Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.09.2009, Qupperneq 22
 2. SEPTEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● ljósanótt Steinþór Jónsson, upphafs- maður og formaður Ljósanætur- nefndar, hefur fylgt Ljósahátíð úr garði í öll þau ár sem hátíðin hefur verið haldin, en í ár er tíunda hátíðarárið. Ljósanótt stendur í fjóra daga, í stað eins, og fjörutíu þúsund manns sóttu hana síðast. „Upphaf Ljósa- nætur tengist vígslu á klettavegg- slýsingu á Berginu sem í dag býður gesti Reykjanesbæjar velkomna,“ segir Steinþór. Segja má að það hafi verið með gleraugum hótelstjórans sem Stein- þór sá fyrir sér hvernig aðkoma að bænum gæti orðið mun skemmti- legri, en hann var og er hótelstjóri Hótel Keflavíkur. Eftir að hafa melt hugmyndina í um eitt og hálft ár kom hann henni í framkvæmd með hjálp ítalskra ljósahönnuða og árið 2000 stóð hann um miðja nótt hinum megin við Keflavíkurvíkina, með farsíma í hendi, og leiðbeindi ljósameisturum úr fjarlægð. Steinþór viðurkennir að hann hafi fengið vægt sjokk þarna um nóttina þegar verið var að stilla kastarana – sem vísuðu fyrst þvers og kruss. „Þessi fína mynd komst hins vegar á þetta og í dag nýtum við upplýst Bergið í kynningu á bæjarfélaginu. Þá var næsta verk að vígja lýsinguna og út frá því kom Ljósanóttin.“ Eins og flestir vita gekk Ljósa- nótt vonum framar og flugelda- sýningin sem Björgunarsveit Suður- nesja hefur alltaf séð um endurka- staðist í sjónum og setti punktinn yfir i-ið. „Bæjarbúar tóku hátíðinni af- skaplega vel og það er þeim að þakka fyrst og fremst, ásamt því frábæra fólki sem unnið hefur í Ljósanæturnefnd, hve vel þetta hefur allt saman tekist en Ljósa- nótt er önnur stærsta bæjarhátíðin á Íslandi í dag. Við byrjuðum á því að fá 10.000 manns á hátíðina og á síðustu hátíð voru gestir orðnir 40.000,“ segir Steinþór en margar fjölskyldur eru farnar að nota Ljós- anóttina sem tilefni til að hittast og eiga glaða stund saman þetta kvöld. „Dagskráin er löng og erfitt að telja upp það sem í boði er en sem dæmi má nefna að á svæðinu er ótrúlegur fjöldi myndlistar sýninga og það er orðinn fastur liður að há- tíðin sé notuð til að vígja stærri verk. Þannig er það orðið að frasa að eitthvað verði að klárast fyrir Ljósanótt – jafnvel að parkett leggja áður en stórfjölskyldan kemur í bæinn.“ Að þessu sinni verður göngustígur frá Berginu út í Stapa kláraður. Einnig verður bæjar- klukka sett upp á Hafnargötunni. „Það hefur verið heiður að fá að stýra þessu verkefni og vinna með bæjarbúum í að gera góðan bæ betri. Ljósanótt hefur sameinað bæjarbúa.“ - jma Sameinar stórfjölskyldur Upphafsmaður Ljósanætur og hótelstjóri Hótel Keflavíkur, Steinþór Jónsson, segir Ljósanótt orðna að annarri stærstu hátíð landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í tilefni af tíu ára afmæli Ljósa- nætur er kominn út diskur með öllum lögunum sem hafa unnið Ljósalagskeppnina frá upphafi. Hann heitir einfaldlega Ljósalög- in frá 2002 til 2009 og Geimsteinn gefur hann út. Ég sá ljósið eftir Rúnar Júlíus- son er meðal laga á nýja diskinum. Það er ljósalag ársins að þessu sinni, sungið af Sigurði Guð- mundssyni, söngvara og orgelleik- ara Hjálma. Lagið kom fyrst út á sólóplötu Rúnars 1976 og Baldur, sonur hans, kveðst muna vel eftir útgáfu hennar. „Ég var að pakka inn plötum og senda í póstkröfu út um allt land,“ rifjar hann upp. Keppnin um Ljósalagið var fyrst haldin árið 2002 þar sem leitað var eftir einkennislagi Ljósa nætur og sigraði Ásmundur Valgeirsson þá með lagið „Vel- komin á Ljósanótt“. Lagið hefur síðan verið flutt við setningu Ljósanætur ár hvert. Síðan þá hefur keppnin verið haldin í ýmsum myndum og mörg góð lög litið dagsins ljós svo sem „Ljóssins englar“ eftir Magnús Kjartansson og „Ástfangin“ eftir Védísi Her- vöru. Árið 2007 var engin keppni haldin en Jóhann Helgason feng- inn til að semja Ljósalag og fékk það nafnið „Ó, Keflavík“. Í ár var tekin sú ákvörðun að heiðra minningu Rúnars Júlíus- sonar með því að velja lag úr hans safni sem Ljósalag árs- ins en Rúnar var Listamaður Reykjanesbæjar síðustu æviár sín. Lokalag þessa disks er „Gamli bærinn minn“ eftir Gunnar Þórðar son og Þorstein Eggerts- son sem reglulega hefur verið flutt við lok stórglæsilegrar flug- eldasýningar Ljósanætur. Diskurinn verður til sölu í tjaldi körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur á hátíðarsvæði. - gun Öll lögin á einum diski Baldur Guðmundsson í Geimsteini, elstu plötuútgáfu landsins, Valgerður Guðmunds- dóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur nefndar. Kynning á pólskum réttum verður í veislutjaldi á hátíðasvæði ljósanætur á laugardaginn. Ein þeirra sem undirbýr hana er Grazyna Wroblewska sjúkraliði. „Þarna verða súpa og pottréttir, pólsk kaka með eplum og önnur með skyri. Já, og pólskar pylsur, grillaðar,“ segir hún. Tvær pólskar búðir eru í bænum, önnur á Hafnargötu og hin á Hringbraut. Graz- yna segir krydd og ýmis- legt hráefni í réttina koma úr þeim og tekur fram að það sé Pólska menningarfélagið í Reykjanesbæ sem standi að veitingunum, ásamt mynda- sýningu og skemmtiatriðum sem hún lýsir nánar. „Við erum með sýningu eftir pólskan mann sem ferð- aðist um Ísland og tók rosa- lega fallegar myndir. Svo kemur pólsk fjölskylda frá Ísafirði sem syngur og dansar á stóra sviðinu. Þar eru þrír strákar sem verða í gömlum fallegum búningum frá Kraká.“ Pólska menningarfélagið var stofnað síðastliðinn vetur og Grazyna segir það hafa langað að leggja eitthvað til hátíðar- innar. Við búum hérna í þessu landi og á þessu svæði og viljum gjarnan taka þátt í því sem er að gerast. Ekki bara hlusta og horfa.“ - gun Pólsk veisla og sýning ● LJÓSLISTAVERK VIÐ ÆGISGARÐ Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 verður ljósalistaverk eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson afhjúpað við Ægisgarð en verkið er tólf metra langt og myndar eins konar vatns- bragga. Þannig ganga átján bunur í boga út í sjó og hægt er að ganga inn í hann en með lýsingunni myndast fallegir regnbogar. Bragginn snýr út að Reykjavík en Guðmundur stendur ekki aðeins fyrir listaverkinu held- ur byrja tónleikar strax á eftir í Svarta Pakkhúsinu. Þar munu um fjörutíu manns koma að tónleikunum í eins konar sígaunauppsetningu. Öll tón- list er frumsamin og ný eftir Guðmund Rúnar sjálfan. - jma „Við búum hérna í þessu landi og á þessu svæði og viljum gjarnan taka þátt í því sem er að gerast,“ segir Grazyna Wroblewska. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýr göngustígur verður formlega tekinn í notkun á laugar- daginn. Stígurinn liggur frá smábátahöfninni í Gróf meðfram strandlengjunni að Stapa í Innri-Njarðvík. Gönguleiðin verður opnuð með sögugöngu kl. 11 á laugardagsmorguninn. Gönguleiðin liggur meðfram nýjum sjóvarnagarði sem lagður hefur verið í Reykjanesbæ og hefur hún verið upplýst að stórum hluta. Á gönguleiðinni hefur verið komið upp skiltum með upp- lýsingum um fuglalíf við sjávarströndina sem og sögukortum. Gönguleiðin, sem verður hátt í 10 kílómetrar að lengd þegar henni hefur endanlega verið lokið, hefur enn ekki hlotið nafn en niðurstaða í hugmyndasamkeppni meðal bæjarbúa verður kynnt við opnunina. Nýr göngustígur Gönguleiðin nær frá smábátahöfninni í Gróf og að Stapa í Innri-Njarðvík. Fyrsti skuttogarinn á Íslandi, Baldur KE, stendur meðal annars við stíginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.