Samvinnan - 01.04.1981, Side 38

Samvinnan - 01.04.1981, Side 38
Það gisti óður minn eyðiskóg Bjartsýni skáldsins er ekki jafn fagnandi og áður var, en tónninn er mjúk- ur og hlýr, og unöir niðri streymir lífsins vatn úr lind vonarinnar ... Snorri hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir siðustu Ijóðabók sína, Hauströkkrið yfir mér, sem kom út 1979. Snorri Hjartarson skotar það til samtíðarinnar; það er ísland, sem ávarpar syni sína. Kvæð- inu lýkur með draumsýn, fögru fyrir- heiti. Svipað gildir um mörg önnur ljóð bókarinnar, t.d. það, sem heitir sama nafni og hún. Á Gnitaheiði barð- ist Sigurður Fáfnisbani við orminn og hafði betur. Eins trúir Snorri þvi, að dagurinn og birtan i líki Sigurðar muni sigra heimsins nótt og myrkur, sem er tákn Fáfnis í ljóðinu. ,,Á Gnitaheiði“ er á ýmsan hátt fjöl- breyttari en aðrar bækur Snorra vegna yrkisefnanna. Ætti að freista þess að skipta kvæðunum í flokka eins og ljóð- um fyrri bókarinnar, yrði að geta þess, að auk kvæðanna um land og þjóð á örlagatímum, eru þar kvæði, sem skir- skota til heims og samtiðar innan víð- ara sjónhrings og auk þess náttúru- lýrík og kenndaljóð eins og í „Kvæð- um“. En auðvitað blandast þetta allt saman í ljóðum Snorra fyrr og síðar, og þarf ekki mörg orð um það. Ann- arri bók hans verður vitaskuld ekki betur lýst en með því að benda á dæmi um þessi yrkisefni. Glöggt má sjá, hvernig þau fléttast saman í ljóðinu ,,Þar skal dagurinn rísa“, svo að nefnt sá aðeins eitt til skýringar. Og frum- kraftur, fögnuður og lífstrú lýsir af „Bjargristu“, þar sem Snorri yrkir sitt vorblót af heitri tilfinningu — eins og Igor Stravinsky. í mörgum öðrum ljóð- um er dimmara yfir, en birta mildi og mannúðar skín á bakvið ský. „Á Gnitaheiði" er bók hvíldar og átaka í senn. Skáldið hyggst leita lífs og frelsis á slóð Eyvindar og Höllu í Eyvindarkofaveri, en snýr aftur til byggða, sannfært um, að „frelsið er falið þar sem fólkið berst... i trii á sigur sannleiks og réttar“, en í „Vori“ fer Snorri mildum rómi með blessunar- orð um grasið, og í ljóðinu „Á Arnar- vatnshæðum“ vefast saman unaður náttúrufegurðar, hin hljóða kyrrð og bernskunnar djúpa þrá. Þriðja Ijóðabók Snorra Hjartarson- ar, „Lauf og stjörnur“, kom út 1966 — eftir fjórtán ára þögn. Og enn hafði sitthvað breyst. Lengi hefur Snorri bundið vonir við sósíalismann og hlut- verk hans i baráttu mannkynsins fyrir betri heimi, en á hverju, sem gengur, verður Snorri fulltrúi þeirrar mann- úðar, sem dýpsta virðingu ber fyrir öllu lifi og velferð þess. Eins og margir sem aðhyllst hafa svipuð viðhorf, hef- ur hann þó stundum orðið fyrir sárum vonbrigðum með sitthvað, sem gerst hefur. Hann tók t.d. eindregna afstöðu gegn þeim ósköpum, sem urðu i Ung- verjalandi 1956, og tæpu ári seinna birtist ljóð hans, „Ég heyrði þau nálg- ast“, sem nú getur að líta í „Laufum og stjörnum". Tónninn er mildur og lágvær, en sár og djúpur. Snorri not- færir sér biblíuminni eins og oftar í seinni tið, yrkir um Jósef og Maríu með barnið á flóttanum til Egypta- lands, en ýmsir hafa þóst sjá, að öðr- um þræði mætti skilja ljóð hans sem tjáningu pólitískra vonbrigða, ljóð um hugsjón hans, sem nú á hvergi heima, er á flótta. Snorri kann of vel þá list að dylja beint tilefni ljóða sinna, svo að það trufli ekki lesandann, til þess að unnt sé að fullyrða mikið um, hver verið hafi kveikja þeirra. En það þykist ég vita, að í síðari ljóðum hans séu viðburðir og veruleiki samtíðar- innar einatt hreyfiafl og hafi átt sinn þátt i tilurð þeirra, þó að það liggi ekki jafn glöggt i augum uppi og stundum áður. Það stafar af þeirri breytingu, sem greina mátti í „Laufum og stjörnum“ og áfram hefur haldið síðan, eins og síðasta bók hans, „Hauströkkrið yfir mér“, sem út kom í hitteðfyrra, ber skýrt vitni. Þessar bækur eru svo ná- skyldar, að engin ástæða er til þess að tala um þær hvora í sínu lagi, og fráleitt væri að gera tilraun til þess að flokka ljóðin sundur eftir yrkisefnum vegna þess samræmis og heildarsvips, sem á þeim er. Nú verður ekki lengur greint á milli ytri og innri veruleika: samtíðarvit- undar og viðburða, persónulegra til- finninga og náttúruljóða, þó að hin siðastnefndu séu reyndar enn á sínum stað, t.d. „Kvöld“ i fyrri bókinni. Þvi verður ekki neitað, að tregi og vonbrigði hafa sett fangamark sitt á mörg ljóðanna. Bjartsýni skáldsins er ekki jafn fagnandi og áður var, en tónninn er mjúkur og hlýr, og undir niðri streymir lífsins vatn úr lind von- arinnar; trúin á lifið hlýtur staðfest- ingu frammi fyrir undri þess, eins og það birtist t.d. á mynd eftir Rafael, en um það er ljóðið „Ung móðir“ í „Lauf- um og stjörnum“. Öll reynsla, öll yrkisefni, allt, sem hrærir streng hugans, rennur saman í deiglu skáldlegrar sköpunar. Snorri Hjartarson veit, að pólitísk og félags- leg vitund getur blásið að glóðum skáldskaparins; jafn sannfærður er hann um, að pólitísk hróp og fullyrð- ingar eru ekki skáldskapur ein sér. En honum er ljóst, að systurnar feg- 36

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.