Spegillinn - 01.01.1950, Side 15
SPEGILUNN
11
El'tir hádes>#íréttir i gær
Rat'st útvarpshlustendura tíeki-
læri til að hlýða á boðskap
uokkurn írá manni er kynntj
sig vera rukkara hins heilaga
Þoriáks, oj; tilkynnti hann að
nú hefði dýrllngurinn um skeið
hftlt opna skrifstofu i Yarðar-
lyktandi þarna inn í rúgbrauðsgerðinni, ha, ha, sagði pabbi.
Seinna um kvöldið fórum við mamma út að kaupa eitthvað
fyrir pabba, og mamma hélt það væri bezt að fá einhverja
bók. Við skoðuðum margar bækur og einn kall vildi endilega
láta okkur kaupa ljóð Bóluhjálmars í skinnbandi, en mamma
hélt það væri of róttækt fyrir pabba. Svo sáum við líka eina
bók með afskaplega ljótri mynd framan á og maðurinn sagði
að þetta væri einhver bezta bókin, sem völ væri á, og mamma
fór að blaða í henni. Svo henti mamma bókinni og sagði að
þetta væri óttalegt bull, tómar vitnaleiðslur og vottorð, og ég
hef oft séð hitt og þetta undarlegt þótt ég hafi aldrei verið
hjá vonda fólkinu á Snæfellsnesi og eilífðarverunum þar og
ég þarf engin vitni eða vottorð upp á svoleiðis, og svo er þessi
mynd líka fyrir neðan allar hellur og til háborinnar skamm-
ar, og góðir rithöfundar eins og Þórbergur ættu ekki að
leggja sig niður við að skrifa svona kjaftæði, sagði mamma
og maðurinn var alveg hissa. Svo keyptum við loksins Sögur
ísafoldar og afskaplega held ég pabbi verði glaður, þegar
hann les nafnið á bókinni. Annars finnst mér nú, að við hefð-
um átt að láta pabba lesa fyrst Játningarnar, sem við gáfum
honum í fyrra, áður en við færum að gefa honum aðra bók.
Við hlustuðum á útvarpið á Þorláksmessudag, þegar rukk-
arinn hans Þorláks heitins var að tala og mamma sagði, ósköp
leiðist mér þetta hörmungavæl í manninum, en pabbi sagði
að það væri aldrei of rækilega brýnt fyrir fólki að gleðja
hina snauðu um jólin. Mamma sagðist ekki búast við, að fólk
væri yfirleitt neitt fátækara um jólin en endranær, og það
væri bara hræsni og innantómur fagurgali þetta gjafa- og
hjálparvesen, eins og það sé svo sjálfsagt að fólk líði skort
allan ársins hring bara til þess að efnaðri menn geti státað
af því að hafa fleygt í það lítilræði um jólin, sagði mamma.
Sumir eru efnaðir, en aðrir fátækir, sagði pabbi, svoleiðis
hefur þetta alltaf verið. Og sumir eru hræsnarar og aðrir
ekki, sagði mamma, svoleiðis hefur það alltaf verið.
Pabbi geymdi samt einn tíkall handa rukkara Þorláks heit-
ins, ef hann skyldi koma, og hringdi tvisvar á skrifstofuna
hans í síma 80785, en umboðsmenn Þorláks heitins hafa víst
ekki verið við, því það anzaði enginn á skrifstofunni hans.
Kannski hefur líka skrifstofufólkið hans verið úti að rukka.
Við vorum svo hjá frænku hans pabba um jólin og hún á
tvo fullorðna krakka, og þegar farið var að spila í Betlihem
og Heims um ból, þá fussuðu krakkarnir og sögðu, af hverju
spilar hann Björn R. ekki heldur jass í kvöld, þau eru svo
leiðinleg þessi rímnalög, og þetta er áreiðanlega eftir hann
Jón í Stefi, sögðu krakkarnir. Annars var anzi gaman, og
kannske verð ég eftir hér í Reykjavík í vetur, því að pabbi
er að hugsa um að láta mig læra afslöppunarleikfimi eins og
hjá henni falkanen, svo yfirborðið á mér verði stíft og fágað
og góð rækt í sálinni, og vertu nú margmargblessuð.
Þín Stefanía. .