Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 56

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 56
KRISTMUNDUR BJARNASON: Kaflar úr ævisögu Gríms Jónssonar amtmanns Biskupssveinnmn og fyrsta herbergjastúlkan. Anno 1782. Veturinn hefur verið kaldur frá Knúti. Hafís fyrir mestum parti lands og þar með fylgjandi harðviðri, stórkaföld með staðföstum frostum. Hann glennti sig upp um Urbanus, gerði spillingarblota. Lengst af vetri svignaði aldrei fyrir hús- dyrum mót sólu; gaf því óvíða til kirkna. Urðu nú rnörg skaðatilfelli og lítið um björg, gáfust þó sums staðar hvalir í ísn- um. Fjársýkin auglýsir sig enn, og mjög er krankfellt um land allt. Margir nafn- kenndir burtkallast, og almúginn etur hóflaxinn og veslast upp úr hneppu. Sólmánuður er liðinn, heyannir gengn- ar í garð. I þetta sinn er þó óvíðast mikil heyskaparönn; í sumum sveitum vart bor- inn ljár í gras, því að það er ekki til. Margur hafði vonað sér bata um lestir, en ennþá viðhelzt sama óáran til lands og sjávar, harðrétti, hungur; lifa þó sumir við stát og hofmennsku. Þetta er gömul saga, sem alltaf er jafn- ný. Ef áraskipti eru að harðindunum, hefur forsjóninni þóknazt að plaga lands- lýðinn með fjársýki og bólusótt item öðr- um plágum. Guð tyftar börnin sín. Á liðnum árum hefur sauðfjáreign landsmanna minnkað meir en um helm- ing. Uppvaxandi kynslóð man vart til góðra tíma. Raunar höfðu harðindin ekki hafizt, fyrr en um sumarmálaleyti árið 1777, sællar minningar, en síðan má líka heita óslitinn harðindakafli, — og sér ekki fyrir enda á. En forsjónin leggur líkn með þraut og má af ýmsu marka, en sumt verður ekki að fullu skilið fyrr en síðar. Er það aðeins tilviljun, að Hannes, sonur herra Finns Skálholtsbiskuns, kem- ur einmitt til landsins með biskupstign fyrrnefnt sumar? Er bað ekki ævintýri líkast, að hann skuli hafa kosið sér það erfiða hlutskiptið að staðnæmast hér úti á íslandi? Það er ekkert launungarmál, að kóngafólk álfunnar og aðrir háeðla herrar hafa falað hann til starfa, en hann hafnað. En hér er einmitt kominn sá mað- urinn, sem einna mest og bezt leitast við að telja kjark í þjóðina á þessum erfið- leikatímum og á í framtíð eftir að gera enn betur. Það er eins og bjartsýni hans vaxi, eftir því sem meir syrtir í álinn: ,.En þó ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjandi: þau góðu árin cru miklu fleiri en þau hörðu.“ Þjóð, sem á slíka menn, er ekki feig. Urn þessar mundir eiga allir erfitt, og ungir námsmenn, sem lítinn eiga frænda- styrkinn, eiga fárra kosta völ. Skálholts- sveinum verður flestum fyrir að reyna að komast að einhverju brauði, en tekj- urnar eru rýrar og erfitt ungum prestum að setja bú saman eins og árar í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.