Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 8
4
SPEGILLINN
Þekktar útvarpsraddir
Eftlr Dúk & Disk
Það er harla merkilegt fyrirbæri í tilverunni, sem kalla
mætti þekktar útvarpsraddir. Svo að vér gjörumst nú svo-
lítið heimspekilegir, viljum vér byrja á því, að það er eins og
téðar raddir geti á einhvern óleyfilegan hátt læðst inn í til-
veru vora og fylgt oss upp frá því í vöku og svefni. En menn
athugi það fyrst, að til eru bæði góðir og vondir draumar. En
raddirnar eiga ekki sök á þessu fremur en vér sjálfir, ef þá
um nokkra sök er að ræða.
Eins og menn muna, sem komnir eru yfir gagnfræðaskóla-
stigið eftir nýju fræðslulögunum (já, þetta eru víst nokkurs
konar lög, þótt enginn viti í hverju þau séu fólgin), þá munu
augun alloft vera nefnd spegill sálarinnar (þessi talsháttur
skapaðist á meðan menn höfðu sál). Eins mætti sjálfsagt
segja, að röddin væri nokkurs konar geisli eða endurvarp
sálarinnar, þó að hún hins vegar komi ekki beint frá sálinni,
heldur einhvers staðar úr undirdjúpunum í nánd við nafl-
ann. En eigi að síður fullyrða fróðir menn, að röddin sé ekki
annað en sveiflur, svo að þetta má allt til sanns vegar færa.
Þegar svo þessi endurköst sálarinnar koma til vor kvöld eftir
kvöld í gegnum útvarpstækið, og segja okkur sínar sögur,
þá er eins og þær verði að sjálfstæðum persónum og kynni
sig sem fulltrúa þeirra persóna, sem dyljast einhvers staðar
hinum megin við allt, sem sjáanlegt er.
Ég sé nú, að það muni smám saman kominn tími til að
komast að efninu, eins og karlinn sagði. En ég segi eins og
er, að það er ekkert gaman að leggja í það að lýsa þessum
óboðnu persónum, sem stökkva inn í stofuna til manns á kvöld-
in og maður bara heyrir, en ekki sér.
Þá er það fyrst heiður þeim, sem heiður ber, og það er hin
gamalkunna rödd Helga Hjörvars, sem mun nú eiga 20 ára
afmæli sem gestur eða öllu heldur vistmaður í stofum vor
gjaldendanna. Oft þykir þessi vistmaður þaulsætinn mjög og
burðarþol raddarinnar mikið, þegar hún slöngvar heilum bíl-
hlössum af orðum inn á stofugólf vort. Eigi þekkjum vér
þann, sem röddina sendir, en hún kynnir sig alltaf sjálf með
þessum orðum: „Hér em ek“, því að röddin er vel að sér í
fornum fræðum eða öllu heldur fornlegum lesningum. Stund-
um er röddin klyf juð þingfréttum og er þá úr mörgu að moða
og um leið mörgum aufúsugestur, því að menn eru nú þannig
gerðir, að þeir vilja leita af sér allan grun um, að Alþingi
hafi samþykkt nokkur lög af viti. En stundum kemur röddin
með erindi (oftast eftir aðra) eða þá upplestur eða útvarps-
sögu. Að útvarpssögunni hlær hún oft, því að þá þykir henni
gaman. Stundum hlær hún í staðinn fyrir persónurnar, en
stundum hlær hún bara af sjálfu sér, af því að henni líður
svo vel. í öllum þessum mismunandi myndum er röddin allt-
af eins búin, og þó að hún þykist vera einhver önnur per-
sóna, þá kemur hún alltaf upp um sig, af því að hún segir
alltaf óvart, um leið og hún stekkur inn úr tækinu: „Hér em
ek“. En þá leikur maður bara með og læzt halda, að hún sé
einhver önnur persóna, og þá er hún ánægð. Þetta er orðið
langt mál, en það er líka helgað heiðursvistmanni.
Til heiðurs þeim sama nefnum vér næst rödd Sonar dittó.
Hún kemur inn til vor um langan veg að segja tíðindi. Því er
von að hún hafi dálitla loftriðu, enda gengur hún í bylgjum
eins og skip, sem stendur af sér stórsjóa. Hún hoppar kannske
allt í einu upp í loft og fellur fjaðurmögnuð niður aftur, því
að hún er létt á sér og hnellin og mikill leikur í henni. Röddin
segist vel vita hver hún er og segist eiga að erfa landið. Rödd-
in dvelst sjaldnast hjá oss lengur en fimm mínútur í einu, en
þá er hún líka búin að gera oss hálfringlaða af loftriðunni.
Þá er að geta raddar eins þulanna og höldum vér að hún
sé send af þul, sem Jón Múli heitir, en þó er þetta birt án
ábyrgðar eins og happdráttanúmerin í Morgunblaðinu. Þetta
er ein þægilegasta þularröddin, þó að ógleymdum Pétri. En
hún vekur alltaf sérstaka athygli vora fyrir hina einkenni-
legu slaufu, sem hún dregur alltaf á eftir sér. Já, rödd með
Árið, sem útlendir maðkar
átu vort kál og lyng.
Árið, sem uppbótarmaður
komst atkvæðalaus á þing.
Árið, sem Eggert á Ströndum
enginn virti svars.
Það var árið, sem þjóðin taldi
bara þrjátíu daga í marz.
Árið, sem íslenzk tunga
ómaði um rússnesk höf.
Árið, sem Ólafur færði
íslandi stjórn — að gjöf.
Árelíus.