Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 4
4 18. september 2009 FÖSTUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. á morgun frá 10 til 16. DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Hann greiðir nær 170 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn réðst á mann og skallaði hann í andlitið. Sömu nóttina réðst hann á annan mann með barsmíðum sem leiddu til þess að framtönn fórnarlambs- ins brotnaði. Þegar lögregla hafði afskipti af árásarmanninum kýldi hann lögreglumann í and- litið. Þurfti að beita piparúða til að yfirbuga hann. Hann var síðan færður í fangageymslur. - jss Tvítugur piltur í fangelsi: Barði tvo og réðst á lögreglu DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm yfir þremenningum sem stóðu, ásamt öðrum, að stórfelld- um svikum úr Tryggingastofn- un ríkisins á tímabilinu frá 2002 til 2006. Fólkið, tveir karlar og kona, gerðist sekt um hylmingu með því að taka við fé sem höf- uðpaurinn í málinu, Rannveig Rafnsdóttir, 45 ára, sem starfaði hjá stofnuninni, stakk undan. Einum er sem fyrr gerð tólf mánaða refsing, þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. Sex mánaða dómur hins er nú skil- orðsbundinn til hálfs, og sex mánaða dómur stúlkunnar skil- orðsbundinn að fullu. Alls voru þrettán upphaflega dæmdir sekir fyrir aðild að málinu. - sh Svik úr Tryggingastofnun: Tveir svikarar settir á skilorð FÓLK Geir Haarde verður gestur í spjallþættinum Skavlan á sænsku sjónvarpsstöðinni SVT 1 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Þáttur stjórn- andans Fredrik Skavlan er einn vinsælasti spjallþáttur Skandinavíu. Í þættinum mun Geir tjá sig um efnahagshrun- ið og pólitísk og persónuleg áföll sem leiddu til þess að hann steig úr stóli forsæt- isráðherra. Meðal annarra gesta í þættin- um eru Eurovision-stjarnan Alex- ander Rybak,leikkonan Liv Ull- mann og fleiri. SVT 1 er að finna í stóra pakka fjölvarps Stöðvar 2. - kg Sænska sjónvarpið: Geir Haarde í spjallþætti GEIR HAARDE BANDARÍKIN Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hætt hefði verið við áform um flugskeytavarnir í Póllandi og Tékklandi. Obama segir ákvörð- unina tekna eftir endurskoðun á varnaráætlun landsins og vegna hættunnar sem stafar af Írönum. Samkvæmt samningi sem und- irritaður var í ágúst í fyrra stóð til að flugskeytavarnirnar yrðu til- búnar árið 2012. Í sjónvarps ávarpi í gær sagði Obama að áætluninni hefði verið breytt til að geta var- ist betur hættunni sem steðjar að Bandaríkjunum. Samkvæmt for- setanum stafar meiri hætta af skamm- og meðaldrægum flug- skeytum sem Íranir gætu miðað að Evrópu, en minni hætta af langdrægum flugskeytum en talið hafði verið. Nýja áætlunin trygg- ir „betri, klókari og fljótari“ vörn fyrir Bandaríkin og bandamenn þeirra, að sögn Obama. George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var eindreginn stuðningsmaður þess varnarkerf- is sem tekið var til endurskoðun- ar að skipun Obama. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, fullyrti í gær að ekki væri ætlunin að hætta við flugskeyta- varnir í Evrópu. Viðræður stæðu yfir þess efnis að senda skip með Aegis-varnarkerfi til varnar evr- ópskum bandamönnum. Varnar- kerfi á landi yrði síðan komið upp í kringum árið 2015. - kg Endurskoðun á varnaráætlun Bandaríkjanna hefur áhrif: Hætta við flugskeytavarnir HVÍTA HÚSIÐ Obama tilkynnti um ákvörðunina í sjónvarpsávarpi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 26° 20° 23° 21° 19° 20° 25° 25° 19° 18° 24° 21° 25° 33° 18° 24° 27° 17° 10 10 10 10 11 11 12 10 8 8 6 5 8 5 Á MORGUN 3-8 m/s. 2 6 SUNNUDAGUR 10-18 m/s sunnan og vestan til annars hægari. 3 2 2 4 5 6 10 9 10 10 9 1212 10 13 11 HELGARHORFUR Það verður vætusamt sunnan- og vestan- lands um helgina. Á morgun verður þurrt og bjart með köfl um norðaustan og austan- lands og hægur vindur en á sunnudag ganga yfi r landið úrkomuskil og þá má búast við vætu mjög víða þó hún verði sýnu minnst á Norður- og Aust- urlandi. Vindur vex töluvert á sunnudag, einkum vestan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Danski ríkisendur- skoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rann- sóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að mál- sókn gegn stjórn danska fjármála- eftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eft- irlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknar- nefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eft- irliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rann- sókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar,“ segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöð- una úr álagsprófum íslenska Fjár- málaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mán- uði fyrir hrunið. Samkvæmt próf- inu var staða íslensku viðskipta- bankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðað- ist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisend- urskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðn- ar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eft- irlitið hafi síðan samþykkt skoð- un á bankan- um þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerð- ar voru til hans. Slíkt hafi endur- tekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðend- um milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrsl- unni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starf- semi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarleg- ar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar. kristjan@frettabladid.is Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu Ríkisendurskoðandinn í Danmörku mun kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem liggur til grundvallar málsókn gegn hinu danska FME. Sambærileg rannsókn á íslenska FME hefur farið fram. Álagspróf bankanna einnig í skoðun. Í SKOÐUN Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, mun ásamt starfsfólki sínu funda með danska ríkisendurskoðandan- um um störf Fjármálaeftirlits- ins og hlutverk stjórnar og stjórnenda þess í næstu viku. Gera má ráð fyrir að Jónas Fr. Jóns- son, fyrrverandi forstjóri FME, muni bera á góma. TYRKLAND Tyrkinn Sultan Kosen er hávaxnasti maður heims. Þetta er staðfest og kemur fram í nýjustu Heimsmetabók Guinnes. Kosen, sem er 27 ára, er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Í heimsmetabókinni kemur jafnframt fram að Kosen er með stærstu hendur og fætur sem sögur fara af. Hendurnar mælast 28 sentimetrar frá úlnlið og fram á fingurgóma. Skóstærð Kosens er í kringum 60 en fæturnir mælast tæplega 37 sentimetrar. Kosen er tíu sentimetrum hærri en sá sem áður var talinn hæstur, hinn kínverski Bao Xishun. Mælist 2,47 metrar á hæð: Hæstur í heimi í skóm númer 60 MYNDARMAÐUR Sultan Kosen er hæsti maður í heimi. Fíkniefni fundust við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Kópavogi síðdegis í fyrradag. Um var að ræða kannabis og kannabisfræ. Innandyra voru tveir karlar og tvær konur en fólkið hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. LÖGREGLUMÁL GENGIÐ 17.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,4298 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,28 123,86 203,94 204,94 181,54 182,56 24,393 24,535 21,097 21,221 17,969 18,075 1,3551 1,3631 195,63 196,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.