Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 10

Andvari - 01.06.1965, Side 10
8 SVHINN EINARSSON ANDVARI þcirra er sá um Ríkarð þriðja — það var á sinn hátt ekki illa heppnuð tilraun að skrifa harmleik. Sarna máli gegnir urn „Titus Andronicus", en efnið í þann leik er sótt í sögu Rómverja. í þessurn leikjum eru þó grimmilegri blóðsúthellingar en Shakespeare tamdi sér síðar, er hann hafði náð meira valdi og þroska í efnis- tökum sínum, þó að samtímamenn hans sumir spöruðu lítt að grípa til slíkra bragða, sern okkur er títt að kenna við melodramatík. Hér höfuin við nú þegar tvo höfuðflokka, sem Shakespeare sækir til efni í leiki sína, Englandssöguna, sem hann íjallaði reyndar ekki um í sömu tímaröð og kóngunum hafði þóknazt að ríkja, og svo sögu Grikkja og einkum Rómverja, en þar studdist hann einkum við Ævisögur Plútarks. Þriðji efnisflokkurinn lætur einnig að sér kveða í þess- um æskuverkum, en það er snrásagnaefni frá endurreisnartímanum, sérstaklega á Ítalíu. Þaðan er söguefnið í ganranleikjunum „Aðalsmennirnir tveir í Verónu“ og „Skassið tamið“, en í „Comedy or Errors“, Misskilningnum, er efnið komið allar götur frá Plautusi úr leikriti hans „Menaechmi", og sennilega komið við hjá Commedia dell’arte leikflokknum á Ítalíu. Og á Ítaiíu um árið 1500 gerist „Rómeó og Júlía“, fyrsti mikli harmleikur Shakespeares. Hugmynd skáldsins um hið tragíska er hér enn ekki fullmótuð, þó að ákefð elskendanna valdi miklu um framvindu leiksins, eru þau þó sem hrein jafnt fyrir dauða sinn og eftir, en skuldin fellur fyrst og fremst á hið ytra umhverfi og svo atvik, sem kalla rnætti tragískar tilviljanir. Söguhetjurnar hera ekki örlögin í sjálfum sér, ef svo rná að orði komast, eins og síðar var í harmleikjunum. En þó birtast hér strax mörg einkenni sem fylgja stíl og tækni höfundar. Fræg er byrjunin, þegar þjónar ættanna tveggja Kapúlett og Montag lenda í hári saman, á heldur skoplegan hátt reyndar, það kynnir áhorfendum þegar bæjarbraginn og vekur ugg um, að blóðugri geti þessi bylta orðið síðar, sem og fram kemur. Síðan fylgir kyrrlátara atriði, þar sem annarri söguhetj- unni er lýst og vakin lorvitni áhorfandans, en söguhetjan birtist ekki fyrr en nokkru síðar. Þannig byrjar Sliakespeare iðulega leiki sína: í fyrsta atriðinu vekur hann áhorfandann þegar og krefst allrar athygli hans, sem hliðstæðu má nefna, þegar vofan birtist í upphafi „Hamlets" eða nornagaldurinn í upphafi „Macbeths". Annað einkenni í byggingu leiksins má nefna. Eftir að þau hafa hitzt á dansleiknum, Rómeó og Júlía, verður ekki aftur snúið, þar hefur við fyrstu sýn tendrazt ást, sem engin takmörk þekkir. Þau eru ekki í rónni fyrr en þau hafa tjáð hvort öðru ást sína, það gerist í svalaatriðinu fræga; síðan er þeim mest i mun að vígjast, og með aðstoð fóstru Júlíu og Lárenzar rnunks, vinar Rómeós, verður það í lok annars þáttar, en strax ofan í hjónavígsluna verðum við vitni að einvígi þeirra Merkútíós vinar Rómeós og Tíbalts frænda og hefndar Rórneós

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.