Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 11

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 11
ANDVARI WILLIAM SHAKESPEARE 9 að Merkútíó föllnum. Úr því verður ekkert heilt, útlegð Rómeós tærir þau hvort í sínti lagi. Þarna verða hvörf í leiknum, hinn tragíski tónn nær yfirhöndinni. Líkri tækni beitir Shakespeare víðar í leikjum sínum, yfir þau atriði, sem búa yfir hvað mestum fögnuði, steypast þau, sem bera í sér ógæfuna. Þannig skiptast á skin og skúrir, sem dýpka leikinn og auðga, og þetta eru einkenni á verkum Shakespeares; leikskáldin á meginlandinu höfðu fram að þessu hreinræktað harmleikinn annars vegar, gleðileikinn hins vegar, og voru það áhrif frá Grikkj- um. En hjá Shakespeare er gaman og alvara, „Rómeó og Júlía“ ólgar af litríkri glaðværð og safamikilli kímni, sem gerir sjálfa ástarsöguna enn átakanlegri. „Hamlet" býr yfir hnyttnu andríki, sem ólmgsandi hefði verið í munni tragísku hetjanna hjá Marlowe. Og í beztu gleðileikjum skáldsins, eins og „Þrettánda- kvöldi“, er tregablandinn undirtónn. Hámarki nær þetta tvísæi skáldsins í „Lear konungi“ í atriðinu fræga á heiðinni, þegar það teflir fram fíflinu og vísuin öld- ungnum á mörkum vits síns. Llæst rís leikurinn um Rómeó og Júlíu í upphafinni ljóðrænu ástamálsins. Um líkt leyti semur Shakespeare annan ljóðrænan leik, „Draum á Jónsmessu- nótt“, sem reyndar felur ekki í sér þunga harmsins né heldur loga ástríðunnar, en býr annars yfir sama kliðmjúka, gáskafulla skáldskapnum, glitrófi draumsins og ævintýrsins. Ævintýri er líka leikurinn í „Kaupmanninum í Feneyjum", sem verður til ári síðar eða svo, ævintýri, þar sem biðlar þrír velja um skrín og eitt þeirra er lykillinn að hjarta konunnar, sem þeir girnast, Portíu. En ævintýrið er þó öðrum þræði harla mennskt. Marlowe hafði í „The Jew of Malta“ lýst gyðingi, sem var okurkarl, og þykir sú lýsing nokkuð einlit þótt þróttmikil sé. 1 „Kaupmanninum í Feneyjum“ er önnur aðalpersónan einnig gyðingur, sem fæst við sömu iðju; Shylock heitir hann. En ekki er sú lýsing einlitari eða ein- hæfari en svo, og er til marks um það, að þegar ofsóknir voru á hendur gyðing- um á okkar öld, var þetta leikrit víða tekið til sýningar og túlkunar er málstað hvors um sig átti að vera til framdráttar. Portía er þokkafull í framkomu, siðfáguð, orðheppin og ráðsnör, ef því er að skipta, og sarna máli gegnir um stöllu hennar Beatrice í leikritinu „Mikið umstang út af engu“, sem virðist hafa orðið til 1597 eða þar um bil. Báðar sam- eina þær kvenlegan þokka og kvenlegan þroska, og Beatrice er einmitt mikið í mun að sýna, að hún sé ekki eltirbátur karla að andlegu atgervi. En allt með lágun og þokka. Fágun og þokki er hins vegar líklega það sem sízt á við til að lýsa Sir John Falstaff, höfuðpaurnum í leikjunum um Hinrik fjórða, sem Shakespeare fæst við að skrifa svotil samtímis. Þessi yfirgengilegi herra, sem er svo umfangsmikill á velli, að hann hefur ekki séð tær sínar áratugum saman,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.