Samvinnan - 01.04.1981, Side 18

Samvinnan - 01.04.1981, Side 18
Við stöndum frammi fyrir heimsmynd fullri af þverstæðum á níunda og tíunda áratugnum, þar sem líklegt er að samvinnufélög verði að takast á við gífurlega stór verkefni, ef þau ætla að standast samkeppnina ... AVEGUM Alþjóðasamvinnusam- bandsins (ICA) var á árunum 1979—80 tekin saman ýtarleg greinargerð um framtíð samvinnu- hreyfingarinnar í heiminum. Nánar til tekið var þar um að ræða nákvæma framtíðarspá um það hverjar kring- umstæður samvinnufélaga um heim allan yrðu árið 2000, og var þessi greinargerð prentuð undir heitinu „Samvinnufélög árið 2000“. • Framtíðarhorfur mannkyns Maðurinn, sem ICA fól það verkefni að semja þessa greinargerð, hét dr. Alexander Fraser Laidlaw og var víð- kunnur samvinnuleiðtogi i heimalandi sínu, Kanada. Greinargerð hans var lögð fram og rædd á þingi ICA i Moskvu 13.—16. okt. sl. og vakti þar mikla athygli fyrir það á hve skilgóð- an hátt hún greindi frá framtíðar- horfum mannkyns í veröldinni sem heild, sem og frá væntanlegum verk- efnum og viðfangsefnum samvinnufé- laganna, skoðuðum frá sama sjónar- hóli. Dr. Laidlaw var á þinginu í Moskvu og flutti þar framsöguerindi um skýrslu sina. Nokkrum vikum sið- ar, hinn 30. nóvember, barst sú fregn frá Ottawa, að hann væri látinn, 72 ára að aldri. Á vegum Sambandsins er nú unnið að þvi að þýða þessa greinargerð dr. Laidlows, og er hún væntanleg á prent síðar á þessu ári. Það má eiga von á því að íslenskum áhugamönnum um samvinnumál muni þykja að því jafn- vel verulegur fengur að eiga að henni greiðan aðgang, þvi að það mun sann- ast sagna að hér á landi hafi sam- vinnuhreyfinguna nokkuð skort rit sem fjalla um málefni hennar á al- þjóðavettvangi og með þeim hætti að þau séu skoðuð i ljósi þeirra viðfangs- efna sem mannkynið i heild á við að fást. Við birtum hér í kynningar- skyni tvo stutta kafla úr greinargerð dr. Laidlaws. Þeir eru úr 2. kafla henn- ar, sem nefnist „Hvert stefnir heimur- inn?“, og fjallar hinn fyrri um fram- tíðarhorfur mannkyns, en hinn síðari um helstu atriði sem höfundur telur samvinnufélög þurfa að hafa sérstaka hliðsjón af í nánustu framtið. • Veröldin sem við búum í Sú skoðun nýtur nú talsverðrar út- breiðslu að árið 1980 standi heimurinn á þröskuldi hættulegra og óróasamra tima. Sumir rýnendur telja að það sé von um að við getum horft fram til bættra efnahagslegra kringumstæðna nálægt árinu 1985, en þeir eru þó næst- um allir sammála um að fyrri helm- ingur áratugarins 1980—90 verði erf- iður, sama frá hvaða sjónarhorni skoð- að sé. Og að þvi er varðar lok aldar- innar, þá er ennþá aðeins hægt að sjá tíunda áratuginn sem tímabil hulið uggvænlegri móðu. Árið 1922 lýsti Thomas Hardy tím- um sínum sem „hinni bernskuhrjáðu öld okkar“, enda má svo virðast sem meginhluti tímabilsins frá alda- mótum til dagsins i dag hafi einkennst af erfiðleikum og þjáningum fyrir mannkynið, sérstaklega þó af völdum styrjalda og kreppuástands í efna- hagsmálum. Það er ef til vill dapurleg- asti vitnisburðurinn um ástand heims- mála nú við upphaf niunda áratugar- ins, að eina vonin um hraðan bata i efnahagsmálum virðist bundin við stríðsóttann; það sýnist ekki vera hægt að láta hjól iðnaðarins snúast með fullri afkastagetu nema þjóðirn- ar eigi í stanslausum styrjöldum, önn- um kafnar við að eyða hver annarri. En þó að við hörmum hin hrikalegu bakföll í efnahagsmálum heimsbyggð- 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.