Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 36
24 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
> SAFNAR STRÁKUM
Það er ýmislegt misjafnt sem kemur
úr munni leikkonunnar Megan Fox í
viðtölum. Í nýlegu viðtali spjallaði leik-
konan um sambönd. „Ég á ekki erf-
itt með skuldbindingu. Ég get ýtt á
hnapp í hausnum á mér og þá get
ég staðið við hliðina á Brad Pitt
án þess að hafa áhuga. En ég get
líka slökkt aftur og þá safna ég
myndar legum strákum eins og
leikföngum.“
Nýlegar sögusagnir um að kærasti kyn-
bombunnar Katie Price fari með hlutverk
í klámmynd hafa farið mjög fyrir brjóst-
ið á henni. Samkvæmt þessum sögusögn-
um á Alex Reid að hafa leikið í nokkuð
grófu nauðgunaratriði. Price á að hafa
verið svo misboðið vegna þessara sögu-
sagna að henni fannst hún ekki geta
setið aðgerðarlaus mikið lengur og
ákveðið að tjá sig um málið í fjöl-
miðlum.
„Nauðgun er viðkvæmt mál
sem stendur mér nærri. Mér
var sjálfri nauðgað þegar ég
var yngri. Því ætti ég ekki að
þurfa að taka fram að ég mundi
aldrei umgangast neinn sem
tæki þessu svo létt,“ var haft
eftir Price. Hún sagði einnig að
einhver nákominn Reid hefði
einnig upplifað kynferðislegt
ofbeldi og því væri hann sjálfur
miður sín vegna þessara gróu-
sagna.
Býður við sögusögnum
Hið nýstofnaða fótboltafélag FC Tinna
samanstendur af nokkrum stúlkum
sem hittast einu sinni í viku og leika
knattspyrnu. Félagið hefur einung-
is hist tvisvar frá stofnun þess og eru
hæfniskröfur til leikmanna engar.
„Þetta er nýbyrjað en nokkuð
margar stelpur hafa sýnt þessu
áhuga. Liðið samanstendur af vin-
konum mínum, vinkonum þeirra
og vinkonum vinkvenna vinkvenna
minna; allt stelpur sem urðu allt í
einu mjög sprækar þegar þær fréttu
af félaginu,“ útskýrir Tinna Ásgeirs-
dóttir, stofnandi FC Tinnu, og bætir
við að þetta sé í fyrsta sinn sem flest-
ar stúlkurnar sparki í bolta.
„Mig hefur alltaf langað að prófa
að spila fótbolta en hef hingað til
ekki getað fundið nógu margar
stelpur til að skipa tvö lið þannig að
ég hef alltaf afskrifað hugmyndina
strax. Ég þorði heldur ekki að biðja
kærasta minn um að leyfa mér að
koma með sér og hans vinum þannig
að ég stofnaði síðu á Fésbókinni þar
sem ég bauð vinkonum að ganga til
liðs við FC Tinnu og þá fyrst fór bolt-
inn að rúlla,“ segir Tinna og útilokar
ekki að góður árangur kvennalands-
liðsins í fótbolta hafi ýtt undir áhuga
kvenna á íþróttinni. Hún tekur þó
fram að þar sem engin í liðinu hafi
áður spilað fótbolta sé ekki farið eftir
reglum heldur leikið af fingrum fram.
„Við erum ekki með neina dómgæslu
og nennum ekki að fara eftir settum
reglum, enda kunnum við þær ekki.
Þetta á fyrst og fremst bara að vera
gaman,“ segir Tinna. - sm
Leika fótbolta af fingrum fram
FC TINNA Systurnar Tinna og Katla Ásgeirsdætur
segja það ekki nauðsynlegt fyrir félagsmenn FC
Tinnu að hafa sparkað í knött áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VER SINN MANN Jordan stendur við
bakið á sínum manni og ver hann fyrir
sögusögnum.
Hljómsveitin Buff er þessa
dagana að taka upp plötu
með sínum útgáfum af
vinsælustu lögum Magga
Eiríks. Tilefnið er útgáfa
nýrrar ævisögu kappans.
„Það var haft samband við okkur
og spurt hvort við hefðum áhuga.
Við höfðum það svo sannarlega þar
sem við erum allir miklir aðdáend-
ur Magga,“ segir Hannes Frið-
bjarnarson, trommari Buffsins.
„Okkur fannst gríðarlegur heið-
ur að vera boðið þetta, líka af því
að Maggi hefur sínar skoðanir á
hlutunum. Hann var mjög hrifinn
af því að við myndum taka þetta í
okkar hendur og við fengum þau
skilaboð að við mættum gera það
sem okkur sýndist.“
Buff sér um allan undirleik á
plötunni og söngurinn er að mestu
í höndum sveitarinnar. Maggi
syngur þó í einhverjum lögum og
tekur virkan þátt í verkefninu. Við
undirbúning plötunnar söng Maggi
inn sín vinsælustu lög á kassa-
gítarinn og í framhaldinu ákvað
Buffið hvernig lögin yrðu útsett.
Þar má telja gimsteina á borð við Ó
þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleði-
bankann og Hina einu sönnu ást,
sem Björgvin Halldórsson söng í
myndinni Óðal feðranna.
„Hugmyndin er að þessi plata
fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks.
„Það var annaðhvort að gera þetta
með „orginal“ upptökurnar eða
gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér
datt í hug að það væri sniðugt að fá
unga og hrausta menn til að koma
með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“
segir hann. „Þessi lög eru mörg
börn síns tíma en það breyt-
ir ekki því að menn hafa
mismunandi aðkomu að
svona efni. Ég vona
bara að þeir fari
sem lengst frá
„orginalnum“.
Upptökur
hófust í síðustu viku í hljóðveri
í íbúð eins meðlims Buffsins á
Laugaveginum og var hljóðverið
sérstaklega búið til fyrir þetta
verkefni. Platan, sem hefur fengið
vinnuheitið Lag og texti – Magnús
Eiríksson, er væntanleg í október,
sama dag og bókin kemur út hjá
útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni
verður fylgt eftir með tónleikaferð
um landið þar sem Buff, Maggi og
hljómsveit hans, Mannakorn, leika
listir sínar.
freyr@frettabladid.is
Buff leikur lög Magga Eiríks
BUFF Hljómsveitin Buff er að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MAGGI EIRÍKS Vonar að útgáfur
Buffsins verði sem frábrugðnastar
upphaflegu lögunum sínum.
Ummæli leikkonunnar Demi Moore í viðtali við
franska tímaritið Marie Claire þar sem hún þver-
tekur fyrir að hafa nýtt sér lýtalækningar til að við-
halda unglegu útltiti sínu hafa vakið mikið umtal.
„Svona aðgerðir gera fólk ekki hamingjusamt. En
þegar sá dagur kemur að ég fer að gráta í hvert
sinn sem ég lít í spegil mun ég kannski endurskoða
afstöðu mína gagnvart lýtalækningum. En í dag er
ég ánægð með útlit mitt eins og það er,“ sagði Moore
meðal annars í viðtalinu.
Margir hafa þó dregið orð leikkonunnar í efa og
vilja meina að hún hafi víst lagst undir hnífinn. Vef-
ritið Eonline.com lagðist í nokkra rannsóknarvinnu
og vill meina að hin 47 ára gamla leikkona gæti verið
að segja sannleikann. Vefritið vill meina að Moore
hafi greinilega elst á síðustu tíu árum. „Ef vel er að
gáð má sjá að það hafa myndast örfínar hrukkur í
kringum augu leikkonunnar sem voru ekki sjáan-
legar fyrir áratug,“ skrifar blaðamaður. „Rétt lýsing
getur gert kraftaverk. Eldri stjörnur kjósa oft að láta
mynda sig í sterku ljósi, þannig sjást hrukkur síður.
Ef Moore stæði fyrir framan okkur í eigin persónu
án nokkurs farða væri fullvíst að sjá mætti merki
öldrunar á andliti hennar,“ lýkur blaðamaður grein-
inni, fullviss um að fegurð Moore sé genum hennar
að þakka.
Moore er náttúrulega falleg
UNG OG SÆLLEG Moore á
sínum yngri árum, dæmi nú
hver fyrir sig.
NÁTTÚRULEG FEGURÐ Moore
hefur ávallt neitað því að
hafa lagst undir hnífinn.
Hef fl utt snyrtistofu
mína í Gallerí Útlit.
Bæjarhrauni 6,
Hafnarfi rði.
Tímapantanir í síma
823-3310.
Berglind Adda
Snyrti-tattú og förðunarfræðingur.
Dæmi um það sem
tekið er fyrir í náminu:
Lita- og línufræði
Tónalgreining
Vaxtarbygging
Heitt og kalt rými
Stórt og lítið rými
Uppröðun hluta
Stílistun á:
Baðherbergi
Svefnherbergi
Barnaherbergi
Eldhúsi
Garðhýsi
Stofu
Og margt fleira.
The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í
innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og
línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni
sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og
litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig
einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og
stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá
fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl.
Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum
ýmis atriði sem koma þeim til góða.
Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í
Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
Stílisti
Helga Sigurbjarnadóttir
Innanhúsarkitekt
Þorsteinn Haraldsson
Byggingafræðingur
INNANHÚSSTÍLISTANÁM