Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 18. september Þegar Hildur Björns- dóttir, formaður Stúd- entaráðs, var lítil ætlaði hún að verða forsætis- ráðherra, Ungfrú Ísland og fimm barna móðir þegar hún yrði stór. Með aldrinum breyttust plönin, öll nema eitt, en Hildur gengur nú með sitt fyrsta barn. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Anton Brink É g á að eiga 2. janúar. Auðvitað veit maður aldrei hvernig barn maður fær en ef ég verð heppin ætla ég bara að halda áfram í skólanum strax eftir áramótin,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs, sem er gengin rúmlega fimm mánuði á leið með fyrsta barn sitt og unnustans, Jóhanns Más. Það er metnaðarfull áætlun að vera í meistaranámi samhliða því að sjá um hvítvoðung. En það er Hildar háttur að lifa tvöföldu lífi. Þegar hefur hún lokið tveimur háskóla- gráðum, í lögfræði og stjórnmála- fræði, þótt hún sé ekki eldri en 23 ára. Undanfarna mánuði hefur hún haft í nógu að snúast sem formaður Stúdentaráðs en hún leggur jafnframt stund á meist- aranám í lögfræði. „Ég er hálf- gerður brjálæðingur og þarf allt- af að hafa nóg að gera. En reynd- ar hafði ég hugsað mér að slaka á einu sinni og vera bara í námi eftir að starfi mínu sem formaður lyki. En þá varð ég ólétt.“ FIMM BARNA MÓÐIR Barnið í maganum var því óvænt- ur útúrdúr í lífi Hildar, sem hefur hingað til kappkostað að halda þétt um stjórnartauma lífs síns. „Ég hef planað líf mitt í þaula frá því ég var lítil og hef alltaf vitað hvert ég var að fara. En það var ekki á dagskránni að eignast barn strax. Mér leið meira að segja hálf- partinn eins og þetta yrði hneyksl- ismál því mér fannst ég svo ung. En svo var það auðvitað ekki og við erum mjög ánægð. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða fimm barna móðir, forsætisráðherra og Ungfrú Ísland. Ef ég ætla að ná að eignast þessi fimm börn þá er eins gott að byrja strax.“ Hin plönin hafa gufað upp með tímanum. „Ég gagnrýni ekki stelpur sem ákveða að fara í fegurðarsamkeppni, það er bara ekki fyrir mig. Og pólitíkin heillar ekki, að minnsta kosti ekki eins og er. Hún snýst allt of mikið um nornaveiðar og grimmd. Mér finnst þetta ekki virka mjög gef- andi og ég finn til með fjölskyld- um þeirra stjórnmálamanna sem eru í þessu stríði.“ VIRÐING FYRIR HÚSMÆÐR- UM Það er ekki skrýtið að Hildi langi til að eignast mörg börn. Sjálf kemur hún úr stórri og náinni fjöl- skyldu. „Við erum sex systkinin, þrír strákar og þrjár stelpur. Það voru mikil forréttindi að alast upp í svona stórum systkinahópi.“ Pabbi Hildar, Björn Ingi Sveins- son, er framkvæmdastjóri Kleos og mamma hennar, Katrín Gísla- dóttir, er listfræðinemi og hús- móðir, enda nóg að gera á svo stóru heimili. „Ég ber mikla virð- ingu fyrir húsmóðurstarfinu. Við systkinin græddum mjög mikið á því að fá að hafa mömmu heima og hún hjálpaði okkur mikið. Við vorum til dæmis öll snemma búin að læra að reikna og lesa.“ Hún stefnir þó ekki sjálf á að vera heima, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. „Ég held það sé frábært að vera heima með börnunum sínum og upplifa þau upp á hvern einasta dag. En mamma hefur allt- af alið okkur systurnar upp í því að það sé mikilvægt að við mennt- um okkur svo við getum séð fyrir börnunum okkar ef við missum maka okkar eða lendum í skilnaði. Svo ég ætla mér að vinna. Ég hef stundum verið að grínast með að ég þyrfti að eignast mann sem er til í að vera húsfaðir. En það er víst ekki á dagskránni hjá mínum.“ Hildi þykir margt á nútímakon- una lagt. „Við eigum að mennta okkur og vinna, af því nú getum við það. En við eigum líka að vera svakalega góðar húsmæður og æðislegar mæður. Stundum hugsa ég með mér að ég vildi að ég hefði fæðst á nítjándu öld. Þá gæti ég slakað aðeins á og verið ánægð með að vera „bara“ húsmóðir.“ KJÁNALEGUR FYLKINGAR- ÍGUR Hildur situr í Stúdentaráði í nafni Vöku, sem hefur löngum verið tengt Sjálfstæðisflokkn- um. Því liggur beint við að spyrja hvort hugurinn hneigist til hægri. „Tenging Vöku við Sjálfstæðis- flokkinn er ævaforn og á alls ekki við í dag. Ég hef þó aldrei bundið mig við neinn stjórnmálaflokk og ég segi ekki frá því hvað ég kýs. Ég er mjög leyndardómsfull hvað þetta varðar. En ég er í stúdenta- pólitíkinni fyrst og fremst af því ég hef áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta.“ Vaka var samt augljós kostur í hennar huga þegar kom að því að velja fyrir hvaða félag skyldi vinna. „Ég skoðaði bæði félögin vel og mér leist betur á Vöku en Röskvu. Aðallega vegna þess að ég er andvíg kynjakvótum og fléttu- listum. Ég kæri mig ekki um for- skot byggt á því að ég sé kona. Ég vil vera metin eftir hæfni og verð- leikum. En mér finnst fylkinga- rígur í hagsmunabaráttu stúd- enta kjánalegur. Við erum yfirleitt að berjast fyrir sömu hlutunum og ef við myndum bara taka höndum saman værum við miklu sterk- ari. Samstarfið við Röskvu hefur samt verið ágætt, þótt auðvitað séu alltaf einhver átök. Til dæmis þrætur um það hver á heiðurinn að umbótum, í stað þess að gleðj- ast þegar góðir hlutir nást í gegn. En ég reyni að taka ekki þátt í því. LIFIR TVÖFÖLDU LÍFI Erfingi á leiðinni Hildur gæti vel eignast fyrsta barn ársins 2010 en settur dagur er 2. janúar. Hún lætur þó ekki meðgönguna hægja á sér og stundar meistaranám í lögfræði samhliða starfi sínu sem formaður Stúdentaráðs. ✽ ba k v ið tjö ldi n „Mér finnst fylkingarígur í hagsmunabaráttu stúdenta kjánalegur. Við erum yfirleitt að berjast fyrir sömu hlutun- um og ef við myndum bara taka höndum saman værum við miklu sterkari.“ Draumadagur í hnotskurn: Í fjarlægu landi með hagstæðu gengi og fallegum verslunum – símalaus, netlaus og áhyggjulaus. Skemmtilegast að gera: Baka kökur, kaupa skó og ferðast með uppá- haldsfólkinu mínu. Leiðinlegast að gera: Horfa á fótbolta og vera veik. Þyrfti ég að gera bæði í einu yrði ég líklega öll! Besti maturinn: Ítalskur. Nema nammi sé matur? Uppáhaldsdrykkurinn: Klakavatn með sítrónu. Besta bíómyndin: Fellowship of the Ring, Pulp Fict- ion og Forrest Gump. Allar best- ar. Fyrirmyndin í lífinu: Foreldrar mínir. Uppáhaldsstaðurinn: Oddagata 15 á Akureyri, fyrrum heimili ömmu og afa. Þaðan á ég margar af mínum bestu æskuminn- ingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.