Fréttablaðið - 02.09.2009, Side 2

Fréttablaðið - 02.09.2009, Side 2
2 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL „Ef hlýnun lofts- lags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynj- ólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar félags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vax- andi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt lág- lendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrar- fóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthög- um. „Tiltölulega lítið af sauð- fé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um land- nám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hekt- ara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlis- mörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólf- ur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og ber- ist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegund- anna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftár- brúarinnar séu til dæmis all margir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynj- ólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneig- ingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Skógar munu þekja allt láglendi Íslands Allt láglendi Íslands mun verða undirlagt af sjálfsprottnum skógi vegna minni sauðfjárbeitar og hlýnandi loftslags. Þegar kominn fimm þúsund hektara birki- skógur á Skeiðarársandi, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. SJÁLFSPROTTIN TRÉ Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálf- sánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRYNJÓLFUR JÓNSSON MALASÍA, AP Alain Robert, sem hefur verið uppnefndur Köngu- lóarmaðurinn, var handtekinn í Malasíu í gær eftur að hann hafði klifrað upp annan tvíbura- turnanna í höfuðborginni Kúala Lúmpúr. Robert læddist framhjá öryggisvörðum við Petronas- turnana og náði að komast upp á topp byggingarinnar. Hann hefur áður reynt að klífa bygg- ingarnar, sem eru 88 hæða, en í bæði skiptin verið stöðvaður og handtekinn í kringum sextug- ustu hæð. Hann gæti nú átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi og 850 dollara sekt vegna málsins. - þeb Klifrarinn Alain Robert: Á topp hæsta húss Malasíu PETRONAS-TURNARNIR Alain Robert reyndi síðast að klífur turnana árið 2007. NORDICPHOTOS/AFP Bjarni, er allt að verða band-ý-vitlaust? „Já, það eru sífellt fleiri sem láta kylfu ráða kasti.“ Bandýíþróttin hefur sótt í sig veðrið á Íslandi. Bjarni Rafn Gunnarsson leikur bandý með Bandýmannafélaginu Viktori. AFGANISTAN, AP Alþjóðlegt uppbyggingarstarf í Afganistan hefur að mörgu leyti verið unnið fyrir gýg árum saman vegna þess að samhæfingu hefur skort. Þetta segir Kai Eide, yfirmaður Sameinuðu þjóð- anna í Afganistan, sem heldur því fram að ríkin sem standa að uppbyggingarstarfi í Afganistan verði að átta sig á því að samhæfa verði starfið og setja þeim heildstæð markmið. „Smáskammtaaðferðirnar munu skila ekki árangri,“ sagði Eide. „Nú er komið nóg af slíkum aðferðum.“ Eide útlistaði ekki nánar hvað hann ætti við, en uppbyggingarstarfið í Afganistan hefur oft verið gagnrýnt fyrir að áherslan sé á smærri verkefni sem auðvelt er að framkvæma en skila kannski litl- um árangri fyrir landið í heild. Stærri verkefni á borð við endurnýjun og uppbyggingu vegakerfisins hafi mætt afgangi. Í dag koma háttsettir embættismenn frá 27 lönd- um saman í París til að ræða uppbyggingarstarfið í Afganistan, sem nú hefur staðið yfir í nærri átta ár. Búist er við að fundurinn verði til þess að afgönsk stjórnvöld taki á sig meiri ábyrgð. Ástandið í Afganistan hefur versnað töluvert. Ofbeldi hefur sjaldan verið meira og nýafstaðnar forsetakosningar gætu orðið uppspretta nýrra átaka vegna óvissu um úrslitin og ásakana um kosninga- svindl. - gb Yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan segir uppbyggingarstarf á villigötum: Fjöldi ára hefur farið í súginn KAI EIDE Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan segir nóg komið af smáskammtaaðferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL Borgarstjórn Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks um að efna til hug- myndaþings í Reykjavík á haustmánuð- um. Á hugmynda- þingi hafa borgarbúar tækifæri til að skiptast á skoðunum um málefni borgarinnar og koma fram með hugmyndir um tækifæri eða úrbætur á sviði atvinnu-, umhverfis-, mennta- eða skipu- lagsmála. Hugmyndaþing verður framkvæmt í samstarfi við íbúa, háskóla og félaga- og hagsmunasamtök. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir að þingið sé mikilvægur vettvangur til að koma á framfæri góðum hug- myndum sem borgarbúar og borgaryfirvöld geti unnið úr í sameiningu. - shá Hugmyndaþing í Reykjavík: Hugmyndavett- vangur borgara VINNUMARKAÐUR Öllum starfs- mönnum Alþjóðahúss, fjórtán tals- ins, hefur verið sagt upp störfum frá og með áramótum. Ástæðan er tafir á afgreiðslu þjónustu- samnings Reykjavíkurborgar við Alþjóðahúsið fyrir næsta ár. Full- trúar Alþjóðahúss og Reykjavíkur- borgar benda hvor á annan þegar spurt er um ástæður tafanna. Anna Kristinsdóttir, mannrétt- indastjóri borgarinnar, en mann- réttindaráðið sér um samningsgerð- ina, sagði í fréttum RÚV í gær að ástæðan væri sú að Alþjóðahús ætti eftir að skila ársreikningum. Katla Þorsteinsdóttir, stjórnar- formaður Alþjóðahúss, segir hins vegar að öllum reikningum sem máli skipta hafi verið skilað í vor. Nú sé hins vegar verið að kalla eftir ársreikningi sjálfseignarstofnunar- innar sem á Alþjóðahús, en kemur ekki nálægt rekstrinum. Það sé smámunasemi þótt í samningum segi að honum skuli skilað. Katla gagnrýnir jafnframt að framlag borgarinnar þetta árið, sem hefur verið þrjátíu milljónir á ári, hafi án samráðs við Alþjóðahús verið lækkað í tuttugu milljónir, og það á miðju starfsári þegar áætl- anir höfðu gert ráð fyrir meira fé. Enn fremur hafi fimm milljónir af þessum tuttugu átt að berast í gær, en það ekki gengið eftir vegna áður- nefndrar deilu. Störf þessara fjórtán starfs- manna og um 300 verktaka þar til viðbótar eru nú í uppnámi þar til greitt verður úr deilunni. - sh Ásakanir um slóðaskap ganga á víxl á milli Alþjóðahúss og Reykjavíkurborgar: Öllum sagt upp í Alþjóðahúsi ALÞJÓÐAHÚS Í Alþjóðahúsi er rekin ýmis þjónusta fyrir útlendinga, og upp á síðkastið hefur þeim verið veitt mikil aðstoð við að flytja úr landi frá eignum og skuldum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 1.800 í Papey Ríflega 1.800 manns hafa farið út í Papey í sumar með Papeyjarferðum. Það er um fimmtán prósenta aukn- ing frá eldra farþegameti. Forsvars- menn Papeyjarferða eru ánægðir með sumarið eins og fleiri á Djúpa- vogi, að því er segir á fréttavefnum djupivogur.is. SAMGÖNGUR Vetraropnun á Ylströndinni Afgreiðslutími á Ylströndinni í Naut- hólsvík fyrir veturinn tekur gildi í dag. Opið verður á mánudögum klukkan 17-19, á miðvikudögum 11-13 og 17- 19 og á föstudögum klukkan 11-13. Áfram verður frítt í búningsaðstöðu, sturtur og heitan pott. ÚTIVIST Ríkislögreglustjóri hefur farið fram á að gerðar verði viðbragðsáætl- anir í skólum landsins. Á Akranesi hefur til dæmis verið farið yfir reglur um viðbrögð og aðgerðir vegna undirmönnunar í leikskólum, sem skapast í veikindum eða öðrum fjarvistum starfsmanna í leikskólum bæjarins. SKÓLAR Áætlun vegna undirmönnunar VIÐSKIPTI Eik fasteignafélag hf. tapaði tæpum 334 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Tap félagsins allt árið í fyrra nam 31,6 milljónum. Í tilkynningu um upp- gjörið segir að velta Eik hafi verið 903 milljónir króna, sem er tólf prósenta aukning frá fyrra ári. Heildareignir félagsins voru að andvirði 20,4 milljarðar króna og handbært fé frá rekstri var 193 milljónir króna. Í tilkynningunni segir enn frem- ur að ekki hafi tekist að semja um endurfjármögnun lána sem voru á gjalddaga í júní að fjárhæð 537 milljónir króna en viðræður standa yfir. Fasteignafélagið Eik: Tapið nemur 334 milljónum EFNAHAGSMÁL Fimmti hver ein- staklingur hefur þurft á sérstök- um úrræðum að halda til að geta staðið skil á greiðslu lána. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júlí. Svo virðist sem jafn- hátt hlutfall tekjuhæsta hópsins og þess tekjulægsta sé í vanda. Af þeim sem telja sig í vand- ræðum hafa sjötíu prósent sótt um eða nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Þeim mun menntaðra sem fólk er, því líklegra er að það sæki sér aðstoðina sem í boði er. Einungis 37 prósent þeirra sem hafa nýtt sér úrræð- in telja þau leysa málin nægjan- lega vel. - sh Skoðanakönnun ASÍ: 19 prósent þurft sérstök úrræði HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Fimm menn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa verið gripnir við innbrot í fyrrinótt. Einn hafði brotist inn í fyrirtæki við Gjáhellu í Hafn- arfirði og fannst í hnipri undir fjórhjóli. Fjórir brutust inn í söluturn í Árbæjarhverfi og stálu talsverðu af tóbaki. Lögregla stöðvaði þá á bíl skömmu síðar og var þýfið í bílnum. Þeir verða yfirheyrð- ir með aðstoð túlks. Einn komst undan eftir innbrot í íbúð við Kleppsveg, þaðan sem hann stal einhverjum verðmætum. Innbrot í höfuðborginni: Þjófur faldi sig undir fjórhjóli SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.