Samvinnan - 01.08.1976, Side 22
ingum hans. Hin fyrri er al-
kunn vísa Hallfreðar vand-
ræðaskálds, er hann orti fyrir
Ólaf konung Tryggvason um
sverð, er konungur hafði gefið
honum, og hlaut að launum
sverðslíður að gjöf frá konung-
inum. Vísan er hin 58. í röð-
inni í handriti Hallgríms og
hljóðar svo:
„Eitt er suerd þad er suerda
suerd audgann mig giördi
firir suip niördum suerda
suerd ótt mun nu verda
mun at vansuerdat verda
verdur emc þriggia suerda
jardar mens ef yrdi
vmgierd ad þui suerdi.“
Skýringarnar eru svohljóð-
andi, sömuleiðis stafréttar:
„Eitt er suerd þad suerda er
best, og giordi mig suerd aud-
ugann, nú mun verda suerdótt
eda suerd tijttneffnt, firir
suerda suip niordum, þad er
monnum, eigi mun nú verda
(vansuerdat) þad er, afátt ad
suerdid sie nógu offt neffnt,
þui er eg verdugur þriggia
suerda ef nu fejngist vmgjord
ad suerdinu."
Fyrir þá, sem óvanir eru
stafsetningu 17. aldar, myndi
þetta verða eitthvað á þessa
leið með nútímastafsetningu:
„Eitt er sverð það sverða er
bezt og gjörði mig sverðauðug-
an. Nú mun verða sverðótt, eða
sverð títtnefnt, fyrir sverða
svip Njörðum, það er mönnum.
Eigi mun nú verða vansverðað,
það er áfátt að sverðið sé nógu
oft nefnt. Því er ég verðugur
þriggja sverða, ef nú fengist
umgjörð að sverðinu.“
Síðari vísan er alkunnur
kveðlingur Hjalta Skeggjason-
ar, er hann kvað á Alþingi
sumarið fyrir kristnitöku. í
handriti Hallgríms ber hún
tölusetninguna 69 og hljóðar
svo:
„Vil eg ei god geya
grei þiki mier freya
æ mun an?iad tueggia
ódin?? grey eda freia.“
Skýringarnar eru þannig,
aftur stafréttar:
„ad geia god) er hier kallad
vpa spott, ad tilbidia god, þuj
ad geya er hundu?n eignad þa
þejr giellta og þui kallar han?i
freiju grej, og seigir þad bregd-
ist alldrej, annadhuort sie od-
in?i eda freija greij huor helld-
ur sem er dyrkad.“
Með nútímastafsetningu
myndi þetta verða á þessa leið:
,,„Að geyja goð“ er hér kallað
upp á spott að tilbiðja goð, því
að geyja er hundum eignað, þá
þeir gelta, og því kallar hann
Freyju grey og segir, (að) það
bregðist aldrei, (að) annað
hvort sé Óðinn eða Freyja grey,
hvor(t) heldur sem er dýrk-
að.“
Að því er mér er bezt kunn-
ugt mun þetta vera í fyrsta
skipti í sögunni, sem nokkuð
birtist á prenti úr þessu hand-
riti. Von mín, sem og allra
góðra íslendinga, hlýtur að
vera sú, að það verði ekki það
síðasta, heldur þurfi ekki lang-
ur tími að líða, þar til þessi
texti birtist á prenti, annað
hvort ljósprentaður eða í
frambærilegri textaútgáfu. Þó
að það kunni að vera ómót-
mælanleg staðreynd, að fræði-
legt gildi hans sé lítið sem
ekkert, er á hinn bóginn á það
að líta, að allt sem viðkemur
Hallgrími Péturssyni hlýtur að
hafa sjálfstætt gildi, svo fram-
arlega sem það fræðir okkur
um líf og athafnir þessa mikla
sálmaskálds. Þegar aukheldur
er um að ræða annað af tveim-
ur verkum hans, sem varðveitzt
hafa beint undan hans eigin
penna, sýnist verkefnið ein-
ungis bíða þess, að einhver
framtaksamur aðili hefjist
handa. +
Söguleg skák
Framh. af bls. 17.
mikli Kanadamaður varð síð-
ar bezti vinur minn og ráð-
gjafi á mannfræðiferlinum,
sem hann fór að eygja fyrir
mig. Ég er viss um, að þegar
þetta kom fyrir Björn Pálsson,
hafði Mavor ekki hugsað nein-
ar ákveðnar áætlanir varðandi
mig, enda hafði ég ekki gert
það sjálfur.
Enn er eitt ósagt um Björn
Pálsson. Frank Marshall, sem
var þá skákmeistari Bandaríkj-
anna, hafði verið á ferð vest-
ur í landi og hélt austur á bóg-
inn um Kanada, en á leiðinni
kom hann við í Winnipeg og
tefldi þar margar sýniskákir.
Einhver kunningi Björns stakk
upp á því, að þeir færu að
horfa á þetta. Einn skák-
Fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði.
Greiðum hæsta verð fyrir framleiðsluvörur ykkar. — Samvinnu
menn — ykkar hagnaður er að verzla við eigin samtök.
Kaupfélag Berufjarðar
Söltunarstöðin Arnarey
Búlandstindur h.f.
Frystihús — Síldarverksmiðja — Útgerð — Djúpavogi
Að treysta sjálfum sér, vinna vel og standa saman, frjálsir menn
með sama rétt. Það er
VEGURINN TIL VELMEGUNAR
Kaupfélagið er bundið við héraðið — svo að aldrei verður skilið
þar á milli.
Kjörorðið er: Að hafa ekki af öðrum — en hjálpa hver öðrum.
KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA,
Flateyri
Samvinnuverslun íryggir yður sanngjarnt verðlag
Verslum með allar innlendar og erlendar vörutegundir.
Kaupfélag
Hólmavík
22