Samvinnan - 01.04.1981, Page 46

Samvinnan - 01.04.1981, Page 46
Svolítið FRÉTTABLAÐ um samvinnumál Fylgst með fjósinu úr stofunni Tæknin ryður rér æ meira til rúms, og brátt þurfa bændur ekki lengur að fara út í fiós til að sinna kúnum! Þeir geta setið rólegir í stofunni og fylgst með þeim — á sjónvarpsskermi. Meðfylgjandi mynd er tekin í Surnadal í Noregi og er tekin þegar verið var að koma sjónvarpsbúnaði fyrir. Þegar einhver kýrin er að því komin að bera, er hægt að beina skjánum beint að henni — og bóndinn getur á- hyggjulaus fylgst með henni úr stofunni. Finnar og íslendingar eru mestir samvinnumenn Ef mið'að er við markaðshlutdeild samvinnumanna í smá- söiuverzlun helztu Evrópulanda, kemur í ljós að Finnland er í efsta sæti með 27,8%, en á hæla þeim kemur ísland með 27%. Það er athyglisvert, að Finnar skuli ná svo góðum árangri, þegar tillit er tekið til þess að þar er samvinnu- hreyfingin klofin, og sam- vinnusamböndin tvö. SOK er með 18% verzlunarinnar, en E-hreyfingin 9,8%. Fyrr- nefnda sambandinu er stjórnað af bændum, en verkalýðshreyfingin hefur tögl og hagldir í hinu síð- arnefnda. Hm góða útkoma okkar er enn ein sönnun þess, sem lengi hefur verið vitað, að ísland er meðal almestu samvinnulanda heims. Stórmarkaður framtíðarinnar? Margir spá því, að mat- vöruverzlanir muni stór- breytast í framtíðinni, endi hafa þær breytzt jafnt og þétt á umliðnum áratugum. Hér að neðan er mynd af franskri hugmynd um stór- markað framtíðarinnar og er hann mjög frábrugðinn því sem nú tíðkast. Vörunum er raðað niður eftir allt öðru kerfi en venj- an er. Um tvær aðaldeildir er að ræða og eru í annarri matvörur, sem mjög fljót- legt og auðvelt er að elda, en hin hefur að geyma allar vörur í matarlagningu sem krefst meiri tíma. Höfundar hugmyndarinn- ar segjast byggja þessa nið- urröðun á hinum nýja lífs- stíl nútímafólks, þar sem báðir foreldrar vinni úti. Rúmhelga daga þarf að elda matinn i logandi hvelli, en um helgar og á tyllidög- um gefa báðir foreldrarnir sér tíma til að laga verulega góðan heimatilbúinn mat — og skeyta engu þótt það taki svolítinn tíma. ’ repas • repas “ familial rapide 1 M I þriðja sæti eru Svíar með 18%, Danir ífjórðasæti með 14% og Norðmenn í fimmta sæti með 11,6%. Næstar koma eftirtaldar þjóðir: Sviss 11%, Austur- ríki 8,5%, Bretland 6,7%, Vestur-Þýzkaland 3,1% og Frakkland 2,5% Eifiðar vöru- merkingar Fyrir nokkrum mánuðum kom ungur maður í Enkö- pins: í Svíþjóð til lœknis og reyndist vera með sina- skeiðabólííu í öðrum úln- liðnum. Litlu síðar kom annar maður, og það sem að honum amaði var ná- kvæmlega hið sama. Við eftirgrennslan kom í ljós, að þcir unnu báðir í sömu kjörbúðinni og höfðu báð- ir unnið við að verðmerkja vörur með níðþungri byssu. Hins vegar eru fyrir löngu komin á markað ný og lauflétt áhöld til að merkja vörur með, og ættu verzl- unarstjórar að athuga það — til þess að íþyngja ekki starfsfólki sínu að óþörfu. 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.