Samvinnan - 01.04.1981, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.04.1981, Qupperneq 24
Það er freistandi að gylla tilboðin á ýmsan hátt, og þar með er hætt við að auglýsingar verði skrumkenndar. Er skrum í íslensk- um auglýsingum? EG AR Ólaf ur Jóhannesson lagði fram frumvarp á Alþingi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti í apríl 1978 sagði hann um 27. grein frum- varpsins: „Með þessa grein að vopni er ætlunin að snúast gegn öllu því óskaplega og ég vil segja ógeðfellda skrumi sem á neytend- um dynur í vöruframboði og eink- um birtist í ýmiss konar auglýs- ingum.“ En í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Geirs Hallgrimssonar voru m.a. fyrirmæli um að undirbúin yrði ný löggjöf um verðmyndun, viðskipta- hætti og verðgæslu. Stefnt yrði í átt til almenns eftirlits neytenda með viðskiptaháttum til að tryggja heil- brigða samkeppni og eðlilega verð- myndun verslunar- og iðnfyrir- tækja til bættrar þjónustu fyrir neytendur. Það var i samræmi við þá stefnu- yfirlýsingu að Ólafur Jóhannesson lagði fram það frumvarp sem nefnt er hér að ofan. Það var siðan sam- þykkt og öðluðust lögin gildi 1. nóvember 1979. Fimmti kafli laganna fjallar um óréttmæta viðskiptahætti og neyt- endavernd. 27. gr. sem er ein af að- algreinum fimmta kaflans felur m. a. i sér að óheimilt sé að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. í auglýsingum fá neytendur vitn- eskju um hvaða vörur eru á boð- stólum og i mörgum tilvikum einn- ig nokkurn fróðleik um eiginleika þeirra. Öll auglýsingastarfsemi gegnir því mikilvægu hlutverki. Þær upplýsingar sem framleiðend- ur og seljendur láta í té verða æ mikilvægari vegna þess að stöðugt koma fram nýjar vörur. Einnig er samsetning vara að verða æ flókn- ari. Neytendur geta því i fæstum tilvikum dæmt um gæðin með því aðeins að skoða vörurnar. í stuttu máli má segja að fræðslan sem lát- in er i té i auglýsingum þarf að vera áreiðanleg, hún þarf að vera samin á auðskiljanlegu máli og markmið auglýsingarinnar þarf að vera að auðvelda neytendum að velja þær vörur og þá þjónustu sem best fullnægja óskum og þörfum beirra. í nútíma markaðskerfi er mark- mið framleiðenda að framleiða sem mest og markmið seljenda að selja sem best með þvi að þóknast neyt- endum og með því að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra. Auglýsingastarfsemi fer fram á vegum framleiðenda og seljenda. Auglýsingar eru því þannig úr garði gerðar að þær vörur og sú þjónusta sem auglýst er, sýnist girnileg og hvetji neytendur til að gera kaup. Það er þvi freistandi að gylla tilboðin á ýmsan hátt og þar með er hætt við að auglýsingar verði skrumkenndar. Auglýsingar birtast í öllum fjöl-

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.