Spegillinn - 01.01.1950, Qupperneq 9
SPEGILLINN
5
slaufu, það hlýtur að vera einkennileg rödd. Slaufu sér mað-
ur að vísu, en ekki rödd. Því verður að skoða hana sem eins
konar hnykk í endann, fyrst uppgang og svo niðurgang.
Henni finnst hún ekki geta án hnykksins á halanum verið,
ef hún á að geta endað setningu rétt, og verðum vér að segja,
að hlykkurinn fer henni oft ekki illa eins og sumum dýra-
tegundum. Aftur á móti virðist hlykkurinn hafa breiðzt út
á hina yngri og óreyndari þuli, sem ekki geta borið halann
uppi af þeim sökum. Það er ekki sama, hvernig hlykkur á
einum hala er borinn.
Þá víkjum vér næst að röddinni hans Axels Thorsteins-
sonar. Sú rödd hoppar ekki inn úr tækinu, heldur dregst hún
inn á gólfið og leggst þar, og er þá oft steinsofnuð fyrr en
mann varir. En þó að hún sofni kannske ekki, þá er hún allt-
af syfjuð og geispandi og yfirleitt ákaflega þreytuleg. Vér
höfum oft hugsað um að nefna það við hana að leita sér'lækn-
ingar við þessum kvilla, en ekki haft brjóst í oss til þess.
Það er eins og hún komi úr skemmdum góm eða öðru mjög
lélegu húsnæði, kannske bragga, hvað oss ekki undrar undir
stjórn „íhaldsmeirihlutans í Reykjavík". Til dæmis eru essin
oft ekki annað en blístur og bendir það allt til húsnæðisvand-
ræðanna í munninum.
Maður er nefndur Andrés Björnsson, einhvers konar hægri
hönd í útvarpinu — kannske bara sú vinstri, en þá er hann
lika örvhentur, því að rödd hans er oft á ferðinni. Hún þyk-
ist hafa flutt Passíusálma í sinni tíð og hafa látið það svo
vel, að hún vill ekki leggja niður Passiusálmasvipinn. Þegar
hún er með skáldleg kvæði, en að þeim þykir henni mikið
gaman, þá höldum vér alltaf að hún sé með „tJt geng ég ætíð
síðan“, þangað til vér erum farinn að fylgjast með efninu.
Röddin er þýðgeng mjög, en alltaf heldur hún sér niðri á
skeiði, þótt hún viti að hún eigi að tölta, brokka eða stökkva.
Þá vinnst ekki tími til, eins og maðurinn sagði, að taka
fyrir öllu fleiri raddir, en þó má geta örfárra, sem koma til
vor inn úr tækinu í nokkurs konar fastri lausamennsku.
Þá er það rödd Karls ísfelds, ritstjóra nokkurra blaða og
þýðara skiljanlegra og óskiljanlegra tungumála. Þetta er all-
fyrirferðarmikil rödd, þó að hún komi alltaf umvafin skýi
eins og Móses niður af Sínaífjalli, ef vér kunnum rétt að
nefna það. Þessi þokuslæðingur um hana gerir það að verk-
um, að vér vitum aldrei, hvað hún er að vilja, hvort hún vilji
vera blíð eða reið, hrygg eða glöð. Hún birtist bara sem þoka
(sko, í líkingu talað) og oft kemur úr henni hraglandi eða
súld.
Þá má ekki minna vera en minnzt sé á eina meyjarrödd,
og viljum vér sízt súta heimsóknir hennar. Hún tjáir oss, að
hún komi frá blaðfreyjunni Margréti Indriðadóttur. „Sú
rödd var svo fögur“, eins og karlinn sagði. Hún stekkur
stundum inn á skrifborðið og þá er sem vér sjáum hana í allri
sinni dýrð. Hún stígur dansspor eins og tízkusýning með
aðra höndina á mjöðminni, en hina upp með eyranu og lætur
pilsfaldinn flaka frá beru hnénu. Þetta er allt-svo röddin.
Svo er sem hún snúi sér fyrir framan spegil, „eins og við
stelpurnar fáum orð fyrir að gera, áður en við förum út, en
gleymum þó sjaldnast að dyfta á okkur néfbroddinn". Svona
minnir oss að röddin orði enhvern veginn setningar sínar.
Og þegar þetta er svo sagt í hæfilega tilgerðarlegum tón með
tunguna oftast langt aftur í munni (því að einhvern veginn
er tungunni illa við að vera miðsvæðis, enda þótt henni bæri
að skreppa þangað einstöku sinnum), þá álítum vér, að
því sé hinni fögru rödd sæmileg skil gerð.
Þá vinnst ekki tími til ---o. s. frv.
FORNLEIFAFÉLAGIÐ
varð sjötug-t á síðastliðnu ári — stofnað 1879. C
um farið að rannsaka sjálft sig.