Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Page 25

Samvinnan - 01.08.1976, Page 25
Að síðustu: Hvaða möguleik- ar eru á því, að Zweig hafi heyrt um skákævintýri Björns? Þetta hef ég ekki getað rann- sakað svo neinu nemi, en ég vil geta þess, að Zweig fór í ferðalag til Ameríku fyrir fyrri heimsstyrjöld, dvaldi nokkurn tíma í New York, síðan í Bost- on (Harvard) og heimsótti fleiri háskóla. Hann fór með skipi frá Bandarikjunum um Bermuda — Haiti — Pan- ama — Buenos Aires fyrri hluta árs 1914, sbr. endur- minningar hans i „Veröld sem var“. (Hann telur komu sína til Panama nokkrum mánuð- um áður en Panamaskurðurinn var opnaður, en fyrsta haf- skipið fór um skurðinn 3. ágúst 1914). Ég geri því ráð fyrir, að hann hafi dvalið við ýmsa háskóla í Bandaríkjun- um árið 1913 og fyrri hluta árs 1914. Þá voru mjög mikil lík- indi til þess, að hann hefði heyrt frásögn af skákævintýri Björns og jafnvel að hann hafi kynnzt Vilhjálmi Stefánssyni. Eftir fyrri heimsstyrjöldina mun hann hafa dvalið af og til 1 Bandaríkjunum, (sjá einnig ..Veröld sem var“). Eg hef ekki getað rannsakað þetta nánar og sökum veikinda naumlega lokið því sem ég hafði tekið saman, en mér Þætti vænt um, ef einhverjir skákunnendur gerðu þessu efni betri skil. 4 Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélagið útvegar félagsmönnum sínum nauðsynjavörur eftir því sem ástæður leyfa á hverjum tíma, og tekur framleiðsluvörur þeirra í umþoðssölu. FERDA menn Kaupfélag Hafnfirðinga selur fjölbreyttan ferðabúnað í verzluninni Strandgötu 28 og ferðanesti í matvörubúðum félagsins í Hafnarfirði og Garðabæ Verið velkomin í verzlanir okkar. Kaupfélag Hafnfirðinga 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.