Samvinnan - 01.04.1981, Side 17

Samvinnan - 01.04.1981, Side 17
þúsundum. hversu marga vandlaupa tókuð þér þá upp? Og þeir segja við hann: Sjö. Og hann sagði við þá: Skiljið þér eigi enn? Það er að heyra að Kristur hafi ver- ið gramur við lærisveina sina vegna þess að þeir virtust ennþá hafa for- hert hjörtu og vera trúlitlir og efa- gjarnir. Víst er að skömmu síðar, segir Lúkas, hafi hann kennt þeim að biðja, meðal annars um daglegt brauð. (Lúk. 11:1-13.) En lærisveinarnir kenndu öllum lýðnum bæn hans. Þeir útdeildu henni, svo að segja, eins og þeir út- deildu brauðunum og fiskunum til stóru hópanna á ströndum Galileu- vatnsins. Faðirvorið hefur síðan verið fyrirmynd bæna mannkyns. Á þeim stað á Olíufjallinu sem talið er að hann hafi kennt lærisveinunum faðirvorið hefur verið reist klaustur, Pater Noster klaustrið, og kirkja. í klaustrinu má lesa faðirvorið, á fjöru- tíu og fjórum tungumálum, umvafið fögrum veggskreytingum, til að mynda stendur það þar á norsku við hliðina á aramísku, máli þvi er Kristur talaði. En Orðið var, er og verður ávallt eitt. Eilíft, óendanlegt og óumbreytanlegt, á hvaða máli sem er, þótt orðin séu mismunandi og hafi mismunandi merkingar. Þannig mun Kristur sjálf- ur hafa notað orðin brauð, hold og lif bæði í bókstaflegum og táknrænum skilningi. Paul Ricoeur, hinn merki heimspekingur, er flutti hér fyrirlest- ur við heimspekideildina fyrir nokkr- um árum, segir táknræn kerfi hafa vitundar gildi: þau leiði betur í ljós raunveruleikann eins og hann í raun- inni er. í dag er skírdagur. Vér minnumst þess þá að á þeim fyrsta degi ósýrðu brauðanna er menn slátruðu páska- lambinu vissi Jesús að sú stund lífs hans var komin, að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Innsetti hann þá hina heilögu kvöldmáltíð sína með lærisveinunum tólf. Listaverk Leonardo da Vincis, sem kallað hefur verið hið fullkomna listaverk, hefur hjálpað til að gera þann atburð ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum vorum. Hann sýnir oss Krist fyrir miðju með brauð og vín á borðinu og postulana tólf sitt hvorum megin við hann. En Markús lýsir hinni heilögu kvöld- máltíð á þennan veg: (Markús 14:22- 26.) Og er þeir mötuðust, tók hann brauð, blessaði það og braut það, og gaf þeim og sagði: Takið, þetta er líkami minn. Og hann tók bikar, gjörði þakkir og gaf þeim, og þeir drukku allir af honum. Og hann sagði við þá: Þetta er sáttmála blóð mitt, sem út er hellt fyrir marga. Sannlega segi ég yður, að héðan í frá mun ég ekki drekka af ávexti vínviðarins til þess dags, er ég drekk hann nýjan í guðs- ríkinu. Og er þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir út til Olíufjallsins. Þar lá lfiðin í Getsemanegarðinn þar sem Jesús var svikinn af Júdasi og fram- seldur til að líkami hans yrði kross- festur og til að úthella blóði sínu sem friðþægingarfórn fyrir mannkynið. Upp frá því er hann hið sameigin- lega brauð lífs vors. Þannig segir Páll: (I. Korintubréf 10:16-17). Og brauðið sem vér brjótum, er það ekki samfélag um líkama hins Smurða? Af því að brauðið er eitt, erum vér hinir mörgu einn likami, því að vér höfum allir hlutdeild í hinu eina brauði. Er vér höfum mettast á því brauði höfum vér öðlast Kristsvitundina, innstu vitundina um eilift líf. Og þeg- ar vér þar á ofan höfum líka klæðst Kristi fer ástargeisli hans um lífsins æðar allar, eins og Matthías kemst að „orði. Þá höfum vér náð vaxtartak- marki voru jafnt hið ytra sem hið innra. Um það segir Páil að vér verð- um ..einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs syni, verðum eins og fullorðinn maður og náum vaxtartakmarki Krists fyllingarinnar. Því að vér eigum ekki að halda áfram að vera börn ...“ Vér getum vel haldið áfram að auka skynsemi vora, greind og þekkingu án þess að það þroski síbernsku vora verulega. Vér öðlumst því aðeins vaxt- artakmark Kristsfyllingarinnar að vér náum því að njóta sannrar vizku og kærleika hans sem birtist oss í brauði lífsins, brauði hins eilifa lífs. Hans sem var, sem er og kemur. ♦ 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.