Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 67

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 67
ANDVARI KAFLAR ÚR ÆVISÖGU GRÍMS JÓNSSONAR AMTMANNS 65 vandafólk þeirra, sem hann ritar um, enn á lífi, þegar hann skrifar minningar sínar, þótt ekki kæmu út fyrr en löngu síðar. Það er athyglisvert, að Þórði er frem- ur hlýtt til séra Bjarna þrátt fyrir vinnu- hörku, ófrelsi og rýran viðurgjörning. Var þó Bjarni einkaerfingi séra Arngríms og vellríkur maður, og hefði getað farn- azt betur við umkomulausan ungling. Þegar Þórður síðar ritar Grími vini sínum lát séra Bjarna, harmar hann það, kveðst eiga honum að þakka vísindalega menntun sína. Mun þá enn hafa kennt nokkurs sviða í því sári, er séra Jón veitti honum með vitnisburðinum forðum, en séra Bjarni hnekkti. Af því sem hér að framan hefur verið greint frá þeim feðgum er ljóst, að þeim hefur uppeldi ekki verið eins lagið og samtíð þeirra taldi. En hér eru þeir látnir sitja við sama borð, lýsing samtímamanna á þcim er líka næsta lík. Þegar daufinginn Þórður unir ekki vistinni á Melum betur en svo, að hann biður föður sinn síðar að taka sig þaðan, — hvað má þá ætla um fjörkálfinn Grím? Síðar á ævi lætur hann þess að vísu getið, að hann muni ekki til vistarinnar á Melum, og má slíkt ósennilegt kalla, og er þá næst að ætla, að hún hafi verið honum svo ógeðfelld, að hann hafi bælt þær minningar í huga sér, eða hann hefur talið rétt að geta þeirra að engu. En nú stunda þeir félagar báðir námið vel, þótt saman séu að leikum. Hér tjóar ekki að fara sínu fram, þess einn kostur að byrgja harm í barmi. Svo alkunnur alvörumaður sem séra Arngrímur þótti, mátti vel reynast því hlutverki vaxinn að kefja lífsgleði hjá svo körskum strák sem Grími, sem nú átti á bak að sjá föður sínum og heimili. Nánir vinir Gríms hafa látið þess getið, að glaðsinna hafi hann aldrei verið, eftir að hann óx úr grasi. „Snemma fór ég að hugsa um lífið með djúpri alvöru," segir hann sjálf- ur, er hann lítur um öxl, roskinn maður. Og enn er þess að geta, að Þórður Svein- björnsson þjáðist í æsku af svo megnu þunglyndi, að vissara þótti að sjá til með honum. Hann kvaldist af sjúklegri feimni og minnimáttarkennd. Mátti slíkt vera rökrétt afleiðing aga námsáranna og við- kvæmrar lundar. Hjá þeim fóstbræðrum báðum kennir sviða í gömlum sárum, er þeir eru á legg komnir og báðir leita svíunar samkvæmt upplagi. Ymsum kann að virðast, að hér sé kveðinn upp of harður dómur um þá Melafeðga, en svo er ekki, sök þeirra helzt sú, að þeir voru of trúir hugsjón- um samtíðar sinnar, fylgja út í æsar kennisetningum aldarinnar, er farsælast- ar þóttu til stundlegs og eilífs velfarn- aðar. Séra Arngrími hefur verið ljóst af afspurn, að hann mundi þurfa allra sinna muna með til að beygja svo baldinn strák sem Grím til hlýðni. í trausti á stjórn- semi þeirra feðga, fá þeir enn að vera saman að leikum, þótt slíkt mætti fá- sinnu kalla, þegar höfð er í huga reynsla undanfarinna ára. Þess skal að lokum getið, að harka séra Bjarna þótti koma fram á syni hans, Arngrími, síðast presti á Brjánslæk, sem varð andlega vanheill maður, og kemur hann nokkuð við sögu síðar. Þar sem stríð snjófjúk tilfalla. Af ástæðum, sem nú eru ekki að fullu kunnar, var Grímur aðeins einn vetur við nám hjá séra Arngrími Jónssyni. Sjálfsagt hefur honum ekki fallið vistin, en hitt mun líka víst, að móðir hans hef- ur naumast haft fjárhagslegt bolmagn til að láta útskrifa hann úr heimaskóla. Enn er þess að geta, að séra Arngrím- ur missti konu sína haustið 1799 og flutt- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.