Samvinnan - 01.04.1981, Síða 21
Margt f ólk um heim allan mun
vafalaust leita að leið út úr
erfiðum aðstæðum með að-
ferðum samvinnurekstrarins,
eins og fólk reyndar gerði í
stórum stíl fyrir kreppuna
miklu.
Hætt er við að samvinnufélög
á Vesturlöndum eigi eftir að
þurfa að takast á við sívaxandi
erfiðleika í sambandi við fjár-
magnsútvegun frá árinu í ár
og fram til ársins 2000.
varnargarð gegn verðbólgunni, sem er
fólginn í því að þau þurfa ekki að hlíta
neinum takmörkunum á því hvað þau
greiði mikinn arð af hlutafé sínu, og i
reynd virðist þessi arður viðast hvar
hafa tilhneigingu til að vaxa í takt
við verðbólguna. í öðru lagi leiðir það
af hinu lýðræðislega skipulagi sam-
vinnufélaga að öll ákvarðanataka í
þeim hlýtur að vera seinvirkari og
svifaseinni en i einkarekstrinum. í
venjulegu einkafyrirtæki er öllu vald-
inu safnað saman uppi i toppnum.
Samvinnufélög geta haft góða rekstr-
arlega stjórn sem er fljót að taka
ákvarðanir frá degi til dags um ein-
stök atriði sem eru félagsmönnum til
augljósra hagsbóta — en þegar kem-
ur að ákvörðunum um stóru atriðin
þá standa menn frammi fyrir þvi að
félagsmennirnir vilja skiljanlega hafa
hönd í bagga. Á tímum þegar snöggar
ákvarðanir ráða kannski úrslitum þá
getur lýðræðisskipulagið stundum
valdið samvinnufélögunum vissum
erfiðleikum.
• Útvegun fjármagns erfið
Auk þess er að því að gæta að þegar
barist er i harðri samkeppni á ein-
hverjum markaði, hvort sem er á
heimavelli eða i millirikjaviðskiptum,
þá er það margsönnuð staðreynd að
sigurinn hefur tilhneigingu til að
falla þeim sterkari í skaut. Einnig er
það viðurkennt að varasjóðir margra
stórfyrirtækja eru margfalt stærri en
samvinnufélaganna. Það leiðir svo af
sjálfu sér að stærð margra einkafyrir-
tækja gerir þeim kleift að koma við
mun meiri hagræðingu en möguleikar
samvinnufélaganna leyfa yfirleitt.
Þessi styrkur margra einkafyrirtækja
virðist stafa frá ríkjandi tilhneigingu
þeirra til að leita eftir hærra ágóða-
hlutfalli heldur en samvinnufélögin
gera almennt. í stuttu máli, þá er hætt
við að samvinnufélög á Vesturlöndum
eigi eftir að þurfa að takast á við sí-
vaxandi erfiðleika í sambandi við fjár-
magnsútvegun frá árinu i ár og fram
til ársins 2000, og samvinnusambönd í
þessum heimshluta geta lika átt von
á þvi að þurfa að standa nokkuð höll-
um fæti í samkeppninni við stórfyrir-
tæki og fyrirtækjasamsteypur í einka-
rekstri. Það má þannig búast við þvi
að tilhneigingar geti gætt i ýmsum
samvinnusamtökum til skipulags-
breytinga sem hafi i för með sér aukna
samræmingu og miðstýringu frá því
sem nú er. Áþreifanlegt dæmi um
þetta er að finna í Austurríki þar sem
svæðisbundin samvinnufélög neytenda
hafa nú þegar sameinast í eitt lands-
félag.
Ef menn þurfa að laga sig eftir
breyttum aðstæðum vegna verðbólg-
unnar þá má vel vera að þeir finni
útveg í því að efla samvinnufélög yfir-
leitt, og þó sérstaklega framleiðslu-
samvinnufélög í iðnaði. í viðureign
sinni við verðbólguna hafa rikisstjórn-
ir sýnt tilhneigingu til að sveiflast á
milli harðra aðgerða í peningamálum
og þess að þróa einhvers konar launa-
samdráttarstefnu. Á áttunda ára-
tugnum hefur verið greinileg tilhneig-
ing víða til verndarstefnu sem aftur
hefur átt að skapa leiðir til að leysa
grundvallarvandamálin. Aðgerðir í
peningamálum vilja oft leiða af sér
óbærilega hátt atvinnuleysishlutfall,
en á hinn bóginn mæta aðgerðir í
launamálum yfirleitt harðri andstöðu
verkalýðsfélaga. Ef iðnrekstur væri al-
mennt skipulagður i framleiðslusam-
vinnufélög, þá væru aðstæðurnar hins
vegar i grundvallaratriðum aðrar. Þá
skipti litlu fyrir launþega þótt þeim
tækist að hækka launin, ef hagnaður-
inn af rekstrinum rynni hvort sem er
til þeirra. Kjarasamningar væru þá
líklegir til að verða að einu saman
samkomulagsatriði á milli mismun-
andi hópa launþega og nánast ein-
göngu tengdir spurningunni um það
hvernig ætti að skipta niður rekstrar-
hagnaðinum. En ætli menn sér að
breyta öllum iðnaði yfir i samvinnu-
rekstur, þá er það vitaskuld risavaxið
verkefni sem trúlega myndi taka lang-
an tima að hrinda i framkvæmd.
• Heimsmynd full af þverstæðum
Við stöndum þess vegna frammi fyr-
ir heimsmynd fullri af þverstæðum á
niunda og tiunda áratugnum, þar sem
líklegt er að samvinnufélög verði að
takast á við gífurlega stór verkefni ef
þau ætla að standast samkeppnina,
samtímis þvi að trúlega mun sú stað-
reynd njóta vaxandi viðurkenningar
að þau geti gegnt veigamiklu hlut-
verki þegar um það er að ræða að
leysa langtima efnahagsvandamál. En
sá aukni jöfnuður í þjóðfélaginu, sem
nauðsynlegur er til að menn geti látið
efnahagsmálin ganga nægilega greið-
lega, hann er einmitt meginatriðið í
þeim aðstæðum sem samvinnufélög
eru hvað líklegust til að dafna í; með
öðrum orðum, þess konar aðstæðum
þegar aukinn jöfnuður i eigna- og
tekjuskiptingu hefur gert það mögu-
legt fyrir umtalsverðan fjölda fólks að
spara fé og stofna samvinnufélög. 4
19