Samvinnan - 01.04.1981, Side 37

Samvinnan - 01.04.1981, Side 37
þóttust geta ráðið af bókinni. En tæp- ast er það tilviljun, að ljóðin „Að kvöldi“ og „Það kallar þrá“ standa þar siðust. í hinu fyrrnefnda, sem er sonn- etta og má vera til vitnis um, hvernig Snorri leysir þraut hinna vandmeð- förnustu bragarhátta, erlendra sem innlendra, er fyrst lýst morgunsigl- ingu. Dvergaskip hans, tákn skáld- skaparins i Eddufræðum, sigla af dulu draumahafi og nálgast land stríðs og skelfingar, daginn og veruleikann. Að kvöldi hverfa þau aftur „á náttsvart djúp í rauðri glóð“, hlaðin „sekt og hatri, helnauð dýrs og manns". í ljóð- inu notar Snorri andstæður eins og haf og land, dag og nótt, birtu og myrkur á táknrænan hátt og lýsir þvi, hvernig kaldur og nakinn veruleikinn umhverfis hann hefur tætt i sundur rómantíska drauma hans. En í hinu mikla lokakvæði bókarinnar, „Það kallar þrá“, talar skáld, sem fundið hefur sjálft sig og að vissu leyti af- neitað fyrri afstöðu, eins og hún hafði birst i ýmsum öðrum ljóðum. Þegar önnur ljóðabók Snorra, „Á Gnitaheiði", kom út 1952, var heimur- inn annar en verið hafði átta árum fyrr, kalt stríð skollið á milli fylkinga, sem stóðu gráar fyrir járnum i austri og vestri, en á milli þeirra lítil þjóð. sem fáeinum árum fyrr hafði slitið af sér siðustu viðjar erlendra yfirráða og horft vonglöð til ókominna daga. Yfir jörðinni allri vofði nú skuggi nýs ógn- arvopns, og þjóðin var í sárum eftir þá atburði, sem tengdir voru inngöng- unni i Atlantshafsbandalagið og komu bandarísks herliðs til Keflavík- ur 1951. Snorri Hjartarson óttaðist þessa stjórnmálaþróun og var henni andvígur. Nú varð hún honum að yrk- isefni i áhrifamiklum kvæðum, þar sem hann kvað skýrt að orði um af- stöðu sína, en sveigði þó heitt geð sitt svo miskunnarlaust undir kröfur listrænnar efnismeðferðar, að úr varð glitrandi skáldskapur, sem halda mun gildi sínu, þótt tímar liði og aðstæður breytist. En sú verður því miður ekki alltaf raunin um skáldskap, sem runn- inn er af líkum rótum. Nú var „land, þjóð og tunga“ orðið „þrenning sönn og ein“, sem skáldið heitir að verja „gegn trylltri öld“. í fyrri bókinni Nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, Knud Engaard, afhendir Snorra Hjartarsyni bókmenntaverðlaunin við hátíölega at- höfn í Kaupmannahöfn. (Mynd: Kjartan Jónasson). hafði Snorri oftast verið einn á ferð í tilfinningakvæðum sínum og lands- lags- og náttúrumyndirnar ótruflaðar af návist mannsins. Nú stóð maðurinn í forgrunni í baráttu sinni fyrir friði, réttlæti og betra lífi í landinu og um heimsins hring. Það var engin þörf að kvarta yfir þvi lengur, að pólitískur og félagslegur veruleiki væri skáldinu fjarri; nú sló hann þau gullnu stef á skjöldu, sem hann hafði heitið í loka- kvæði fyrri bókarinnar. Gott dæmi þeirra er kvæðið „í garð- inum“. Á ytra borði er það ort út af frásögn pislarsögunnar um Krist og lærisveina hans i Getsemane og unnt að lesa það með þá vitneskju eina i huga, en engum íslendingi getur blandast hugur um, að jafnframt skír- 35

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.