Samvinnan - 01.04.1981, Page 10

Samvinnan - 01.04.1981, Page 10
Erlendur Erlendur hefur skipað sér sess sem einn mesti athafna- maður þjóðarinnar. Það er næsta ótrú- legt, hve mikinn feril hann á að baki — aðeins sextugur að aldri. Einarsson sextugur EGAR ófriðnum mikla lauk 1945, hóf samvinnuhreyfingin sókn til að auka hlut sinn í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar, ekki aðeins með nýsköpun í hefðbundnum starfs- greinum, heldur i mörgum nýjum. Til viðbótar átaki i verslun og iðnaði urðu samvinnumenn á skömmu árabili að stórveldi í tryggingastarfsemi, kaup- skiparekstri og olíusölu. Til forustu i tryggingamálum og forstöðu Samvinnutrygginga valdist þá kornungur Skaftfellingur, Erlend- ur Einarsson, og tók félagið fljótt að dafna undir stjórn hans. Erlendur sameinaði tvo höfuðkosti i þessu starfi, glögga þekkingu á nútíma viðskipta- háttum, sem kom meðal annars fram í nýrri stefnu i endurtryggingum, og næma tilfinningu fyrir eðli samvinnu- reksturs og tilgangi hans. Kom hið síðara fram, þegar hið nýja félag tók að endurgreiða hinum tryggðu stórar upphæðir tekjuafgangs, en raunar ekki síður í mikilli fræðslustarfsemi um öryggis- og tryggingamál. Þannig tengdi Erlendur félagið við hina tryggðu, eigendur þess, og lagði á fyrstu árunum grundvöll að vexti og viðgangi þess æ siðan. Undirritaður var ritstjóri Samvinn- unnar frá 1950, og hafði þá náin kynni af flestum þáttum samvinnustarfsins en hjálpaði til við fræðslumál og upp- lýsingu. Það var ánægjulegt að sjá til Erlendar á þeim árum, því að dugn- aður hans og áhugi i starfi voru með eindæmum, hann fékk nýjar hug- myndir og hratt þeim í framkvæmd, og umfram allt vildi hann efla þjón- ustu við hina tryggðu, fræða þá um áhættu, öryggi og tryggingar og veita þeim sannvirði með þvi að skila aftur ríflegum arði, enda þótt félagið yrði jafnframt að styrkja innviði sína með sjóðamyndun. Erlendur kynntist samvinnumálum i föðurhúsum og fyrstu störfum. Hann er sonur hjónanna Einars Erlendsson- ar og Þorgerðar Jónsdóttur i Vik i Mýrdal, en faðir hans starfaði í ára- tugi hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Sjálfur fékk Erlendur starf hjá félag- inu 15 ára og var þar öllum stundum, nema þegar hann sat í Samvinnuskól- anum. Frá Vík lá leið Erlendar i Lands- banka íslands og þaðan til framhalds- náms i Bandarikjunum. Sótti hann það i frægri bankastofnun en starfaði í First National City Bank i New York. Snemma árs 1946 tók hann við starfi hjá SÍS og hóf nokkru siðar beinan undirbúning að stofnun Samvinnu- trygginga, meðal annars hjá breskum samvinnumönnum i Manchester og London. Vilhjálmur Þór tók við stjórn SÍS i ársbyrjun 1946 og stýrði hinni risa- vöxnu útþenslu á starfssviði þess í tæplega áratug. Þegar hann lét af störfum um áramótin 1954—55, valdi stjórn Sambandsins Erlend Einarsson til að taka við forstjórastarfinu. Sýndi það hugrekki að fela 33 ára gömlum manni svo mikið starf, en jafnframt hvert traust var borið til hans. Þeir kostir, sem svo glöggt komu fram við uppbyggingu hans á Samvinnutrygg- ingum hafa án efa ráðið úrslitum um þessa farsælu ákvörðun, sem hefur staðist tímans dóm, því Erlendur hef- ur nú stýrt Sambandinu i aldarfjórð- ung. Enda þótt Erlendur hefði haldgóða menntun í fjármálum og viðskiptum frá frægum skólum og stórfyrirtækj- um austan hafs og vestan, stóð hann frá bernsku föstum fótum í kaupfé- lagsrekstri íslensks dreifbýlis. Hann hafði síðar komið upp landskerfi fyr- ir Samvinnutryggingar á vettvangi kaupfélaganna, og þekkti þar vel til manna og málefna. Samt sem áður taldi hann rétt að verja nokkrum vik- um fyrsta forstjóraársins til að fara um landið, efna til funda i kaupfélög- um og heimsækja þau. Ritstjóri Sam- vinnunnar var einn af meðreiðar- sveinum Erlendar í þessum ferðum, og

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.