Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 18
18 18. september 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Bjarni Lárus Hall, eða Baddi í hljóm- sveitinni Jeff Who?, heldur upp á þrí- tugsafmælið sitt í kvöld. Veislan verð- ur haldin á annarri hæð Priksins og þangað verður helstu vinum og vanda- mönnum boðið. „Ég er alltaf hræddur um að gleyma einhverjum og ætla að reyna að láta þetta spyrjast út meðal fólks. Ef það eru einhverjir þarna úti sem ég gleymdi að bjóða þá er fínt að nota tækifærið og bjóða þeim,“ segir Baddi. Hann ætlar ekki að syngja með hljómsveitinni í afmælinu og vill miklu frekar sinna gestunum eins vel og kostur er. „Hljómsveitin verð- ur þarna en ég efast um að við spilum nokkuð. Ég efast líka um að Jeff Who? fari á fóninn. Vinir mínir mæta alveg nógu mikið á tónleika. Ég vil ekki íþyngja þeim í afmælinu líka.“ Badda líst ágætlega á að verða þrí- tugur og kvíðir því engan veginn. „Ég ætlaði alltaf að verða fullorðinn þegar ég yrði þrítugur en þá var allt í svo góðu ástandi í þjóðfélaginu. Núna sé ekki mikinn tilgang í því að verða full- orðinn og setjast fyrir framan tölvu- skjá. Ég get verið ungur áfram.“ Baddi heldur bara upp á stórafmæl- in sín og síðast hélt hann upp á 25 ára afmælið á skemmtistaðnum Sólon. Hann óskar ekki eftir neinu sérstöku í afmælisgjöf, nema þá helst vina- böndum sem hægt er að setja um úln- liðinn. „Ef það er eitthvað sem skil- ur eitthvað eftir sig er það vinaband. Þau eru ódýr líka.“ Áður en afmælisveislan hefst í kvöld taka Baddi og félagar í Jeff Who? þátt í úrslitakvöldi Popppunkts í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Spurður hvort hann ætli ekki að sigra í tilefni dagsins kemur hik á hann: „Ég hef tvisvar sinnum fallið úr efstu deild í fótbolta á afmælisdaginn og við erum að fara að keppa við Ljótu hálfvitana. Það er frekar ólíklegt að það verði breyting þar á,“ segir hann og hefur greinilega sætt sig við bölv- unina sem virðist fylgja afmælisdeg- inum. „Það er allt í lagi, fall er farar- heill.“ freyr@frettabladid.is BJARNI LÁRUS HALL: FAGNAR ÞRÍTUGSAFMÆLI Hættur við að verða fullorðinn BADDI Bjarni Lárus Hall heldur upp á þrítugsafmælið sitt í kvöld, skömmu eftir úrslitaþátt Popppunkts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRETA GARBO FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI. „Lífið gæti verið yndislegt ef við aðeins vissum hvern- ig við ættum að haga því.“ Sænska leikkonan Greta Garbo (1905-1990) gerði garðinn frægan með myndum á borð við Queen Christina (1933) Anna Karenina (1935). Frægt var þegar Garbo dró sig fyrirvaralaust í hlé frá kvik- myndaleik árið 1941 og sást ekki á hvíta tjaldinu eftir það. MERKISATBURÐIR 1699 Jón Vídalín biskup gengur að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Leirá. Athöfnin fer fram í Skálholti. 1810 Sjálfstæðisdagur Chile. 1911 Pétur Stolypin, forsætis- ráðherra Rússa, er skot- inn fyrir utan óperuhúsið í Kænugarði. 1931 Mukden-atburðurinn í Mansjúríu veitir Japönum átyllu til þess að ráðast á Kína. 1968 Knattspyrnukappleik Vals gegn portúgalska liðinu Benfica lýkur með marka- lausu jafntefli. Áhorfendur eru 18.243 sem er vallar- met. 1981 Franska þingið afnemur dauðarefsingu. 1984 Kröflueldum lýkur en þeir höfðu staðið frá 1975. Maó Zedong (26. desember 1893-9. september 1976) var kínverskur marxisti og pólitískur leið- togi Kína. Hann tók þátt í stofnþingi Kommúnistaflokks Kína árið 1921. Hann var síðan skipaður formað- ur Kommúnistaflokks Kína á 7. flokksþingi hans árið 1945. Kommúnistaflokkurinn stofnaði Al- þýðulýðveldið Kína árið 1949 undir forystu Maós. Var hann leiðtogi þess til dauðadags árið 1976. Maó er mjög umdeildur leiðtogi og hefur eink- um í seinni tíð verið gagnrýndur fyrir að standa fyrir menningarbyltingunni svokölluðu sem er talin hafa haft neikvæð áhrif á menningu Kín- verja. Síðustu ævidaga sína á Maó að hafa harmað að hafa ekki náð að breyta Kína í það heimsveldi sem hann hafði ætlað sér. Hann hélt skýrri hugs- un allt til dauðadags en heilsu hans hafði hrakað í nokkra mánuði áður en hann lét lífið 9. sept- ember 1976. Útförin fór fram í Peking 18. sept- ember það ár. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐST: 18. SEPTEMBER 1976 Maó lagður til hinstu hvílu Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Bogadóttir Hverafold 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 18. september kl. 13.00. Stefán Stefánsson Elín Pálsdóttir Vigfús Þór Árnason Karólína Sigfríð Stefánsdóttir Þórður Björgvinsson Stefán Bogi Stefánsson ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, dóttur og ömmu, Bryndísar Ragnarsdóttur Jaðarsbraut 25, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á blóðlækninga- deild 11 G fyrir frábæra umönnun. Halldóra Sigríður Gylfadóttir Leó Ragnarsson Hrefna Björk Gylfadóttir Stefán Bjarki Ólafsson Elva Jóna Gylfadóttir Elmar Björgvin Einarsson Ragna Borgþóra Gylfadóttir Arild Ulset Erna Björg Gylfadóttir Þórður Guðnason Bryndís Þóra Gylfadóttir Sigurður Axel Axelsson Elísa Rakel Jakobsdóttir og ömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Í haust eru fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta Gilwell- námskeiðið var haldið hérlendis. Gilwell-námskeiðin eru alþjóðleg foringjaþjálfun skáta, sem Baden Powell kom á fót árið 1919. Þjálfunin var upphaflega eingöngu ætluð þeim sem störfuðu með kvenskátum en Ísland var meðal fyrstu landa í heiminum til að sameina starf drengja- og kvenskáta í skátafélögum og einu bandalagi. Fyrsta námskeiðið, sem haldið var 19. til 27. sept- ember 1959, sóttu 24 en alls hafa um 800 sótt slík nám- skeið á Íslandi. Af þessu tilefni verður haldin Gilwell-hátíð á Úlf- ljóts vatni 19. september. Hátíðin verður opin öllum sem sótt hafa námskeiðin um árin, sem og öllum sem áhuga hafa á starfi skátahreyfingarinnar. Gilwell-skólinn fimmtíu ára FYRSTA NÁMSKEIÐIÐ Á þessari mynd má sjá þátttakendur á fyrsta Gilwell-námskeiðinu, sem haldið var fyrir hálfri öld. AFMÆLI ALLISON LOHMAN leikkona er þrítug. JADA PINK- ETT SMITH leikkona er 38 ára. LANCE ARMSTRONG hjólreiða- maður er 38 ára. EINAR MÁR GUÐMUNDS- SON rithöfundur er 55 ára. Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og frændi, Sigurður Karlsson verktaki, Fagurgerði 2b, Selfossi, sem lést á lungnadeild Landspítalans Fossvogi fimmtudaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. september kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinson-sam- tökin, reikningur 0111 26 25, kt. 461289 1779. Ingunn Guðmundsdóttir Bergljót Snorradóttir Sigurður Dagur Sigurðarson Sigríður Sif Magnúsdóttir Karl Áki Sigurðarson Snorri Sigurðarson Fjóla Kristinsdóttir Gauti Sigurðarson Kolbrún María Ingadóttir Þórarinn Karl Gunnarsson Kolbrún S. Hansdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.