Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 30
194
SPEGILLINN
.•Hjelt him væri
Ali Baba“
EITT kröfubrjefið, sem vilst
hefur til mín í sambandi við
Rannveigarlofoi ðin, er ólíkt
hinum. Þar segir m a ,, J
Rannt?eig taldi okkur trú um,
að hún va?ri einskonar Ali I
Baba, sem gæti með einu augna '
tilliti, eða handabendingu veitt;
okkur öil lífsins gæði. HvenærJ
ætlar hún að byrja að galdra?“:'
Mbl-Vh 'Sj
Ég ók rétt á eftir borgarstjóranum okkar, blessuðum, og
svona til öryggis ók ég strax til baka hina brautina. Það er
allt í lagi með Lækjargötuna.
Svo sátu þær um stund og hugsuðu.
— Ekki veit ég, hvað ég á að láta mér til hugar koma að
gefa honum Ásláki mínum í jólagjöf, sagði Mannbjörg eftir
stundarhugsun. — Aðalvandinn er þó að finna heppilega
krókaleið. Bezt þætti mér, ef þú vildir nú lofa mér að fljóta
með á þeirri krókaleið, sem þú ferð til að ná í jólagjöf handa
Hálfdáni.
— Við skulum ekki hafa miklar áhyggjur af því máli. Það
lagast einhvernveginn. En núna er ég talsvert að velta því
fyrir mér, hvaða jólagjöf ég muni sjálf geta fengið. Ég er
nefnilega að nudda í Hálfdáni með að gefa mér eitthvert
menningarverðmæti.
— Alltaf dettur þér eitthvað frumlegt í hug, Hallbjörg
mín, sagði Mannbjörg undrandi. — Er nú líka hægt að gefa
svoleiðis?
— Vitanlega er það hægt. Mig langar til að eignast eitt-
hvað með flutningsrétti, eins og t. d. leikrit. Þau geta verið
góð, ef þau eru eftirsótt, og líklega betri en einhver Hinde-
mithsk graðhestamúsík, jafnvel þótt henni væri snarað á ís-
lenzku. Ég er alltaf að eggja Hálfdán á að leggja sig eftir
menningarverðmætum, en hann segir alltaf að engin eign sé
í þeim. Það er flutningsrétturinn, maður, sem er verðmæti,
segi ég. Obbinn af ágóðanum í fimm smálöndum er ekki mik-
ið á heimsmælikvarða, en getur þó orðið drjúgur, og innan-
lands er óhætt að smyrja ríflega, þegar ríkið er að verða
aðalflytjandinn. Hálfdán gæti auðveldlega skipulagt þetta
sniðuglega; stofnað Þjóðarógæfu, ég meina Þjóðarútgáfu,
og stofnun, sem gæti kallast HEF, stytting á orðunum: Hálf-
dán Eigandi Flutningsréttar. Ég er ekki í vafa um, hvernig
færi, ef í hart færi milli HEFS og STEFS, ef Hálfdán væri
búinn að taka það í sig, að hætta ekki fyrr en hann hefði það.
Ég hef bent honum á, að verzlunarsambönd — og jafnvel
svarti markaðurinn sjálfur — geti brugðist, en menningar-
verðmætin lifi af allar kreppur.
— Og hvað segir Hálfdán um það? spurði Mannbjörg.
— Hann er rækalli vantrúaður á það, svaraði Hallbjörg.
Bob á beygjunni.
um vaxandi aldur — fœkkandi möguleika.
Hugmyndin úr samtali viö vin minn.
Með aldri fækkar ýmsum vonum,
öllum þessum fögru konum,
er ég sá í æskuhilling
og áttu að verða lífs míns fylling.
En forlögin mig flestar sveik um.
Því fækkar aðeins — möguleikum.
SVB.
MENNTAMÁLARÁÐHERRANN
í Egyptó er nýleg'a farinri frá völdum, og- ber fyrir sig' slen og slapp-
elsi, en nasvísir fréttamenn seg'ja hinsvegar, að þetta sé bara lyg'i, held-
ur sé hann svona hræddur við kvenfólkið í landinu, og hafi undanfarið
engan frið ó sér haft af þess völdum. Sýnir það sig, að hann hefur
bannað púður og varalit, skyldað konur til að ganga í skósiðum pils-
um og bannað að kenna piltum og stúlkum saman. Sé þetta satt, er
það samanlagt á við eitt meðal-slappelsi.