Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 16
16 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
UMRÆÐAN
Kjartan Broddi Bragason
skrifar um skuldir heimilanna
Ímyndum okkur að við röðum öllum heimilum landsins – um
eitthundrað þúsund að tölu – upp
í röð eftir því hve fjárhagslega
stöndug þau eru. Við hefjum leik-
inn á að raða þeirri stöndugustu
lengst til vinstri og svo koll af
kolli – sú sem situr þá lengst til hægri er fjárhags-
lega í verstum málum.
Því er haldið fram – af hluta ráðamanna – að um
tveir þriðju heimila geti ráðið við sínar skuldbind-
ingar. Það merkir að fyrstu 66.000 heimilin (talin
frá vinstri) eru í þokkalegum málum.
Ímyndum okkur núna að frá og með heimili
númer 66.000 og upp í 100.000 verði ákveðið að
afskrifa skuldir að einhverju marki. Munurinn á
fjárhagsstöðu þess heimilis sem er númer 65.999
og 66.000 og sem nær að komast inn á lista þeirra
sem fá niðurfellingu skulda er sáralítill. Hann er
reyndar svo lítill að eftir afskriftir verður heim-
ili númer 66.000 langtum betra statt en heimili
númer 65.999. Þannig er hægt að færa sig frá
hægri til vinstri og og lenda alltaf í því að sértæk
aðgerð mun mismuna heimilunum svo um munar.
Vegna þessa er mikilvægt að ráðist verði í
almenna niðurfærslu skulda heimilanna að ein-
hverju marki og sérhverri lánastofnun síðan veitt
heimild til að fara í sértækar aðgerðir að auki. Það
er alveg nægilega mikil kergja í samfélaginu til að
við förum ekki að auka á hana með stórfelldri mis-
munun á heimilum landsins. Þjóð veit þá þrír vita
segir máltækið og í okkar litla samfélagi eru það
svo sannarlega orð að sönnu.
Höfundur er hagfræðingur.
Almennar afskriftir skulda
KJARTAN BRODDI
BRAGASON
Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say (1767-1832) varð
frægur fyrir það á sínum tíma
að setja fram lögmál sem síðan
hefur verið við hann kennt og
kallað „Say-lögmálið“. Hljóðar
það svo, að atvinnuleysi sé alls
ekki til. Ef menn missi vinnu í
einni atvinnugrein hljóti þeir að
fá vinnu aftur í einhverri ann-
arri atvinnugrein. Þetta sannaði
hann með svo skörpum rökum
að margir hagfræðingar, ef ekki
velflestir, hafa látið sannfærast
æ síðan. Af þessu lögmáli leiðir
svo jafnframt að ef menn ganga
atvinnulausir sé það einungis
þeim sjálfum að kenna, þeir
nenni ekki að vinna. Þetta hef ég
margoft heyrt í kringum mig hér
á meginlandinu, ekki síst síðan
kreppan hófst: það er nóga vinnu
að fá ef menn vilja, er sagt. Og
því er oft bætt við, að vandamálið
sé að atvinnuleysisbætur séu allt
of háar, þær geri að verkum að
það borgi sig ekki að vinna, þær
auki einungis leti og ómennsku
og dragi úr sjálfsbjörgunarvið-
leitni; best væri að afnema þær
með öllu.
Góðviljaðir hagfræðingar
viður kenna reyndar, að stundum
geti litið svo út að þetta lög-
mál sé rangt, menn finni hvergi
neina vinnu, en því er svo bætt
við, að sé litið til eilítið lengri
tíma sé Say-lögmálið óbrigðult.
Og svo sé það að sjálfsögðu
útsjónarsemin sem gildi, vinn-
an sé á næstu grösum en menn
komi ekki auga á hana, kannske
af því þeir séu bundnir um of við
einhverjar þröngar hugmyndir
eða geri alltof háar kröfur. Dæmi
um slíka tregðu hafa menn séð
í Frakklandi: þegar verksmiðja
var lögð niður og flutt til Rúm-
eníu og starfsmönnum hennar
boðið að fara til óðals Drakúla
og vinna þar við nýju verksmiðj-
una upp á rúmensk laun, höfn-
uðu margir þessu ágæta boði og
vildu heldur sitja atvinnulausir
í Frakklandi. Þó var fullyrt að í
Rúmeníu gætu menn lifað ágætu
lífi á rúmenskum launum. Og
með alþjóðavæðingunni opnast
endalausir möguleikar, sagt er
að maður sem sagt er upp skurð-
læknisstarfi við sjúkrahús í París
geti auðveldlega fundið vinnu
sem pizzusendill á Hokkaído.
En mesta útsjónarsemin er
þó fólgin í því – og um það snýst
Say-lögmálið ekki síst – að
búa til atvinnu þar sem engin
atvinna hefur áður verið til, sem
sé finna rétta tækifærið til að
skapa nýja atvinnugrein. Þetta
hafa nú nokkrar konur gert í
París, reyndar samkvæmt hug-
mynd sem virðist hafa legið í
loftinu víðar: þær hafa sem sé
farið að gera út leigubíla sem
eru einungis ætlaðir konum.
Þessir fararskjótar hafa hlotið
nafnið „rósrauðu leigubílarnir“
og að sjálfsögðu eru það einung-
is konur sem þar sitja við stýri.
Samkvæmt þeirri málfarsreglu
sem er ófrávíkjanleg í Frakk-
landi, en síður á Íslandi að því
er virðist, og mælir svo fyrir að
þegar kona hefur eitthvert starf
með höndum skuli starfsheitið
jafnan vera í kvenkyni, ættu
þessar konur að vera kallaðar
„bílstýrur“ á voru máli, og er
það óneitanlega fagurt og hljóm-
mikið nafn, en alþjóðavæðingar-
innar vegna heita þær „lady
drivers“ í París. Til þess að fá
þessa stöðu þurfa konurnar að
þekkja borgina út og inn, ekki
einungis eins og venjulegir leigu-
bílstjórar gera, heldur þurfa
þær að vita um alla þá staði sem
konur hafa sérstakan áhuga á og
karlmönnum eru yfirleitt fram-
andi, svo sem kvennaverslanir,
snyrtistofur, hárgreiðslustofur
og slíkt; þær þurfa sem sé að sjá
stórborgina með augum kvenna.
Og þær eru vel klæddar með
rauðan hálsklút, það er einkennis-
merkið.
„Rósrauðu leigubílarnir“ eru
af ýmsum tegundum og verðið
mismunandi eftir því, en þeir
eru með steindum rúðum og,
eins og segir í auglýsingum,
„kvennaveröld með dempuðu
hljóði, geislandi af þægindum og
öryggi“. Boðið er upp á allskyns
þjónustu, ellefu klukkustunda
búðarferðadag fyrir 500 evrur,
akstur út á flugvöll fyrir 100
evrur, og biðgjald við veitinga-
staði eða verslanir er 50 evrur á
tímann. En hverjum eru þessir
„rósrauðu leigubílar“ ætlaðir?
Hingað til munu franskar konur
hafa komist nokkuð sæmilega
af án þeirra, og jafnvel ferða-
konur líka. En snilldin hjá þeim
sem gripu þessa ágætu hugmynd
í loftinu var fólgin í því að þær
áttuðu sig á því að nú var kominn
til sögunnar alveg nýr markaður.
Nú streyma nefnilega til hinnar
rótgrónu tískuborgar alls kyns
emírar og olíufurstar og hver um
sig hefur með sér þær fjórar eig-
inkonur sem Kóraninn heimilar,
kannske fáeinar hjákonur líka,
svo og mikinn dætraskara sem
þeir hafa átt með öllum þessum
konum. Og svo hafa emírarnir
með sér vesíra og þeir hafa jafn-
margar konur með sér, o.s.frv.
Allar þessar konur hafa sinn
ríkulega skerf af olíuauðnum,
og eru fúsar til að versla fyrir
hann, en til þess að þær fái að
ganga lausar í borg hinna van-
trúuðu þarf alls öryggis að vera
gætt. Og þar koma „rósrauðu
leigubílarnir“ til sögunnar.
Rósrauðir leigubílar
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Atvinnuleysi og
úrræðasemi
Þessir fararskjótar hafa hlotið
nafnið „rósrauðu leigubílarn-
ir“ og að sjálfsögðu eru það
einungis konur sem þar sitja
við stýri.
Þ
eir sem reka fyrirtæki og heimili vita yfirleitt hver
fjárhagsstaðan er. Þúsundir fyrirtækja og einstakl-
inga vita hve fjárhagserfiðleikarnir eru miklir og
hafa einnig tilfinningu fyrir því hvernig horfurnar
eru. Stjórnvöld, þar með talið alþingismenn, virðast
ekki hafa traustar upplýsingar um það hver staða ríkissjóðs og
þjóðarinnar er, hvað þá hvernig horfurnar eru næstu misserin.
Það er verið að krefjast aðgerða til að bæta stöðu heimila og
fyrirtækja, en hvernig er hægt að ætlast til þess þegar enginn
virðist vita hver staðan er eða hvernig horfurnar eru.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra lýsti þessu vandamáli
ágætlega í viðtali við RÚV í síðustu viku, en þar sagði hann
bæði háa útlánsvexti og skort á fyrirtækjum sem gætu fjárfest
og tekið lán til nýrra framkvæmda skýra þá stöðu bankanna
að þar væri mikið af lausu fé sem enginn vildi taka að láni.
Hann sagði einnig: „Margir haldi að sér höndunum, þori ekki
að fara í nýjar fjárfestingar. Forsendan fyrir því að menn þori
að gera eitthvað nýtt og djarft sé að menn öðlist trú á íslensku
efnahagslífi. Verkefnið er að skapa þá trú.“ Í viðtali við Gylfa
í Fréttablaðinu á mánudag mátti merkja bjartsýnistón og von-
andi er það liður í því að skapa einhverja trú á framtíðina.
Kjarni vandans hefur verið sá að enginn af leiðtogum
þjóðarinnar virðist vita hver staðan er eða ekki viljað gefa upp-
lýsingar um stöðuna. Engin stefna hefur verið kynnt um endur-
reisn atvinnulífsins og heimilanna. Það er engin trú erlendis á
íslensku atvinnulífi og stjórnvöldum. Erlendir aðilar vilja ekki
veita okkur lán og erlendir fjárfestar eru ekkert sérstaklega
velkomnir hingað til lands.
Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður,
telur sig vita það að lánasöfn banka og Íbúðalánasjóðs séu
tifandi tímasprengja af því að stór hluti þessara lána verði
ekki greiddur. Enginn veit samt hvað bankarnir gera ráð fyrir
miklum afskriftum af lánum til viðskiptavina. Tryggvi hefur
greinilega skipt um skoðun því í byrjun þessa árs var hann með
ágæta útreikninga um það að þjóðin væri ekkert sérstaklega
skuldsett. Sumir segja að eignir Landsbankans dugi að stórum
hluta upp í Icesave-skuldina, en aðrir segja þær duga skammt.
Hverju á almenningur að trúa?
Margir telja að verðbólga eigi eftir að aukast, þegar nýjar
innfluttar vörur fylla hillur verslana, vextir verði áfram háir,
gengi krónunnar veikist meira og atvinnuleysi aukist. Við
viljum ekki trúa þessu, en það er erfitt að fá trú á framtíðina
nema almenningur fái réttar upplýsingar um stöðuna og gripið
verði til þeirra aðgerða sem þarf til að bæta stöðu fyrirtækja og
heimila. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um það að vetur-
inn verði erfiður. Það er trúlega rétt, og engar töfralausnir eru
til, en við megum ekki láta kaldan vetur lama allt atvinnulíf.
Nú ríður á að byggja upp trú á íslensku atvinnulífi og íslenskri
þjóð.
Stefnu vantar um endurreisnarstarfið.
Veit einhver hver
staðan er?
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
Nærtækt dæmi
Bubbi Morthens sat venju sam-
kvæmt við Færibandið á Rás tvö á
mánudagskvöld og deildi hugsunum
sínum með hlustendum. Hafði Bubbi
meðal annars orð á því að honum
þætti ungir tónlistarmenn nú til dags
ekki nógu metnaðarfullir, sérstaklega
gagnvart íslenskri textagerð. Bubbi
benti réttilega á að hann væri langt
því frá sá fyrsti sem amaðist yfir
þessu. „Ég meina, ég er ekkert
öðruvísi en Platón fyrir 3000
árum eða eitthvað því að þá
var hann að kvarta yfir
tónlist þeirra sem voru
að koma fram og taldi
hana spillandi og allt
þetta,” sagði Bubbi.
Eflaust má finna fleira
sameiginlegt með þeim tveimur,
einum áhrifamesta hugsuði sögunnar
og Platóni. Sá síðarnefndi samdi til
dæmis bókina Ríkið, eitt merkasta rit
vestrænnar heimspeki. Bubbi fór hins
vegar oft í Ríkið – og samdi Serbian
Flower.
Réttmæt bygging
Greint hefur verið frá því að 89.
ráðstefna evrópskra tannréttinga-
sérfræðinga verði haldin hér á
landi árið 2013 í húsakynnum
Tónlistar- og ráðstefnuhússins
í Reykjavík, sem stefnt er á að
verði tekið í gagnið í árslok
2011. Ef þetta þaggar ekki
niður í gagnrýnisröddum sem
telja Tónlistarhúsið algjör-
an óþarfa, hvað þá?
Skáldatími
Samfylkingin hélt sína árlegu sumar-
ferð á laugardag og var ferðinni
heitið í Bláskógabyggð. Dagurinn
endaði með miklum söng og grill-
veislu í félagsheimilinu í Aratungu.
Meðal skemmtiatriða var keppni í
vísubotnum. Fór Dofri Hermannsson
með sigur af hólmi fyrir þessa stöku:
„Hyllum lífið, hér er margt að vinna,/
hendur fram úr ermum látum
standa/Rísum upp og reynum
nú að finna/reddingu á
þessum kreppufjanda.“ Oft
er fullyrt að öll skáld séu
vinstrimenn. Þau hafa líklega
ekki átt heimangengt á
laugardaginn.
bergsteinn@frettabladid.is