Fréttablaðið - 02.09.2009, Page 4

Fréttablaðið - 02.09.2009, Page 4
4 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR Í frétt í blaði gærdagsins segir að móðir hafi krafist skaðabóta af dæmdum nauðgara, Jóni Péturssyni, fyrir hönd ólögráða sonar síns, vegna þess áfalls sem sonurinn varð fyrir þegar hann horfði upp á ofbeldið gegn móður sinni. Hið rétta er að drengurinn sá Jón beita húshjálp ofbeldi á heimili hans, en húshjálpin var fyrrverandi sambýliskona Jóns. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31 27 25 18 19 24 22 18 18 25 19 32 26 32 17 19 20 20 Á MORGUN Hæg breytileg átt um allt land. FÖSTUDAGUR Hæg suðlæg eða breytileg átt. 12 10 9 7 6 7 8 10 5 11 3 5 8 5 5 3 4 6 3 4 10 3 12 9 8 7 8 8 11 9 10 10 MILT OG HÆGT Veðurfar næstu daga einkennist af mildu hægviðri. Í dag rignir aðeins sunnan og vestan- lands en léttir heldur til í öðrum landshlutum. Hiti verður svipaður og undanfarið en það hlýnar heldur er helgin nálgast. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður SAMKEPPNISMÁL Framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi hefur sent Viðskiptaráði, samtökum í atvinnulífinu og alþingismönnum bréf þar sem hann sakar keppinaut sinn, Aalborg Port- land á Íslandi, um að hafa stundað undirboð á bygg- ingamarkaði allt frá árinu 2000. Í bréfi sínu segir Gunnar H. Sigurðsson að Sem- entsverksmiðjan geri enga athugasemd við þátttöku Aalborg Portland á íslenskum samkeppnismarkaði „svo fremi sem fyrirtækið virði heiðarlega viðskipta- hætti“. Svo sé hins vegar ekki raunin. Í tölum sem Gunnar birtir máli sínu til stuðnings kemur fram að sementsverð til Íslands var aðeins um helmingur verðsins í Danmörku og hefur lækkað um níu prósent frá árinu 2000. „Á sama tímabili hækk- aði sementsverð Aalborg Portland um 33 prósent sem er í samræmi við almenna verðlagsþróun á mörkuð- um ytra og vegna umframeftirspurnar á sementi“, segir í bréfinu. „Ekki verður annað séð en að Aalborg Portland hafi stundað stöðug undirboð allt frá þeim tíma er fyrirtækið kom á ný inn á markaðinn á Íslandi. Það eru vinnubrögð sem Sementsverksmiðj- an á erfitt með að sætta sig við og áskilur sér rétt til að skoða frekar,“ segir Gunnar. - shá Framkvæmdastjóri segir keppinaut hafa sniðgengið samkeppnislög: Stunduðu undirboð á sementi SEMENTSVERKSMIÐJAN Fullyrt er að innflytjandi hafi stundað undirboð frá 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/H.KR. SJÁVARÚTVEGUR Framkvæmdum við nýja fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel, að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar verksmiðjustjóra. Lokið var við að steypa verksmiðjugólfið á laug- ardaginn var og í gær var lokið við að flytja stálgrindur í sjálft verksmiðjuhúsið. Sveinbjörn segir að ekki muni taka langan tíma að reisa grind- urnar en svo verði farið í að klæða húsið. Allt sé á áætlun. „Samhliða því verða ýmis stór tæki, sem voru í verksmiðju Faxamjöls í Reykjavík, flutt inn á verksmiðjugólfið,“ segir Svein- björn. - kh HB Grandi á Vopnafirði: Ný fiskimjöls- verksmiðja rís KÖNNUN Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave sem Alþingi samþykkti síðastliðinn föstudag. 63 pró- sent aðspurðra eru andvíg ríkis- ábyrgðinni en 24 prósent eru hlynnt. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöld. Sex af hverjum tíu kjósendum Samfylkingar eru hlynntir ábyrgðinni en tæplega helmingur kjósenda Vinstri grænna. Ríkisábyrgð vegna Icesave: Fleiri andvígir en hlynntir SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar í dag 500 skóla- pökkum fyrir börn af efnalitlum heimilum. Gjafirnar eru afrakst- ur söfnunar nokkurra kvenna sem tóku sig til og stofnuðu það sem þær kalla skólastoð. Kveikjan að þeirri söfnun var fregnir sem bárust af foreldrum sem hringdu börn sín inn veik í skólann vegna þess að þeir áttu ekki fyrir náms- gögnum. Um er að ræða vörur fyrir bæði grunnskólabörn og fólk á fram- haldsskólastigi. Pökkunum verður úthlutað í dag klukkan 15 í húsa- kynnum Fjölskylduhjálparinnar við Eskihlíð 2 til 4. - sh Fjölskylduhjálp Íslands: Skólagögnum úthlutað í dag VIÐSKIPTI Icelandic Glacial, vatnið sem framleitt er af athafnamann- inum Jóni Ólafssyni, verður brátt til sölu á áttatíu veitingastöðum á níu flugvöllum í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Icelandic Water Holdings, fyrirtæki Jóns, segir að náðst hafi samningar við veit- ingastaðakeðju um þetta. Vatnið verður meðal annars til sölu á hinum risastóru flugvöllum JFK og LaGuardia í New York og O’Hare í Chicago. „Vatnið er nú í boði á nokkrum af fjölförnustu flugvöllum Bandaríkjanna sem gríðarlegur fjöldi fólks fer um á ári hverju og við erum virkilega ánægð með þetta samstarf,“ segir Jón í tilkynningunni. - sh Jón Ólafsson enn í útrás: Íslenskt vatn á risaflugvöllum JÓN ÓLAFSSON Selur nú vatn til flug- vallargesta í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ORKUMÁL Lífeyrissjóðir eru taldir ólíklegir til að vilja eiga stóran hlut í HS Orku, komi til þess að opinber- ir aðilar taki sig saman um kaup á 55 prósenta hlut Geysis Green Energy í félaginu. Fjármálaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið munu á næstu dögum setja saman viðræðuhóp ríkisins, lífeyrissjóðanna, Grindavíkur bæjar og fleiri aðila um samstarf um eign- arhald á HS Orku. Kannaðar verða forsendur þess að ganga til samn- inga við Geysi Green Energy um kaup á meirihlutaeign þess félags. Stjórnvöld leggja áherslu á aðkomu sterkra eigenda að HS Orku svo það geti gegnt stóru hlutverki í atvinnu- uppbyggingu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talið ólíklegt að lífeyris- sjóðirnir séu tilbúnir að setja veru- lega fjármuni í eitt félag. Auk þess takmarkast fjárfestingargeta hvers lífeyrissjóðs við lög um lífeyrissjóði sem banna fjárfestingar umfram tuttugu prósent í óskráðum félög- um. Eftir hrunið var lögum breytt þannig að fjárfestingarhlutfallið var hækkað úr tíu prósentum. Ástæðan var að svo mörg félög hefðu dottið út úr kauphöllinni og fleiri óskráð félög yrðu á ferðinni sem hugsan- legur fjárfestingarkostur fyrir líf- eyrissjóðina. Vegna þessa er talið útilokað að einstakir lífeyrissjóðir nýti takmarkaða fjárfestingarheim- ild í eitt eða fá fyrirtæki. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur sagt að ríkis- sjóði verði seint beitt til kaupa á hlut GGE. Hann útilokar ekki að leitað verði til almennings með fjár- mögnun slíkra kaupa. „Það er allt of snemmt að segja nokkuð um það,“ sagði Steingrímur í gær, spurður hvað ríkið væri tilbúið að teygja sig langt í kaupum á hlut GGE í HS Orku. Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um að aðkoma ríkisins hljóti að verða í gegnum ríkisbank- ana; Íslandsbanki og Landsbanki eigi hagsmuna að gæta nú þegar vegna eignarhluta þeirra í GGE. Það sama á við um fjóra til sex líf- eyrissjóði sem eiga fjörutíu prósent í Glacier Renewable Energy Fund, sem aftur á stóran hlut í GGE. Í nýrri fimm manna stjórn GGE eru fulltrúar lífeyris sjóða, Landsbanka og Íslandsbanka auk verkfræðistof- unnar Mannvits. Hlutur GGE, sem er um 55 pró- sent, er metinn á um tuttugu millj- arða króna ef forsendur samn- ings Magma Energy og Orkuveitu Reykjavíkur er hafður til hliðsjónar. svavar@frettabladid.is Hver sjóður kaupi lítinn hlut í HS Orku Útilokað er talið að lífeyrissjóðir vilji kaupa stóran hlut í HS Orku. Bankarnir eru taldir munu gegna lykilhlutverki í kaupum opinberra aðila á meirihluta í félaginu. Hlutur GGE, sem er 55 prósent, er metinn á rúmlega tuttugu milljarða. FRÁ SVARTSENGI Óljóst er hvernig ríkið, lífeyrissjóðirnir, sveitarfélög og fleiri ætla að fjármagna kaup á meirihluta í HS Orku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SLYS Karlmaður féll af fjórðu hæð húss í Árbæjarhverfi á sjötta tím- anum í gær. Ekki fengust upplýs- ingar um líðan hans hjá lögreglu rétt áður en blaðið fór í prentun, nema að staðfest var að slysið hefði verið alvarlegt. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspít- alans og veitti lögregla sjúkra- bifreið forgang þar sem mikil umferð var. Um vinnuslys var að ræða en tildrög þess eru óljós, að sögn lög- reglu. Rannsókn stendur nú yfir. - shá Vinnuslys í Árbæjarhverfi: Mikið slasaður eftir hátt fall GENGIÐ 01.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,4831 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,76 125,36 202,49 203,47 178,47 179,47 23,974 24,114 20,719 20,841 17,471 17,573 1,3395 1,3473 194,88 196,04 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.