Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1965, Page 56

Andvari - 01.06.1965, Page 56
KRISTMUNDUR BJARNASON: Kaflar úr ævisögu Gríms Jónssonar amtmanns Biskupssveinnmn og fyrsta herbergjastúlkan. Anno 1782. Veturinn hefur verið kaldur frá Knúti. Hafís fyrir mestum parti lands og þar með fylgjandi harðviðri, stórkaföld með staðföstum frostum. Hann glennti sig upp um Urbanus, gerði spillingarblota. Lengst af vetri svignaði aldrei fyrir hús- dyrum mót sólu; gaf því óvíða til kirkna. Urðu nú rnörg skaðatilfelli og lítið um björg, gáfust þó sums staðar hvalir í ísn- um. Fjársýkin auglýsir sig enn, og mjög er krankfellt um land allt. Margir nafn- kenndir burtkallast, og almúginn etur hóflaxinn og veslast upp úr hneppu. Sólmánuður er liðinn, heyannir gengn- ar í garð. I þetta sinn er þó óvíðast mikil heyskaparönn; í sumum sveitum vart bor- inn ljár í gras, því að það er ekki til. Margur hafði vonað sér bata um lestir, en ennþá viðhelzt sama óáran til lands og sjávar, harðrétti, hungur; lifa þó sumir við stát og hofmennsku. Þetta er gömul saga, sem alltaf er jafn- ný. Ef áraskipti eru að harðindunum, hefur forsjóninni þóknazt að plaga lands- lýðinn með fjársýki og bólusótt item öðr- um plágum. Guð tyftar börnin sín. Á liðnum árum hefur sauðfjáreign landsmanna minnkað meir en um helm- ing. Uppvaxandi kynslóð man vart til góðra tíma. Raunar höfðu harðindin ekki hafizt, fyrr en um sumarmálaleyti árið 1777, sællar minningar, en síðan má líka heita óslitinn harðindakafli, — og sér ekki fyrir enda á. En forsjónin leggur líkn með þraut og má af ýmsu marka, en sumt verður ekki að fullu skilið fyrr en síðar. Er það aðeins tilviljun, að Hannes, sonur herra Finns Skálholtsbiskuns, kem- ur einmitt til landsins með biskupstign fyrrnefnt sumar? Er bað ekki ævintýri líkast, að hann skuli hafa kosið sér það erfiða hlutskiptið að staðnæmast hér úti á íslandi? Það er ekkert launungarmál, að kóngafólk álfunnar og aðrir háeðla herrar hafa falað hann til starfa, en hann hafnað. En hér er einmitt kominn sá mað- urinn, sem einna mest og bezt leitast við að telja kjark í þjóðina á þessum erfið- leikatímum og á í framtíð eftir að gera enn betur. Það er eins og bjartsýni hans vaxi, eftir því sem meir syrtir í álinn: ,.En þó ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjandi: þau góðu árin cru miklu fleiri en þau hörðu.“ Þjóð, sem á slíka menn, er ekki feig. Urn þessar mundir eiga allir erfitt, og ungir námsmenn, sem lítinn eiga frænda- styrkinn, eiga fárra kosta völ. Skálholts- sveinum verður flestum fyrir að reyna að komast að einhverju brauði, en tekj- urnar eru rýrar og erfitt ungum prestum að setja bú saman eins og árar í landi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.