Samvinnan - 01.04.1981, Qupperneq 25
FULLKOMNAR HEIMILISTRYGGINGAR
miðlum að heita má og gera selj-
endur sér far um að finna sem
flesta staði til að koma boðskap
sinum á framfæri. Auglýsingar má
t.d. finna i strætisvögnum, i kvik-
myndahúsum, á íþróttavöllum og á
fatnaði. Það er einungis bannað að
setja upp auglýsingar meðfram
vegum eða annars staðar utan
þéttbýlis. Náttúruverndarráð setur
nánari reglur um auglýsingar um
atvinnurekstur þar sem slik starf-
semi fer fram í dreifbýli.
Auglýsingar eru þvi áleitnar og
trufla oft þá sem vilja vera í friði
með sínar eigin hugmyndir um
neyslu. En neysla manna takmark-
ast af því fé sem þeir hafa til um-
ráða.
• Verðupplýsingar
Upplýsingar um verð eru mikil-
vægar þar sem þær ráða miklu um
hvort kaup séu ákveðin, enda eru
auglýsendur farnir i vaxandi mæii
að segja frá verði vörunnar í aug-
lýsingum sínum. En þvi miður er
það stundum gert á skrumkenndan
hátt. Skulu hér nefnd nokkur
dæmi:
Ef seljandi birtir mynd i auglýs-
ingu sinni af þeirri vöru sem hann
hefur á boðstólum ásamt verði vör-
unnar, verður verðtilboðið að sjálf-
sögðu að vera i samræmi við mynd-
ina nema annað sé skýrt fram tek-
ið. í Noregi kom það einu sinni fyr-
ir að seljandi birti mynd af hræri-
vél með blöndunarglasi (blender)
og var jafnframt getið um verð
hrærivélarinnar. í verslun seljand-
ans var blöndunarglasið hins vegar
ekki innifalið í því verði sem sagt
var frá i auglýsingunni. Umboðs-
maður neytenda sem eftirlit hefur
með auglýsingum þar i landi ákvað
að seljandinn skyldi selja hrærivél-
ina með blöndunarglasi á þvi verði
sem hann hafði tilkynnt i auglýs-
ingunni.
Fyrir nokkru auglýsti t.d. eitt
fyrirtæki hér á landi teppi á „al-
vöru afsláttarverði." Er þetta skrum
eða er gefið í skyn að verslanir
auglýsi afslátt sem ekki er raun-
verulegur?
36. gr. laga um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta við-
skiptahætti hljóðar þannig: „Út-
sölu eða aðra sölu, þar sem selt er
á lækkuðu verði, má því aðeins
auglýsa eða tilkynna, að um raun-
verulega verðlækkun sé að ræða.
Þess skal gætt, að greinilegt sé með
verðmerkingum, hvert hið upp-
runalega verð vörunnar var.“
En hvað er varan mikið ódýrari
þegar um kynningarverð, grunn-
verð, hagstætt verð, einstætt verð
og hlægilegt verð er að ræða? Hvað
eru kjarakaup og kostakaup? Er
ekki a.m.k. stundum um skrum að
ræða þegar talað er um bestu kaup-
in og lægsta verðið i auglýsingum?
• Skrum varðandi vinsældir og
eiginleika vöru
Skrum varðandi vinsældir vöru
og þjónustu er þvi miður einnig al-
gengt t.d. er sagt „Útsalan sem allir
hafa beðið eftir“ og „Þeir sem
grillað hafa með glóðargrilli velja
það fremur en viðarkolagrill."
Er ekki a.m.k. i sumum tilvikum
full mikið sagt þegar seljandinn
þykist hafa mesta úrvalið, bestu
þjónustuna eða hafi á boðstólum
mest seldu sjónvörpin?
Er ekki litið gert úr neytandan-
um með því að bera fram fyrir
hann fræðslu eins og að „traktor-
inn sé með fullkomið mælaborð", að
hárshampooið „innihaldi efni sem
umlykur hvert hár og veiti þvi
vernd“ og að billinn sé „svo rás-
fastur að honum verði ekki haggað
af þeirri braut sem þú velur hon-
um?“
Dæmin sýna að neytendur fá
stundum fremur ónákvæma og
skrumkennda fræðslu, þegar þeir
þurfa að ákveða hvort sú vara sem
auglýst er fullnægi óskum þeirra
og þörfum. Samkvæmt lögum þurfa
neytendur ekki að láta bjóða sér
slíkt skrum og þeir geta kvartað
yfir þvi við seljanda.
Þar að auki byggist heilbrigð
samkeppni á milli seljanda á mark-
aðnum á þvi að hver og einn segi
satt og rétt frá eiginleikum þeirra
vara sem þeir bjóða fram. 4