Fréttablaðið - 02.09.2009, Qupperneq 42
30 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Tottenham gekk frá
kaupum á króatíska landsliðs-
manninum Niko Kranjcar frá
Portsmouth í gær en kaupverðið
var ekki gefið upp.
Samningur Kranjcars átti að
renna út næsta sumar og leik-
maðurinn var búinn að koma því
skýrt frá sér að hann ætlaði sér
ekki að framlengja við félagið
og því ákvað Portsmouth að selja
leikmanninn í stað þess að missa
hann á frjálsri sölu eftir tíma-
bilið.
Kranjcar kemur eins og kallað-
ur til Tottenham en félagið missti
Luka Modric í meiðsli á dögunum
og Kranjcar mun því væntanlega
fylla skarð landa síns fyrst um
sinn í það minnsta. - óþ
Blóðtaka fyrir Portsmouth:
Kranjcar til liðs
við Tottenham
KRANJCAR Kominn aftur til Harry Red-
knapp. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Everton náði að semja
við varnarmanninn Johnny Heit-
inga áður en félagaskiptaglugg-
anum var lokað en enska félagið
hafði áður náð samkomulagi um
fimm milljóna punda kaupverð
við Atletico Madrid.
Heitinga skrifaði undir fimm
ára samning á Goodison Park
eftir að hafa staðist læknisskoð-
un hjá félaginu. Heitinga er feng-
inn til þess að fylla skarð Joleons
Lescott, sem fór sem kunnugt
er til Manchester City á dögun-
um. Hollendingurinn verður enn
fremur í treyju númer fimm eins
og Lescott var hjá Everton. - óþ
Eftirmaður Lescotts fundinn:
Everton nældi
sér í Heitinga
FÓTBOLTI Frestur félaga á Englandi
til þess að kaupa og selja leikmenn
rann út í gær kl. 16 að íslenskum
tíma en sumarmarkaður inn hafði
verið opinn frá 1. júní.
Manchester City hélt upptekn-
um hætti frá því eigandinn for-
ríki Sheikh Mansour mætti fyrst
til leiks á Borgarleikvanginum í
Manchester fyrir um ári og eyddi
gróflega áætlað um 120 millj-
ónum punda í leikmannakaup í
sumar á meðan „stóru fjögur“
félögin höfðu tiltölulega hægt
um sig. Sér í lagi í samanburði
við eyðslumátt City-manna.
United kom út í plús
Þrátt fyrir að Englandsmeistarar
Manchester United hafi selt dýr-
asta leikmann heims í sumar
þegar Cristiano Ronaldo fór til
Real Madrid á áttatíu milljón
pund hélt knattspyrnustjórinn
Sir Alex Ferguson sig á mottunni
í eyðslunni.
Antonio Valencia var keyptur á
átján milljónir punda og Frakk-
inn ungi Gabriel Obertan kost-
aði þrjár milljónir punda. Þá
krækti Ferguson í stórstjörnuna
Michael Owen á frjálsri sölu en
þess má geta að félögin á Eng-
landi geta enn fengið til sín leik-
menn á frjálsri sölu þó svo að
félagsskiptaglugganum hafi verið
lokað, svo fram- ar-
lega sem leik-
maðurinn hafi
verið með laus-
ann samning
fyrir 1. september.
Ferguson er þó
hvergi banginn þrátt
fyrir að hann hafi
ekki eytt nærri jafn
mikið í leikmannakaup og nágrann-
ar hans í Manchesterborg.
„Ég er mjög ánægður með leik-
mannahópinn eins og hann er og
ég treysti á hann. Það er hrein
móðgun að halda að ég sé ekki
nógu ánægður með núveradi leik-
mannahóp,“ sagði Ferguson þegar
hann var inntur eftir því á dög-
unum hvort hann þyrfti ekki að
bæta við leikmönnum.
Roman dregur saman seglin
Eigandinn Roman Abramovich
hjá Chelsea hefur einnig verið
nokkuð rólegur í sumar miðað
við oft áður og hann virðist hafa
eytt mestum tíma og peningum í
að halda fyrirliðanum John Terry
áfram hjá vestur Lundúnafélag-
inu og frá klóm City-manna.
Yuri Zhirkov voru einu stór-
kaup Chelsea í sumar en hann
kostaði átján milljónir punda.
Þá var heldur ekki mikið versl-
að í Norður-Lundúnum og Thom-
as Vermaelen var einu stórkaup
Arsenal en leikmaðurinn kostaði
tíu milljónir punda.
Knattspyrnustjórinn Arsene
Wenger var aftur á móti dugleg-
ur að selja og Manchester City var
helsti viðskiptavinurinn þar sem
Emmanuel Adebayor fór þangað á
25 milljónir punda og Kolo Toure
fór sömu leið á sextán milljónir
punda.
Fyrir utan tvímenningana frá
Arsenal fjárfestu City-menn
einnig í Carlos Tevez á 25,5
milljónir punda sem var áður hjá
United á láni, Joleon Lescott á
24 milljónir punda frá Everton,
Roque Santa Cruz á átján millj-
ónir punda frá Blackburn og Gar-
eth Barry á tólf milljónir punda
frá Aston Villa.
Hvort þessi sumareyðsla City-
manna nær að splundra „topp
fjögur“ kjarnanum kemur í ljós
í maí en byrjun félagsins í deild-
inni gefur óneitanlega fögur
fyrirheit um framhaldið.
omar@frettabladid.is
City allt í öllu á sumarmarkaðnum
Hinum svokallaða félagaskiptaglugga var lokað á Englandi í gær en fátt var um fína drætti á lokadegi sumar-
markaðarins. Eftir stendur kaupæði Manchester City í sumar en félagið eyddi meiri peningum í leikmanna-
kaup en „stóru fjögur“ félögin, Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool, gerðu öll til samans.
OWEN Kom til
United á frjálsri
sölu í sumar.
NORDIC PHOTOS/AFP
ADEBAYOR OG BARRY City-menn fjárfestu langmest allra liða ensku
úrvalsdeildarinnar í félagaskiptaglugganum í sumar. Hvort fjárfesting-
arnar skili sér í titlum kemur í ljós síðar. NORDIC PHOTOS/AFP
KAUP MAN. CITY Í SUMAR
Carlos Tevez £25,5 milljónir
Emmanuel Adebayor £25 m.
Joleon Lescott £24 m.
Roque Santa Cruz £18 m.
Kolo Toure £16 m.
Gareth Barry £12 m.
Samtals £120,5 m.