alltaf í
frakkanum, þó að það væri
heitt og ég var í svitabaði á
meðan ég beið eftir sálmunum
og messunni.
Ljósin urðu bjartari og mér
varð heitara og ég var borinn
út í yfirliði. En þó að mér
væri sama um, að þeir losuðu
bindið mitt, hélt ég dauðahaldi
í frakkann og enginn sá jakk-
ann með stóru tölunum og litlu
hornunum. Þegar ég kom heim,
fór ég í rúmið og pabbi sagði,
að ég hefði orðið veikur um
leið og biskupinn var að blessa
okkur. Hann sagði, að þetta
væri meistarastykki hjá mér
og sýndi ósvikna hugprýði.
Á hverjum sunnudegi reifst
móðir mín út af fötunum. Hún
sagði, að ég væri lygari og
hræsnari, færi í þau örfáar
mínútur um hverja helgi, hlypi
inn til ungfrú McCann og út
aftur og léti hana standa í
þeirri trú, að ég væri í þeim
alla helgina. í bræði sinni sagði
móðir mín, að hún skyldi koma
upp um mig og segja ungfrú
McCann frá öllu og af þvi að
mamma var alltaf létt á fæti,
þaut hún með það sama upp
til hennar. Þegar hún kom
aftur, sagði hún ekkert, en sat
við eldinn og starði inn í hann.
Ég trúði raunverulega ekki, að
hún hefði sagt McCann eftir
mér. Og ég fór í fötin og
12