Samvinnan - 01.04.1981, Síða 16

Samvinnan - 01.04.1981, Síða 16
Skírdagsávarp eftir Esra S. Pétursson lækni Daglegt brauö og brauð lífsins NEMMA í guðspjöllunum er talað um brauð. (Matt. 4:4.) Kristur vitnar í Móses og segir: Ritað er: Maðurinn lifir ekki á einu saman brauðinu, heldur af sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni. Hafði hann þá sjálfur fastað í fjörutíu daga og fjörutiu nætur í eyðimörkinni og fundið hvernig það var að hafa ekki brauð sér til lifsviðurværis. Hann hafði því samúð með hungr- uðum mannfjöldanum sem fylgt hafði honum fótgangandi úr borgunum, þá er páskarnir, hátíð Gyðinganna, voru í nánd. Hafði hann farið á óbyggðan stað afsiðis á báti. Talið er að staður- inn sé sá sem nefndur er Tabgha — nafnið þýðir sjö uppsþrettur — og liggur hann nær Kapernaum en Bet- saida. Kristur hafði verið að lækna sjúka i mannfjöldanum. Þegar kvöld- aði komu lærisveinar hans til hans og hvöttu hann til þess að senda mann- fjöldann frá sér í þorpin tvö, svo að hann gæti keypt sér vistir. En Jesús sagði að fólkið þyrfti ekki að fara burt og bað þá að gefa því að eta; bað að þeim yrði gefin kvöldmáltíð. En þeir sögðu honum, að þeir hefði aðeins fimm byggbrauð og tvo þurrkaða fiska. Kristur bauð mannfjöldanum að setjast niður í fimmtíu manna hópa. Siðan tók hann brauðin fimm og fisk- ana tvo, leit upp til himins og blessaði og braut brauðin og fékk lærisvein- unum sem útdeildu þeim til mann- fjöldans. Og allir neyttu og urðu mett- ir en brauðbrotin, sem af gengu, fylltu tólf körfur. Rétt eftir þetta kom fólkið til Kap- ernaum til að leita að Jesú. Þeir fundu hann í samkunduhúsinu og spurðu hann: Rabbí, hvenær komstu hingað? Jesús svaraði (Jóh. 6:26-66.) þeim og sagði: Sannlega, sannlega segi ég yð- ur: Þér leitið mín ekki af því að þér sáuð tákn, heldur af því að þér neytt- uð brauðanna og urðuð mettir. Aflið ykkur ekki þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu sem varir til ei- lifs lífs og mannssonurinn mun gefa yður; því að hann hefur faðirinn inn- siglað, sjálfur Guð. Þeir sögðu við hann: Hvað eigum vér að gjöra, til þess að vér vinnum verk Guðs? Jesús svaraði og sagði við þá: Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann sem hann sendi.... Sannlega, sannlega segi ég yður: sá sem trúir hefur eilíft líf. Ég er brauð lífsins. Feður yðar átu „manna“ í eyðimörkinni og dóu. Þetta er brauðið, sem kemur niður af himni, til þess að maðurinn neyti af því og deyi ekki. Ég er hið lifandi brauð, sem kom niður af himni; ef nokkur neytir af þessu brauði, mun hann lifa til ei- lífðar; og það brauð sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs. Eftir ræðu þessa í Kapernaum lagði Kristur leið sína norður i land til Týr- anusar og Sídonar. Sneri hann þar við og fór um Decapolis aftur til Galileu- vatnsins. Safnaðist þar til hans mikill mannfjöldi á nýjan leik. í það sinnið voru það fjögur þúsund karlar auk kvenna og barna. (Matt. 15:32-38.) Komu þeir með halta og blinda, mál- lausa, handarvana og marga aðra, og vörpuðu þeim fyrir fætur Jesú, og hann læknaði þá ... Og svo mettaði hann mannfjöldann með því að blessa sjö brauð og fáeina smáfiska, en af- gangs urðu sjö vandlaupar fullir af brauðbrotum. Með kraftaverki þessu sameinaði hann enn einu sinni himin og jörð. Helgaði hann þannig einnig hið daglega brauð, það brauð sem mannkynið etur. Steig hann síðan með lærisveinum sínum út í bátinn ... Og þeim hafði gleymst að taka með sér brauð, og þeir höfðu ekki með sér nema eitt brauð í bátnum. (Markús 8:14-21.) Og hann bauð þeim og sagði: Gætið þess að vara yður á súrdeigi Faríseanna og súrdeigi Heródesar. Og þeir töluðu hver við annan og sögðu: Vér höfum ekki brauð. Og er Jesús varð þess vis, segir hann við þá: Hvað eruð þér að tala um, að þér hafið ekki brauð? Skynjið þér ekki enn eða skilj- ið? Hafið þér forhert hjarta? Þér hafið augu, sjáið þér ekki? Og þér hafið eyru, heyrið þér þá ekki? Og munið þér ekki? Þegar ég braut brauðin fimm handa fimm þúsundum, hversu marg- ar karfir af brauðbrotum tókuð þér þá upp? Þeir segja við hann: Tólf. Og þegar ég braut þau sjö handa fjórum 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.