Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 5

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 5
SVEINN EINARSSON: William Shakespeare William Shakespeare in Stratford upon Avon in the County of Warwick, gentleman, átti fjögurra alda afmæli í fyrra. Það er að vísu nokkuð í óvissu hver sjálfur afmælisdagurinn var, en trúlega var hann 23. eða 22. apríl. Kannski skiptir það heldur ekki höfuðmáli, hver afmælisdagurinn var, fráleitt að binda sig við tölur, þegar minnast skal eins þeirra fáu manna, sem hafa gert aldareikn- ing okkar að smámunasemi. Annars er fleira í ævi Williams Shakespeares en fæðingardagurinn einn, sem menn hafa óglöggar heimildir um. En skírður var hann í þorpskirkjunni 26. apríl 1564. Faðir hans, John, þótti vel stæður, stundaði bæði iðnrekstur og búskap og gegndi opinberum störfum. Móðirin hét Mary og Arden áður en hún giftist. Bæði voru þau hjón kaþólsk, sem þá var farið að teljast til undantekninga, og í þeirri trú var sonurinn, William, alinn upp. Hann var þriðja bam þeirra og elzti sonur. Af æsku hans fara fáar sögur, en í bænum var latínuskóli, og í hann mun Shakespeare hafa gengið, a. m. k. nokkur ár. En kunn eru orð skálds- ins og vinarins Bens Johnsons: hann sagði Shakespeare kunna little latin og less greek, lítið í latínu og minna í grísku. Næst rekumst við á nafn hans ritað 27. nóvember 1582. Þá eru gefin saman William Shakespeare og Ann Hathaway. Brúðguminn er átján ára, brúðurin 26 ára. Firnm mánuðum síðar fæðist þeim dóttir, sem skírð er Susanna, og eftir tvö ár í hjónabandi koma tvíburar, Judith og Hamnet. Þeir ófáu, sem dundað hafa við að setja saman ævisögu Shakespeares, styðjast einkum við ferns konar heimildir: Opinber skjöl eins og þau, sem við höfum þegar kynnzt og segja frá skírn hans og giftingu; í öðru lagi það, sem samtímamenn hans segja um hann og verk hans; mest af því er bókmenntalegs eðlis. í þriðja lagi eru verk hans sjálfs, leikritin og sonnettumar: þar er víður heimur og mikill og erfitt að fóta sig. í fjórða lagi er svokölluð söguleg erfð, heimildir, sem stundum eru munnlegar nokkra ættliði. Þannig var um gaman- sögur eða gróusögur, sem John Aubray, sem lifði á uppbyggingartímanum eða undir aldamótin 1700, safnaði og margar hverjar voru komnar frá gömlum leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.