Fréttablaðið - 02.09.2009, Side 40
28 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
9. HVER
VINNUR
!
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
FRUMSÝND 4. SEPTEMBER 2009
SENDU SMS ESL H2
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,
PEPSI OG MARGT FLEIRA.
5. september
á Ljósanótt í Reykjanesbæ
Flögu tímataka
Kort af
hlaupaleið
er á
hlaup.is
Skráning er hafin
á hlaup.is og
í Lífsstíl 420 7001
Glæsileg úrdráttarverðlaun, m.a. peningaverðlaun
Rásmark hjá Lífsstíl sundmiðstöð
Hálfmaraþon (ræsing kl. 9:30)
10 km hlaup (ræsing kl. 10:15)
3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl. 10:20)
FÓTBOLTI Það þykir sæta tíðindum
að atvinnumaður í knattspyrnu
sem leikur með liði í efstu deildum
Englands skuli ekki fá tækifæri
með íslenska landsliðinu. Engu að
síður hefur Jóhannes Karl Guð-
jónsson aldrei spilað með lands-
liðinu þegar það hefur verið undir
stjórn Ólafs Jóhannessonar. Hann
hefur þó tvívegis verið valinn en í
hvorugt skiptið komst hann í við-
komandi verkefni.
Í viðtali við Morgunblaðið sem
birtist 17. ágúst síðastliðinn segir
Jóhannes Karl farir sínar ekki
sléttar í samskiptum sínum við
Ólaf. Hann sitji ekki við sama borð
og aðrir leikmenn. Því er Ólafur
ekki sammála.
„Það koma allir leikmenn til
greina,“ segir Ólafur. „Allir leik-
menn sitja við sama borð, hvort
sem þeir spila á Íslandi eða ann-
ars staðar. Allir verða að lúta
sömu reglum.“
Jóhannes segir í viðtalinu að
Ólafur hafi tekið sínar ástæður
fyrir fjarverum sínum góðar og
gildar. „Ég hef valið hann tvisvar
sinnum,“ segir Ólafur um þessi
ummæli hans. „Í annað skiptið
hringdi hann í mig rétt áður en
hann átti að fara í flug og sagðist
vera meiddur – að hann væri jafn-
vel rifbeinsbrotinn. Ekki spilar
hann þannig. En svo spilaði hann
með Burnley nokkrum dögum
síðar.“
„Í hitt skiptið gaf hann ekki
kost á sér af fjölskylduástæðum
– vegna þess að sonur hans átti
afmæli. Þetta var því spurning
um hvort ég tæki slíkar afsakan-
ir góðar og gildar. En mér finnst
þessi afsökun léleg og nánast eins
og blaut vatnstuska í andlitið. En
ég stilli mönnum ekki upp við
vegg. Ef þeir vilja ekki koma er
það þeirra val.“
Nokkru síðar fór svo Ólafur
til Englands til að fylgjast með
Jóhannesi Karli spila. Jóhann-
es sagði í áðurnefndu viðtali að
Ólafur hefði tilkynnt sér að hann
ætlaði sér að velja hann í hópinn.
„Það er ekki rétt,“ sagði Ólafur.
„Ég var ekki búinn að lofa honum
sæti í landsliðinu enda get ég ekki
lofað mönnum því. En vissulega
fór ég til Englands til að sjá hann
spila vegna þess að ég íhugaði að
velja hann. Eftir leikinn sá ég hins
vegar ekki ástæðu fyrir því. Það
er ekki flóknara en svo.“
Líkurnar hafa nú minnkað tals-
vert á að Jóhannes Karl verði val-
inn í landsliðið á meðan Ólafur er
þjálfari þess. „Ég hef reyndar ekki
talað við hann og veit ekki hvort
það var rétt eftir honum haft. En
hann segir í greininni að hann telji
mig á rangri leið með landsliðið.
Og leikmenn sem hafa ekki trú á
því sem þjálfarinn gerir eru sjald-
an valdir,“ segir Ólafur.
eirikur@frettabladid.is
Afsakanir Jóhannesar eins
og blaut tuska í andlitið
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur aldrei spilað landsleik undir stjórn Ólafs
Jóhannessonar en hefur þó tvívegis verið valinn. Ólafur tjáir sig nú í fyrsta sinn
um þær ástæður sem Jóhannes Karl gaf honum fyrir fjarveru sinni.
ÞJÁLFARINN OG LEIKMAÐURINN Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Jóhannes
Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON OG GETTY
FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn
Eyjólfur Sverrisson hjá U-21 árs
landsliði karla hefur valið lands-
liðshópinn sem mætir Norður-
Írum í undankeppni EM 2011
þriðjudaginn 8. september næst-
komandi en leikið verður ytra.
Landsliðshópur Íslands er
eftirfarandi:
Markmenn: Haraldur Björns-
son (Val), Óskar Pétursson
(Grindavík). Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson (West
Ham United), Hjörtur Logi Val-
garðsson (FH), Skúli Jón Frið-
geirsson (KR), Andrés Már
Jóhannesson (Fylki), Jósef Krist-
inn Jósefsson (Grindavík), Jón
Guðni Fjóluson (Fram). Miðju-
menn: Birkir Bjarnason (Viking),
Bjarni Þór Viðarsson (KSV Ros-
elare), Aron Einar Gunnarsson
(Coventry), Jóhann Berg Guð-
mundsson (AZ Alkmaar), Guð-
mundur Kristjánsson (Breiða-
bliki), Almarr Ormarsson
(Fram), Guðlaugur Victor Páls-
son (Liverpool). Sóknarmenn:
Rúrik Gíslason (Viborg), Kol-
beinn Sigþórsson (AZ Alkma-
ar), Alfreð Finnbogason (Breiða-
bliki). - óþ
Eyjólfur Sverrisson tilkynnti landsliðshóp í gær:
Mæta Norður-Írum
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson lands-
liðsþjálfari tilkynnti í gær leik-
mannahópinn sem mætir Noregi
í undankeppni HM 2010 á laugar-
daginn og Georgíu í vináttulands-
leik á miðvikudaginn í næstu viku.
22 leikmenn voru valdir og kom
fátt á óvart í valinu.
Leikurinn á laugardaginn er
afar þýðingarmikill fyrir Norð-
menn. Liðið á í harðri baráttu við
Skota og Makedóna um annað sæti
í riðlinum og er sigur á Íslandi
nauðsynlegur fyrir þá baráttu.
Norðmenn unnu Skota, 4-0, á
heimavelli í síðasta mánuði. „Það
var fyrsti sigur Norðmanna í heilt
ár,“ segir Ólafur, sem segir liðið
ekki mikið breytt þó svo að Egil
„Drillo“ Olsen hafi tekið við því.
„Drillo er þekktur fyrir sínar
aðferðir. Liðið beitir löngum spyrn-
um og er sterkt í seinni boltunum.
Þeir hafa náð fínum árangri með
sínum aðferðum sem er auðvitað
aðalmálið.“
Hann segir greinilegt að sjálfs-
traust Norðmanna sé mikið. „Þeir
vita vel hversu þýðingarmikill leik-
urinn er en ég held að við eigum
góðan möguleika á sigri. Við vilj-
um að sjálfsögðu fá fleiri stig í
riðlinum enda væru það vonbrigði
að enda bara með fjögur stig.“
Leikurinn við Noreg er sá síðasti
hjá Íslandi í riðlinum. Samningur
Ólafs rennur því fljótlega út.
„Við munum ræða þessi mál eftir
leikina,“ sagði Ólafur en hefur hann
áhuga á að halda áfram? „Ég mun
svara þeim fyrst sem þurfa að vita
hvort ég hafi áhuga eða ekki.“
Landsliðshópurinn: Árni Gautur
Arason, Gunnleifur Gunnleifsson,
Hermann Hreiðarsson, Indriði
Sigurðsson, Kristján Örn Sig-
urðsson, Grétar Rafn Steinsson,
Ragnar Sigurðsson, Sölvi Otte-
sen, Brynjar Björn Gunnarsson,
Stefán Gíslason, Emil Hallfreðs-
son, Birkir Sævarsson, Pálmi Rafn
Pálmason, Aron Einar Gunnars-
son, Helgi Valur Daníelsson, Ólaf-
ur Ingi Skúlason, Rúrik Gíslason,
Eiður Smári Guðjohnsen, Heiðar
Helguson, Veigar Páll Gunnars-
son, Garðar Jóhannsson og Atli
Viðar Björnsson. - esá
Landsliðið valið fyrir leikina gegn Noregi og Georgíu:
Eigum góðan möguleika á sigri
ÓLAFUR OG PÉTUR Tilkynntu landsliðs-
hópinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kári Ársælsson er leikmaður 19. umferðar að mati Fréttablaðs-
ins. Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri sinna manna í Breiðabliki
gegn hans gömlu félögum í Stjörnunni, þar sem Kári lék í fyrra.
Breiðabliki hefur gengið vel að undanförnu enda hefur liðið fengið
þrettán stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum sínum
í deildinni og er þar að auki komið í undanúrslit bikarkeppninnar.
„Við höfum verið á bullandi siglingu og þurfum nú helst að passa
okkur á því að vera með fæturna á jörðinni,“ sagði Kári.
Breiðablik hefur komist í 3-0 í fyrri hálfleik í síðustu þremur
leikjum sínum í deildinni en í þeim fyrsta, gegn Fram, missti liðið
forystuna í þeim síðari. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli.
„Það hefur verið gríðarlega góður sigur fyrir okkur leikmenn og
þjálfara að hafa náð að halda forystunni út leikinn bæði gegn Val
og Stjörnunni eftir leikinn gegn Fram. Við erum greinilega í góðum
gír í fyrri hálfleik okkar leikja – það vantar ekki.“
Hann neitar því ekki að þetta góða gengi Blikanna komi helst
til seint enda stutt eftir af tímabilinu. „Ég var ekki með Blikunum í
fyrra en þá spiluðu þeir illa á síðasta hluta mótsins. Nú erum við
að spila vel og vissulega hefðum við mátt hrökkva fyrr í gang. En
þetta fer allt í reynslubankann. Næsta
ár lofar vissulega góðu fyrir Breiða-
blik enda með góða leikmenn, unga
uppalda Blika sem hafa fengið nóg
að spila. Flestir eru þeir átján og
nítján ára gamlir og afar þroskaðir
miðað við aldur. Mér líst því vel á
framtíðina.“
Hann segir liðið stefna eins hátt og
það getur í deildinni og vitanlega alla
leið í bikarnum. „Ég tel það raun-
hæft fyrir okkur að stefna að fjórða
sætinu í deildinni. Það væri þó vel
hægt að enda í tíunda sæti ef við
pössum okkur ekki. Við ætlum
því að reyna að klára tímabilið
með stæl og helst fara alla leið í
úrslitaleikinn í bikarnum líka.“
KÁRI ÁRSÆLSSON: LEIKMAÐUR 19. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA
Næsta ár lofar góðu fyrir Breiðablik
> Lið 19. umferðar
Fréttablaðið hefur valið lið 19. umferðar í Pepsi-deild
karla. Það skipa eftirtaldir leikmenn: Henryk
Boedker (Þrótti) – Skúli Jón Friðgeirsson
(KR), Kári Ársælsson (Breiðabliki), Dennis
Danry (Þrótti), Sam Tillen (Fram)
– Alfreð Finnbogason (Breiða-
bliki), Atli Jóhannsson (KR),
Tony Mawejje (ÍBV), Tómas
Leifsson (Fjölni) – Albert
Brynjar Ingason (Fylki) og
Ajay Leitch-Smith (ÍBV).