Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 11
hafa þær reynst eftirminnilegar. Ekki sakaði, að náttúran skartaði viða sínu fegursta, en kjarni ferðarinnar var að hitta samvinnufólkið, kaupfélags- stjóra, starfsfólk og félagsfólk, kynn- ast viðhorfum þess og vandamálum. Þetta var góð byrjun, sem sýndi, hvernig Erlendur hugsaði og hvernig hann vildi vera í tengslum við þá, sem starfað var fyrir. Rómantíska myndin af samvinnu- mönnum er af búð vefaranna i Roch- dale, þar sem þeir seldu nauðsynjar á sannvirði. í sama flokk má skipa kaup- félögunum okkar á fyrstu árunum, er þau stórlækkuðu verðlag. Þegar fram liðu stundir varð meginhlutverk sam- vinnuhreyfingarinnar i íslensku efna- hagslífi þó uppbygging, öflun atvinnu- tækja, sem tryggðu og bættu afkomu- möguleika fólks. Á þessu sviði hefur hreyfingin unnið stórvirki, sem þjóð- in getur seint fullþakkað, en þetta skapar þá hættu, sem þekkt er í öðrum löndum ekki siður en hér, að mörgum finnst ópersónulegur stofnanablær setjast á samvinnustarfið og er erfitt að spyrna gegn þvi. Þótt verkefnin hafi þannig breyst — því allt verður að vera stórt nú á dögum — heldur samvinnuhugsjónin gildi sinu sem stefna og lífsviðhorf, og fyrr eða síðar mun mannkynið skilja, að slíkar hug- sjónir eru í raun meira virði en tölvur og tækni. Langt mál mundi að telja öll þau verkefni, sem hrundið hefur verið í framkvæmd undir stjórn Erlendar á SÍS, hvort sem er á sviði sjávarútvegs, skipaútgerðar, iðnaðar, vörudreifing- ar, bókhalds, tölvunotkunar eða ann- ars. Menn verða að vera stórir i sniðum til að geta stýrt svo fjölþættu fyrir- tæki sem SÍS án þess að missa yfir- sýn. Erlendur hefur siðan hann opn- aði dyr Samvinnutrygginga skipað sér sess sem einn mesti athafnamaður þjóðarinnar á þeirri tölvuöld, sem þessir áratugir ætla að verða. Það er næsta ótrúlegt, hve mikinn feril Er- lendur hefur að baki — aðeins sex- tugur að aldri. Ekki má Erlendar minnast án þess að nefna einnig eiginkonu hans, Mar- gréti Helgadóttur frá Seglbúðum, glæsilegan kvenkost, sem hefur verið honum stoð og stytta, eða börnin þeirra þrjú, Helgu, Eddu og Einar. Persónuleg kynni mín af Erlendi hafa verið mér bæði til ánægju og lærdóms, en þau voru mest i þá tið, er ég starfaði með samvinnumönnum við timarit þeirra. Ég sendi honum árnaðarkveðjur á sextugsafmæli hans og óska honum alls hins besta i fram- tíðinni. Benedikt Gröndal.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.