Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 84

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 84
82 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVARl ina af undirokuðum meðbræðrum. f því efni skeytti hann ekki urn þá bjargföstu trú foreldranna, að guðleg forsjón vissi, hvað syndugum mönnum væri fyrir beztu. Aðeins 19 ára gamall ákvað hann að leita lífshamingjunnar einn og óstuddur. Fyrsta ástin leiddi hinn viðkvæma ungling um langan sjóveg að ókunnri strönd. í Kaliforníu komst hann brátt að raun um, að margar torfærur eru á leiðinni til lífshamingjunnar. Hann kynntist harðri lífsbaráttu í sárustu fátækt, en taldi sér þó persónulegan sigur í þeirri baráttu einskis virði, meðan aðrir byggju við óbreytt eymdarkjör. Flann lét sig dreyma um þúsund ára ríkiÖ, þar sem sérhver fær að lifa eftir beztu og göfugustu til- finningum hjarta síns og hinn fátæki get- ur notiÖ hæfileika sinna til fulls í stað þess að eyða beztu árum ævi sinnar í brauð- strit. „Stundum fyrirverð ég mig fyrir hina miskunnarlausu baráttu, sem fer fram í okkar ,siðaða‘ þjóðfélagi", skrif- aði hann. Meðan Henry George var enn á mót- unarskeiÖi á ritvellinum, hneigðust hæfi- leikar hans um tíma til skáldsagnagerðar. En atvikin réðu því, að hann kaus aðra leið til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Ævistarf hans bar öðrum þræði svip- mót af erli og ferli blaðamannsins, fyrst við setjaravélina og síðan við skrifborð ritstjórans, erfiðismaðurinn, sem barðist fyrir brýnustu nauðsynjum, og ritstjór- inn, sem móta vildi almenningsálitið, neyddist ætíð til að taka afstöðu til knýj- andi vandamála hins daglega lífs. Henry George gat þó aldrei látið sér nægja neinar skottulækningar á meinsemdum þjóðlífsins, hann krafðist frambúðar- lausnar. Henry George var 25 ára, þegar hann tók fyrst beina afstöðu til þjóÖmála. Var það á fundi í Sakramentó, þar sem rætt var um verndartolla, sem áttu fylgi að fagna í Kaliforníu. Frummælandi lýsti kostum tollverndar, en bað frjálsa verzl- un aldrei þrifast. Fram til þessa hafði Henry George fylgt repúblikönum að öllum málum. Nú brá hins vegar svo við — að hans eigin sögn — að því lengur sem hann heyrÖi boðskap manns- ins, því ráðnari var hann í að hafa hann að engu. Reis hann upp og lýsti fylgi sínu við frjálsa verzlun; taldi verndar- tolla ala á tortryggni með þjóðum, svo að hafa þyrfti landher og flota til þess að varÖveita heimsfriðinn. Frjáls verzlun mundi á hinn bóginn stuöla að bræðra- lagi nreð öllum mönnum og þjóðum. Ætíð síÖan var hann talsmaður frjálsrar verzlunar, þótt sú skoðun yrði aldrei þungamiðja í kenningum hans. f ritum sínum tók hann gjarnan dæmi frá Kali- forníu, en orðið heimsborgari var síðar notaÖ um hann af andstæðingum í niðr- unarskyni. Þegar Henry George starfaði við Daily Times, tók hann mjög að íhuga það djúp, sem staðfest var milli snauðra og ríkra. Það djúp virtist erfitt að brúa, þrátt fyrir vöxt þjóðarauðsins. Fljótlega tók hann að líta járnbrautina skjálgu auga. Þegar hann kom vestur til Kali- forníu, eftir að hafa kynnzt einokunar- aðstöðu fréttastofu og ritsímafélags, lýsti hann þeirri sannfæringu sinni (í Report- er), að járnbrautin yrði vandamál fylkis- ins. Hugmyndir hans svifu enn í lausu lofti. Þá gerðist atvik, sem opnaði augu hans. Skammt frá Oakland, nágranna- borg San Fransiskó, var hann á reiðtúr sér til hvíldar og hressingar úti í guðs- grænni náttúrunni. Sem hann leit yfir ægifegurð hins ósnortna lands og sá bú- fé á beit í órafjarlægÖ, mætti hann ókunnum manni. Til þess að brjóta upp á einhverju umræðuefni, spurði Henry George, hvað svona land mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.