Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 40
Frumherjar segja frá fyrstu baráttuárum tveggja kaupfélaga í tilefni af sjötugsafmæli þeirra Gegnum þröngsýnan aldar- hátt, fáfrœöi og samkeppni Jón Ólafsson var formaður og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar frá stofnun þess til 1934. Jóhannes Árnason, sem var stjórnarformaður Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn um langt skeið. UM þessar mundir eiga tvö kaupfélög sjötugs- afmæli. Kaupf. Lang- nesinga var stofnað 11. mars 1911 og Kaupfélag Króks- fjarðar 20. apríl 1911. Svo skemmtilega vill til, að í Skjalasafni Sambandsins eru til frásagnir frumherja af stofnun beggja þessara félaga og fyrstu baráttuár- um og hafa þær aldrei birzt opinberlega. • Klofningur og sameining Jóhannes Árnason, sem lengi var stjórnarformaður Kaupfélags Langnesinga, skrifaði allítarlega frásögn af stofnun félagsins árið 1949 og fer hluti hennar hér á eftir: Ef rita á þróunarsögu samvinnuhreyfingarinnar i héraði því, sem verzlun sækir til Þórshafnar, verður fyrst að geta þess, að á þeim árum, sem Gránufélagið er að rísa á legg, er prestur að Svalbarði og aðstoðarprest- ur á Sauðanesi, Gunnar Gunnarsson, bróðir Tryggva hins þjóðkunna foringja þess félags. Fyrir forgöngu sr. Gunnars var þátttaka í Gránufélaginu talsvert al- menn úr þessum sveitum. Sáu menn glöggt og viður- kenndu hin bætandi áhrif félagsins á alla verzlunar- háttu, þótti vænt um félag- ið og héldu við það fullri tryggð, eins lengi og það starfaði. Má því hiklaust telja þátttöku í Gránufélag- inu hinn fyrsta vísi til sam- vinnuverzlunar i þessu hér- aði. Næstur eftir sr. Gunnar, sem foringi héraðsbúa í samvinnumálum kemur Friðrik Guðmundsson, er varð bóndi að Syðra-Lóni árið 1884 og bjó þar i 20 ár. Friðrik var fjölhæfur g'áfu- maður og vinsæll. Hann stundaði nám á Möðruvöll- um harða veturinn 1880— 81. Síðar stofnaði hann með Jakobi Hálfdánarsyni við Kaupfélag Þingeyinga tvær fyrstu haustkauptíðir þess félags. Að líkum hefur kaup Friðriks þá ekki verið hátt að krónutölu, en sem upp- bót á það eignaðist hann fyrir konu dóttur Jakobs og auk þess þann áhuga, er gerði hann að foringja fé- lagsmálanna í sínu héraði. Vorið 1887 boðar Friðrik til fundar að Ytra-Álandi í Þistilfirði. Á þeim fundi er ákveðið að bindast samtök- um um að byggja verzlun- arhús á Þórshöfn og lofa fundarmenn þegar fjár- framlögum til þess. Þá þeg- 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.