Fréttablaðið - 02.09.2009, Side 46
34 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Ég vil bara hamborgara, hvar
sem er, hvenær sem er. Nonna-
biti, Aktu taktu, Prikið, Hressó.
Allt gott, jafnvel þegar það er
vont.“
Heiðar Sumarliðason leikskáld og
leikstjóri.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Að svíkja tugi milljóna út
úr Íbúðalánasjóði.
2 Hjörtur Hjartarson.
3 Númer níu.
LÁRÉTT
2. mælieining, 6. tveir eins, 8. vilj-
ugur, 9. fyrirboði, 11. guð, 12. spýta,
14. kryddblanda, 16. nafnorð, 17.
holufiskur, 18. kerald, 20. þessi, 21.
grobb.
LÓÐRÉTT
1. svei, 3. hvort, 4. súrsað grænmeti,
5. kæla, 7. afhjúpun, 10. púka, 13.
hress, 15. skál, 16. lík, 19. tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. desí, 6. uu, 8. fús, 9. spá,
11. ra, 12. sprek, 14. karrí, 16. no, 17.
nál, 18. áma, 20. sá, 21. raup.
LÓÐRÉTT: 1. fuss, 3. ef, 4. súrkrás, 5.
ísa, 7. uppkoma, 10. ára, 13. ern, 15.
ílát, 16. nár, 19. au.
„Loðinn um lófana? Tja, þetta er gott for-
lag og forlög borga eftir stærð. Þetta forlag
er mjög stórt þótt þeir upplifi sig örugglega
ekki eins og þeir séu einhverjir höfðingjar,“
segir Óttar Martin Norðfjörð en þýski útgef-
andinn Der Aufbau hefur tryggt sér útgáfu-
réttinn að skáldsögu Óttars, Sólkrossinum.
Þjóðverjar hafa undanfarin ár verið ákaf-
lega hrifnir af íslenskum rithöfundum, Arn-
aldur Indriðason er vinsæll spennusagna-
höfundur þar og rithöfundar á borð við Auði
Jónsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur
hafa fengið verk sín útgefin í Þýskalandi að
undanförnu. Der Aufbau er virt forlag og
gefur út marga af snjöllustu rithöfundum
heims, þeirra á meðal Paul Auster. „Þetta
er því mikill heiður fyrir mig og ég átti alls
ekki von á þessu.“
Óttar hefur enga eina skýringu á því hvers
vegna Íslendingar séu svona vel liðnir í
Þýskalandi. „Ætli þetta sé ekki bara þetta
norræna og þá höfðar Sólkrossinn náttúrlega
vel til þeirra, hún svolítið norræn,“ útskýrir
hann.
Óttar situr nú sveittur við skriftir, er að
leggja lokahöndina á nýja bók en hún á að
koma út um þessi jól. Bókinni hefur verið
gefið nafnið Paradísarborgin og er spennu-
saga án glæps. „Spennusagan er komin í
ákveðið hjólfar, einhver leysir eitthvert
morðmál og allir verða glaðir. Þetta er svo-
lítið staðnað form. Bókin sækir svolítið
í ástandið og það er náttúrlega stærsti
glæpurinn hvernig komið var fram við
íslensku þjóðina,“ útskýrir Óttar. - fgg
Sólkrossinn gefinn út í Þýskalandi
ÁNÆGÐUR MEÐ SAMNINGINN Óttar Martin er kominn
á samning hjá þýska forlaginu Der Aufbau sem hyggst
gefa út síðustu bók hans, Sólkrosssinn.
„Við erum í hópi sjö hönnuða sem
voru valdir til að selja hönnun sína
í versluninni. Það eru um hundrað
umsóknir sem berast frá hönnuð-
um til Topshop í hverri viku þannig
að við erum mjög ánægðar að hafa
komist þarna að,“ segir Ásta Kristj-
ánsdóttir, annar af eigendum E-
label en fatamerkið verður til sölu í
verslun Topshop við Oxford Circus í
London. Hönnunin verður fyrst um
sinn seld í Edit-deildinni þar sem
nýir og upprennandi hönnuðir
fá að njóta sín. „Þar þurf-
um við að standast mjög
ströng sölumarkmið og
ef þau ganga eftir held-
ur samstarfið áfram
og merkið verður
jafnvel selt í fleiri
verslunum Top-
shop,“ segir Ásta
Kristjánsdótt-
ir en með henni
í fyrirtækinu er Heba
Hallgrímsdóttir.
Aðspurð segir Ásta að
mikil vinna liggi að baki velgengni
fatamerkisins sem hefur hlotið
jákvæða umfjöllun í erlendum fjöl-
miðlum og má þar nefna vefsíðu
tímaritsins Elle, tímaritið Grazia
og London Paper. „Öll umfjöllun
hjálpar okkur auðvitað mjög mikið
og skilar sér meðal annars í auk-
inni netsölu og gerir okkur auðveld-
ara um vik að finna erlenda dreif-
ingaraðila fyrir vöruna.“
Að sögn Ástu er hönnun
E-label bæði þægileg og
nothæf og er hún stíluð
inn á hina atorkusömu
nútímakonu. „Flík-
urnar eiga að vera
þægilegar, nothæf-
ar og nýtast manni
við mismunandi
tækifæri og byggist hönnunin á
hugtakinu „empowering women“.“
Ásta segir að næsta vor sé von á
litaglaðari línu frá E-label, en flík-
urnar hafa hingað til aðeins feng-
ist í svörtu. „Við ætlum að byrja
með liti næsta vor. Það er aðallega
gert fyrir erlenda markaðinn sem
vill sjá liti í vor- og sumartískunni.
Íslenskar konur eru aftur á móti
hrifnastar af svörtu og þess vegna
hefur hönnun okkar hingað til verið
öll svört.“
Að sögn Ástu lagði fyrirtækið
upp með það markmið að gefa til
baka til samfélagsins ef vel geng-
ur. „Hönnunin er íslensk en vör-
urnar eru framleiddar á Indlandi.
Ástandið þar er mjög bágborið og
því ákváðum við að þrjú prósent
af öllum hagnaði E-label renni til
styrktar indverskum mannúðar-
samtökum sem kallast Girls Project
at Shaati sem veitir heimilislaus-
um stúlkum húsaskjól, menntun
og læknishjálp.“
sara@frettabladid.is
ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR: E-LABEL Á LEIÐ Í LIT
Íslensk hönnun í Top Shop
HÖNNUNIN VEKUR
ATHYGLI Hönnun
E-label hefur vakið
athygli ýmissa erlendra
tískutímarita undanfarnar
vikur.
Danska leikkonan Iben Hjejle
verður formaður dómnefndar í
keppninni um Gyllta lundann,
aðalverðlaunin á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík, RIFF,
sem verður haldin síðar í mánuðin-
um. Hjejle er vafalítið þekktust hér-
lendis sem kona Caspers Christen-
sen í gamanþáttunum Klovn.
„Þetta er alveg frábært,“ segir
Hrönn Marínósdóttir hjá RIFF um
komu Iben til landsins. „Það eru
svo margir sem þekkja hana úr
þáttunum og hún er skemmtileg
leikkona líka. Það er mikil ánægja
með þetta enda er hún búin að gera
mikið af góðum hlutum.“
Iben á að baki vel heppnaðan
feril bæði í heimalandi sínu og
í Hollywood. Auk Klovn er hún
þekkt fyrir leik sinn í myndunum
Mifunes sidste sang, High Fidelity
og Defiance, ásamt þáttunum um
lögreglukonuna Önnu Pihl.
Hún verður ein fimm kvenna í
dómefnd hátíðarinnar, sem hlýtur
að teljast heldur óvenjulegt. „Karl-
arnir eru svolítið áberandi í þessum
kvikmyndabransa og þess vegna
var tekin þessi ákvörðun að hafa
eingöngu konur í dómnefndinni,“
segir Hrönn. Hinar í dómnefndinni
eru Elísabet Ronaldsdóttir klipp-
ari, Sitora Alieva, dagskrárstjóri
rússnesku kvikmyndahátíðarinnar
Kinotavr, Elva Ósk Ólafsdóttir leik-
kona og Jessica Hausner, leikstjóri
myndarinnar Lourdes sem verður
sýnd á RIFF.
Alls munu fjórtán myndir keppa
um Gyllta lundann í ár, þar á meðal
Kelin frá Kasakstan, Eyes Wide
Open frá Ísrael og Dogtooth frá
Grikklandi. - fb
Iben formaður dómnefndar á RIFF
IBEN OG TRÚÐARNIR Iben Hjejle ásamt þeim Casper og Frank þegar þau komu
hingað til lands á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STÆKKAR HRATT
OG VEL Ásta segir
mikilvægt að hlúa
að sprotafyrirtækj-
um því þá geti þau
stækkað hratt og vel.
Fatamerkið E-label
hefur dafnað vel og
verður bráðum fáan-
legt í tískuversluninni
Topshop við Oxford
Circus í London.
Eftirvinnsla stendur yfir á myndinni
Bjarnfreðarson sem aðdáendur
Nætur- og Dagvaktarinnar bíða eftir
með mikilli eftirvæntingu. Leikstjór-
inn Ragnar Bragason mun eiga í
mestu erfiðleikum með að klippa
myndina niður í hæfilega lengd
vegna hins mikla efniviðar
sem hann hefur úr
að moða. Líklegt má
telja að hluti af þeim
atriðum sem klippt
verða út muni í staðinn
rata á DVD-útgáfu
myndarinnar.
Og aðeins meira úr herbúðum
Vakt-liðsins því nú er hafin mikil
auglýsingaherferð fyrir Fangavakt-
ina. Ólafur Ragnar, sem Pétur
Jóhann leikur, er þar í aðalhlutverki
því heimasíða og strætóauglýsing-
ar eru farnar að sjást um bæinn
og þar má líta Ólaf Ragnar í fullri
stærð auglýsa fasteignasölu sína
og að það sé „vangefið að gera“.
Þetta minnir ögn á fasteigna-
auglýsingarnar þegar
góðærið stóð sem
hæst og fasteignasalar
voru á hátindi frægðar
sinnar. En nú er jú
öldin önnur
á frosnum
fasteigna-
markaði.
Meira af sjónvarpi því Stöðvar
2-menn eru farnir að leggja
snörur fyrir fræga fólkið og reyna
fá það til að taka þátt í
íslensku útgáfunni af
Wipeout. Einhverjir
hafa gefið vilyrði sitt
fyrir þátttöku sinni en
ein manneskja hefur
þegar sagt nei. Ásdísi
Rán fannst það víst
ekki hæfa sinni ofur-
fyrirsætu-stöðu að
böðlast um í leðju
og vatni og svo
var djobbið víst ekki
launað. Þótt flug
og uppihald væri
borgað af sjónvarps-
stöðinni. - fb/fgg/afb
FRÉTTIR AF FÓLKI