Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 10

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 10
8 SVHINN EINARSSON ANDVARI þcirra er sá um Ríkarð þriðja — það var á sinn hátt ekki illa heppnuð tilraun að skrifa harmleik. Sarna máli gegnir urn „Titus Andronicus", en efnið í þann leik er sótt í sögu Rómverja. í þessurn leikjum eru þó grimmilegri blóðsúthellingar en Shakespeare tamdi sér síðar, er hann hafði náð meira valdi og þroska í efnis- tökum sínum, þó að samtímamenn hans sumir spöruðu lítt að grípa til slíkra bragða, sern okkur er títt að kenna við melodramatík. Hér höfuin við nú þegar tvo höfuðflokka, sem Shakespeare sækir til efni í leiki sína, Englandssöguna, sem hann íjallaði reyndar ekki um í sömu tímaröð og kóngunum hafði þóknazt að ríkja, og svo sögu Grikkja og einkum Rómverja, en þar studdist hann einkum við Ævisögur Plútarks. Þriðji efnisflokkurinn lætur einnig að sér kveða í þess- um æskuverkum, en það er snrásagnaefni frá endurreisnartímanum, sérstaklega á Ítalíu. Þaðan er söguefnið í ganranleikjunum „Aðalsmennirnir tveir í Verónu“ og „Skassið tamið“, en í „Comedy or Errors“, Misskilningnum, er efnið komið allar götur frá Plautusi úr leikriti hans „Menaechmi", og sennilega komið við hjá Commedia dell’arte leikflokknum á Ítalíu. Og á Ítaiíu um árið 1500 gerist „Rómeó og Júlía“, fyrsti mikli harmleikur Shakespeares. Hugmynd skáldsins um hið tragíska er hér enn ekki fullmótuð, þó að ákefð elskendanna valdi miklu um framvindu leiksins, eru þau þó sem hrein jafnt fyrir dauða sinn og eftir, en skuldin fellur fyrst og fremst á hið ytra umhverfi og svo atvik, sem kalla rnætti tragískar tilviljanir. Söguhetjurnar hera ekki örlögin í sjálfum sér, ef svo rná að orði komast, eins og síðar var í harmleikjunum. En þó birtast hér strax mörg einkenni sem fylgja stíl og tækni höfundar. Fræg er byrjunin, þegar þjónar ættanna tveggja Kapúlett og Montag lenda í hári saman, á heldur skoplegan hátt reyndar, það kynnir áhorfendum þegar bæjarbraginn og vekur ugg um, að blóðugri geti þessi bylta orðið síðar, sem og fram kemur. Síðan fylgir kyrrlátara atriði, þar sem annarri söguhetj- unni er lýst og vakin lorvitni áhorfandans, en söguhetjan birtist ekki fyrr en nokkru síðar. Þannig byrjar Sliakespeare iðulega leiki sína: í fyrsta atriðinu vekur hann áhorfandann þegar og krefst allrar athygli hans, sem hliðstæðu má nefna, þegar vofan birtist í upphafi „Hamlets" eða nornagaldurinn í upphafi „Macbeths". Annað einkenni í byggingu leiksins má nefna. Eftir að þau hafa hitzt á dansleiknum, Rómeó og Júlía, verður ekki aftur snúið, þar hefur við fyrstu sýn tendrazt ást, sem engin takmörk þekkir. Þau eru ekki í rónni fyrr en þau hafa tjáð hvort öðru ást sína, það gerist í svalaatriðinu fræga; síðan er þeim mest i mun að vígjast, og með aðstoð fóstru Júlíu og Lárenzar rnunks, vinar Rómeós, verður það í lok annars þáttar, en strax ofan í hjónavígsluna verðum við vitni að einvígi þeirra Merkútíós vinar Rómeós og Tíbalts frænda og hefndar Rórneós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.