Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 16
fór ekki úr huga mér, og skömmu eftir komu mína til Harvard gat ég hennar við Nathaniel Shaler, deildarfor- seta, sem hafði einu sinni ver- ir vinur Pauls Morphys, amer- íska skáksnillingsins. Shaler lét samstundis í ljós áhuga. Vissi ég hvaða námsáætlanir Björn Pálsson hefði gert? Ég vissi það ekki, en spurðist fyr- ir um það hjá vini mínum á íslandi og fékk að vita, að Björn hefði innritazt í Kaup- mannahafnarháskóla í verk- fræði. Shaler spurði þá, hvort ég hefði í hyggju að fara aft- ur til íslands. Ég svaraði, að ég gerði mér vonir um það. Shaler, sem fannst, að slíkar andans íþróttir eins og skák verðskulduðu að komast á keppnisskrá háskóla eigi síður en frjálsar íþróttir, lét í ljós von um, að ég gæti einhvern veginn talið Björn á að leggja frekar stund á verkfræði í Cambridge en Kaupmanna- höfn, því að í Cambridge gæti hann að minnsta kosti útveg- að piltinum námsstyrk. Mér sýndist því, að ég mundi geta fengið stuðning eins áhrifa- mesta deildarforsetans í Har- vard við íslandsfyrirætlun mína.“ „Shaler deildarforseti hafði ekki misst sjónar á því mark- miði sínu að koma upp góðu skákkappliði í Harvard, meö því að fá mig til að koma því svo fyrir, að skáksnillingurinn Björn Pálsson flyttist frá Kaupmannahöfn til Reykja- víkur og síðan til Boston. Ég hafði skrifað Birni, og þetta var fastmælum bundið. Ég átti að vera eftirlitsmaður stúdenta í Holyoke næsta kennslutímabil og hafa til umráða setustofu og tvö svefnherbergi, þar sem Björn gæti búið hjá mér. Deildarforsetinn hafði gengið frá styrknum, og einhvers stað- ar hafði honum tekizt að grafa upp peninga fyrir skipsfari handa Birni. . . Við komum tólf saman til Reykjavíkur í júní 1905. Við keypium hesta, réðum fylgdar- menn og skiptumst í þrjá hópa. Sá stærsti fór ríðandi þvert yfir ísland, en annar, jarðfræðingar, hélt á tiltekna staði til rannsókna. í þriðja hópnum, mannfræðingahópn- um, vorum við Jack Hastings. Með tvo til reiðar og trússhest héldum við áleiðis til staðar á íslandi suðvestanverðu, þar sem sendið nes hafði einu sinni teygzt til hafs. Ágangur sjáv- ar hafði hins vegar fyrir löngu breytt þessu nesi í eyju.“ „Þegar ég kom aftur til Reykjavíkur, beið skákundra- barnið mitt þar, og fórum við saman til Edinborgar, en síðan með skipi frá Allan-félaginu Alþjóðleg samkeppni um barnateikningar Japanskir samvinnumenn efna árlega til alþjóðlegr- ar keppni í barnateikningum. í fyrra var hún haldin í 20. sinn, og 23 þjóðir tóku þátt í henni. í ár er íslandi boðin þátttaka fyrir milligöngu Sam- vinnunnar. Fyrirkomulag keppninnar er í stuttu máli á þá leið, að hver þjóð hefur sérstaka dómnefnd, sem velur 18 myndir, sem síðan eru sendar í keppnina. Sérstök dóm- nefnd í Japan velur síðan úr myndum allra þátttöku- landanna, og síðan eru þær gefnar út í bók. Hér með er öllum íslenzkum börnum á aldrinum 6 til 13 ára boðið að senda Samvinnunni myndir, sem blaðið mun sjá um að velja úr og senda til keppninnar. Hér fara á eftir nokkur minnisatriði fyrir þátttak- endur: • Myndirnar mega vera af hverju sem er. • Myndimar eiga að vera gerðar með vaxlitum eða vatnslitum. • Myndirnar eiga að vera 50 cm á breidd og 40 cm á hæð. • Aftan á hverja mynd á að skrifa: a) af hverju hún er b) nafn höfundar c) aldur d) skóla. • Bókin með úrvalsmyndunum kemur út 1977, og þátttakendurnir átján frá hverju landi fá hana senda. Þeir sem eiga myndir í bókinni fá auk þess ofurlítil verðlaun. ® Myndunum verður ekki skilað aftur. • Hvert barn má aðeins senda eina mynd. • Myndirnar þurfa að hafa borizt Samvinnunni fyrir 1. október. • Utanáskriftin er: SAMVINNAN, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. $ Samvinnan 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.