Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 69
65
er það, að nú komi fram á fundinum skýrslur þær um
hag og starfsemi sambandsdeilda, sem allt af er verið að
óska eptir. Síðasti aðalfundur fann það glöggt, að lítið
er hægt að vinna með sameinuðum kröptum, eða af hálfu
sambandsins, meðan ekki er unnt að fá ábyggilegt yfir-
lit yfir krapta einstaklinganna. Lagði því fundurinn sterka
áherzlu á það, að úr þessu yrði bætt, fyrir næsta fund,
og beindi þar framkvæmdum að deildum og forstjóra
sambandsins (sbr. 13. og 23. mál, f. á.). Ætti því að
mega vænta góðs árangurs.
Ábyggilegar skýrslur um hag fjelaganna og starfsemi,
hljóta að auka lánstraust þeirra (þar sem allt fer með
felldu), eins og optlega hefir verið bennt á áður í tíma-
ritinu. Ef skýrslurnar enn fremur bera það með sjer, að
þær hafa verið rækilega athugaðar af sameiginlegum, ó-
háðum emfurskoðendum, og sambandsfundur hefir engar
athugasemdir við þœr gert, hlýtur það að auka trúleik
þeirra í augum lánveitenda. Pað fjelag, sem þessu hefir
til að dreifa, stendur eðlilega betur að vígi með lántöku
en hitt fjelagið, sem lánveitandi veit lítið annað um en
það, að það nefnir sig einhverju fjelagsnafni, en sýnir
lítil önnur skilríki.
/ öðru lagi getur fundurinn haft áhrif á fjárhagsástand
fjelaganna, í framtíðinni, með því, að hvetja þau alvarlega
til þess, að safna sjer veltufje og varasjóðseignum, eptir
jöstum reglum. Þetta atriði gæti fundurinn enda undir-
búið, sem skilyrði fyrir hluttöku fjelaganna í sambandinu.
í bandalögum erlendra samvinnufjelaga, t. d. kaupfje-
lagasambandsins danska, er hver deild eigi að eins skyld
til þess að ábyrgjast, að tilteknum hluta, sameiginleg fjár-
mál sambandsins, heldur verður hún einnig að leggja
árlega fram nokkura fjárhæð í sameiginlegan varasjóð
Það væri síður en svo hart ákvæði, þó deildum íslenzka
sambandsins væri gert það að skyldu; að safna sjálfum
sjer veltufje og varasjóði, ef mönnum er alvara með það,
að telja sambandið nauðsynlegt fyrir framtíðina.