Spegillinn - 01.01.1950, Síða 13
SPEGILLINN
9
Ávarp:
„FáSir vor. Þú sem ert í Moskvu“.
I.
Skyggnumsk austr of ál
þú mín arma sál,
hvar traustr og tignarstór
trónir faðir vór,
og sjötigr sýpur hregg,
en ber sex metra skegg.
Kætask komintröll
í Kremlarhöll.
Hvert skáld og skriffinnur
hyllir skósmiðsbur,
þann es aldrei veik
úr hildarleik,
en í bylting bar
stórheildsalar (ekki neitt í stíl við þá í Columbía og Gísla
Halldórsson), sem ráða hvaða músík er skellt á markaðinn.
Og sú músík, sem þeir skella á markaðinn, selst, en engin
önnur. Nú hef ég varið löngum tíma til að ná hinum nauð-
synlegu samböndum við þessa stórkalla, svo að ekki stendur
á mér, ef nauðsynlegur skilningur yfirvaldanna væri fyrir
hendi.
5) Þykir mönnum vér leggja nokkuð þunga tolla á þá tón-
list, sem vér flytjum inn. En hljómlistarkaupendur vorir ættu
að gæta þess, hve feiknarlega dýrt skrifstofuhald vort er, til
að halda þessu öllu gangandi. Ekki er hægt að ætlast til þess,
að vér og starfsfólk vort svelti við alla þá vinnu, sem fer í að
skipuleggja og útdeila hljómlistinni í landinu. Vér höfum
mismunandi deildir fyrir söng og spil og eins fyrir flokka
eins og kvartett, tríó, dúett og sóló, að ekki sé talað um hinar
ýmsu tegundir eins og symfóníur, óratóríur, fúgur og m. fl.
Og þá höfum vér margar tegundir af útgáfum og hlutafélög-
um, sem of langt mál yrði upp að telja.
6) Halda menn, að vér gerum ekkert nema að semja gjald-
skrár, sem er þó ekki lítið verk, þegar þarf að umsemja þær
á mánaðarfresti. En sú fullyrðing er fljótlega afsönnuð. Ég
get bent á, að nú er flest innflutt tónlist seld góðu verði fyrir
ötula starfsemi vora og í gegnum oss til allra tónflytjend-
anna (smásalanna) í landinu. En áður gátu menn óáreittir
flutt alla tónlist fyrir ekki neitt.
Gefið að Landsyfirútgáfunni að Reykjavík
þann 9. dag janúarmánaðar árið 1950 e. Kr.
Jón Stefs
sjálfur.
(Stimpill.)
fram til blessunar
fyrir fólk snautt
merki fagurrautt.
II.
Árdegis austantóra
inn smaug í mína sál,
æsti þar elda stóra
item hið rauða bál.
Ástin, sem ég fékk á þér
var alblind og dæmalaus.
Þar liggur ein línan frá þér
inn í lítinn, íslenzkan haus.
Á sólrauðum sovétfáki
sveima um byggðir lands
Brynjólfur, Einar og Áki,
iðkandi línudans.
Og fleiri af því fénaðarhúsi
líta fagnandi í austurveg,
svo sem fröken Katríin og Fúsi,
Finnbogi Rútur og ég.
Svo fjölgar þeim einnig óðum,
sem austrænan feta stig.
Bjarna og Truman við bjóðum
byrginn og treystum á þig.
Faðir! Hér stend ég og stari
með stjórnlausri lotning til þín.
— Tító og Furubotn fari
til fjandans með afglöp sín.
III.
Far vel um aldur, faðirinn beztur,
fátæklegt kvæðið svo enda ég.
Viljann til áframhalds ei mig brestur,
en andagiftin er lieldur treg.
— Úr skýjunum rýkur, er rauður hestur
rennir um loftið í austurveg.
Félagi Þóroddur þess mig letur
að þenkja nokkuð um landsins hag.
En öfund og kvíða að mér setur,
er ég lít yfir þennan brag.
— Þeir minnast þín sjálfsagt miklu betur
S Morgunblaðinu og Pravda í dag.