Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 14
Frásögn um íslenzkan skáksnilling
eftir Jón Olafsson, hrl.
Harvard-háskóli
Spurzt hafði um fyrirætlanir
Shaiers deildarforseta varð-
andi skákframtíð skólans. Þá
brá svo við, að hinir reglulegu
skákmenn skólans mótmæltu
og töldu enga þörf á „glamr-
ara“ frá íslandi til að tryggja
sig fyrir skakkaföllum í vænt-
anlegri keppni.
„Hann varð altekinn þeirri hugsun, að hann væri
að missa vitið. Einmitt þegar við hinir töldum,
að hann ætti að vera gramur eða reiður vegna
þess, að einhverjar reglur hindruðu að hann gæti
keppt, kom hann á fund minn og tjáði mér, að
hann væri að bila andlega. Hann hafði lesið ein-
hvers staðar, að geðveiki væri algeng meðal skák-
manna og því betri sem skákmaðurinn væri, því
meiri væri hættan á geðveiki, og í mestri hættu
væru snillingarnir, sem sú bölvun legðist á, að
þeim væri um megn að gleyma skákum sín-
um .. .“
Ég hef ráðizt í að setja sam-
an sögu úr brotum, sem fela í
sér einkennileg örlagaatvik,
sem virðast mjög athyglisverð,
þegar þau eru skoðuð í sam-
hengi.
Ég vil byrja á því að gefa í
stórum dráttum nokkra lýsingu
á einni aðalpersónu sögunnar,
en það er Björn Pálsson, frændi
minn, sonur Páls Ólafssonar
skálds. Björn var fæddur 1883,
varð stúdent frá Latínuskólan-
um 1904 með 1. einkunn, inn-
ritaðist í Háskólann í Kaup-
mannahöfn haustið 1904, varð
cand. phil. þaðan vorið 1905
með 1. einkunn og kom heim
það sumar. Að áliðnu sumri
1905 fór hann til Bandaríkj-
anna með Vilhjálmi Stefáns-
syni, síðar landkönnuði, og
verður sagt frá því siðar. Hann
fluttist til Winnipeg, vann þar
að ýmsum störfum, en lengst
að blaðamennsku við „Lög-
berg“. Hann kom aftur til ís-
lands í árslok 1908, fékkst við
kennslu t. d. við Verzlunar-
skóla íslands, tók að lesa lög
við lagadeild Háskólans hér og
lauk embættisprófi þaðan 1912.
Eftir það hafði hann ýmis
störf með höndum, varð hæsta-
réttarlögmaður 1922, þótti mjög
snjall málaflutningsmaður, var
m.a. málaflutningsmaður Sam-
bands íslenzkra samvinnufé-
laga um nokkurt skeið, en
veiktist af lömunarveiki og var
haltur upp frá því. Hann
hneigðist þá til vínnautnar og
sinnti lítt eða ekki störfum-
Var þá glæstum ferli hans sem
málafærslumanns lokið.
Ég sá Björn fyrst á heimili
föðurbróður hans Jóns Ólafs-
sonar ritstjóra og skálds að
Laugavegi 2 í Reykjavík sum-
arið 1912, er hann var að taka
próf í lögfræði við Háskólann.
Eftir að ég hafði dvalið mörg
ár í Danmörku, tekið þar lög-
fræðipróf og unnið þar nokkur
ár, fluttist ég til Reykjavíkur
haustið 1926. Þá hafði ég sam-
band við Björn og þar sem ég
ætlaði mér að starfa að lög-
fræðistörfum og Björn hafði
fullan vilja á því að byrja á
ný við málaflutningsstörf með
festu og reglusemi, þá varð
það úr að við stofnuðum
málaflutningsstofu saman hér
í Reykjavík. Við það samstarf
kynntist ég Birni, þótt sam-
starfið stæði ekki lengur en
tæpt ár — og lágu leiðir okkar
ekki saman síðan.
Ég taldi Björn vera mjög
gáfaðan, rökfastan og mælsk-
an, en það kom bezt í ijós, ef
hann átti að verja einhvern
lítilmagna eða þá sem bágt
áttu, en með slíkum hafði hann
mikla samúð. Hann var skap-
rikur og tilfinninganæmur. Mér
virtist hann viðkvæmur í lund,
og minnti hann oft á skáld
eða listamenn, sem ekki geta
til lengdar fellt sig við borg-
araleg störf, en vilja frjálst og
14