Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 16
16 18. september 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Hinn 18. ágúst 1634 var Urbain Grandier, prestur í bænum Loudun í Frakklandi, brenndur á báli fyrir galdra. Nunnur í klaustri þar í bæ höfðu tekið upp á þeim sið að hoppa fram og aftur með hinum afkáralegustu tilburðum, æpandi „ríddu mér“ og fleira í þeim dúr, og var prestinum gefið að sök að hafa ært þær með gjörningum. Þeir menn voru þó til, mitt í þessu galdrafári, sem trúðu ekki meira en svo á sekt Urbain Grandier; þeir litu kannske svo á að ungar stúlkur, dæmdar til æfilangrar vistar í klaustri, gætu tekið upp á því að hoppa um með kátleg frýju- orð á vörum, án þess að nokkrar fítonskúnstir væru með í spilinu. Urbain Grandier játaði heldur ekki á sig neina galdra, hversu mjög sem hann var pyndaður. En hann átti sér skeinuhættan andstæðing, Richelieu kardínála, sem þá var valdamesti maðurinn í landinu, og því fór sem fór. Um þetta mál hafa verið skrifaðar margar bækur, nokkrar kvikmyndir gerðar og ein ópera samin, og hafa menn velt ýmsu fyrir sér. Því hefur verið haldið fram að fyrir Richelieu hafi vakað annað og meira en að hefna fyrir einhverjar gamlar væringar, hann hafi viljað nota þetta mál til að gera tilraun, sem sé til að kanna hvort hann gæti notað galdra- ákærur til að berja niður pólitíska andstæðinga sína. Það gat virst nokkuð auðvelt að fyrra bragði, svo mjög óttuðust menn þá pok- urinn og hans bellibrögð. Eigi að síður hafi kardínálinn litið svo á að niðurstaða tilraunarinnar væri neikvæð, það væri of varasamt og vandmeðfarið að beita þess- ari aðferð í pólitískum tilgangi. Þannig má vera að með dauða sínum hafi Urbain Grandier óbeint komið í veg fyrir að Frakkland yrði á þessum tíma enn skelfilegra lögregluríki en það þó varð. Á Íslandi hefur einnig verið gerð tilraun undanfarin ár, til- raun með það hvernig óbeisluð frjálshyggja virki í raun, hvaða afleiðingar það hafi á þjóðfélag- ið ef farið er eftir kokkabókum hennar. Og margir munu nú líta svo á, eins og kardínálinn, að niðurstöður tilraunarinnar hafi verið neikvæðar. Kannske reyna þeir að hugga sig eilítið við að örlög Íslendinga geti orðið öðrum víti til varnaðar og þeir muni þakka okkur fyrir að hafa orðið til að sýna fram á ógöngurnar. En vera má að túlkunin á niður- stöðunum fari eftir sjónarhorn- inu. Ekki er að efa að frá sjónar- miði þeirra ófáu sem verða nú að borga brúsann af æfintýrinu, eru kannske orðnir atvinnulausir eða gjaldþrota, búnir að missa hús- næðið, sitja fastir í skuldafeni og verða auk þess að borga einhvern klakasparnað sem enginn hafði heyrt nefndan, - frá sjónarmiði þeirra sé niðurstaðan í hæsta máta neikvæð. En frá sjónarmiði frjáls- hyggjumanna kann niðurstaðan að líta allt öðru vísi út og vera í rauninni hin jákvæðasta, a.m.k. enn sem komið er. Það hefur sem sé komið í ljós, að auðvelt var að afhenda fáeinum ólígörk- um opinber fyrirtæki, banka og allar þær eignir sem nöfnum tjáir að nefna, án þess að nokkur gæti hindrað það, leyfa þeim að valsa með þetta allt að vild, fara á ábyrgðarlaust fjármálafyllirí, og um fram allt koma peningun- um í öruggt skjól þar sem eng- inn mun nokkru sinni finna þá utan ólígarkarnir sjálfir. Það hefur einnig sýnt sig að auðvelt var fyrir þessa sömu ólígarka að láta greipar sópa um sparifé manna og láta ábyrgðina falla á aðra. Og ekki verður betur séð, að svo komnu máli, en að þessir fáu ólígarkar og handlangarar þeirra geti komið sér undan því að bera nokkra ábyrgð á gerðum sínum, ef einhver mál eru höfð- uð eru það helst meiðyrðamál ólígarkanna sjálfra gegn þeim sem hafa vakið máls á bram- bolti þeirra. Hér úti í hinum stóra heimi virðist heldur enginn hafa minnstu trú á að nokkur frjáls- hyggjukóngur verði nokkru sinni tekinn á nokkurt bein. Síðast en ekki síst er það nú að koma í ljós æ skýrar að ný stéttaskipting er að myndast, milli fáeinna ofur- auðkýfinga og almennings sem býr sífellt við verri kjör, öryggis- leysi og hranalega meðhöndlun. Og sumir segja að til þess hafi leikurinn æfinlega verið gerður í frjálshyggjuæfintýrinu. Vafalaust hefðu sumir ólígark- arnir viljað halda ballinu áfram lengur, fá sér nokkra snúninga í viðbót, því þótt þeir væru enn að flytja burtu peninga þegar klukkuna vantaði fáeinar mínút- ur í hrun, höfðu þeir enn þá mið til að róa í, auðlindir sem þeim hafði ekki enn tekist að góma, og kannske áætlanir um klaka- sparnað í enn fleiri löndum. En fyrir þá er ekki öll von úti enn, svo er að sjá að fjölmiðlamenn hér úti búist við því að frjáls- hyggjumenn um víða veröld ætli sér að fara að dæmi Tarsans, sem voldug sýning er nú helguð í París: þeir ætli að snúa aftur. Í frumskóginn. Tilraunir UMRÆÐAN Guðmundur Magnússon skrifar um kreppu og kjara- skerðingu Nú er mikilvægt að ná pen-ingum frá fjármagnseig- endum (næst að vísu ekki í það sem er á Tortóla). Allir þeir peningar sem liggja til ávöxt- unar í fjármálastofnunum eru því skattlagðir með s.k. fjármagnstekjuskatti sem tekinn er bæði af vöxtum og verðbótum. Auk þess verða lífeyrisþegar fyrir skerðingum á bótum almannatrygginga ef að fjármagnstekjur fara upp fyrir um 98.000 kr. á ári. (tvísköttun!) Þannig að 20% verðbólga í vetur var ágóði ríkissjóðs. Vara- sjóður lífeyrisþega á verðtryggðri bók að upphæð u.þ.b. 500 þús. kr., kláraði frítekjumarkið og það sem var umfram skerti bætur hans frá Trygginga- stofnun ríkisins, sem felldi jafnvel niður bótaflokk og þar með réttindi til niðurgreiðslu á sjúkraþjálf- un, svo dæmi sé tekið. En þetta eru nú bara öryrkj- ar sem hafa hvorki meðallaun né heimili en svífa einhvers staðar í lausu lofti ofan og utan við samfé- lag „venjulegs fólks“! Eins og að framan greinir er fjármagnstekjuskatt- urinn reiknaður bæði af vöxtum og verðbótum, sem er hrein eignaupptaka. Það væri eðlilegt að reikna af raunvöxtum og ætti ekki að vera neitt flókið á tölvuöld. Tökum dæmi: Kona nokkur er að safna fyrir fremur dýrri tannaðgerð, en nær aldrei markinu. Því jafnframt að greiða skatt af verðbótunum, sem skerðir í raun höfuðstólinn, koma þær einnig til skerðinga á lífeyrinum. Þetta er viðbót við þær skerðingar sem urðu 1. júlí vegna atvinnutekna eða lífeyrissjóðstekna. Þegar kjör öryrkja eru borin saman við aðra hópa í samfélaginu er mikilvægt að muna að hér er oft um ævitekjur að ræða, sem ekki er auðvelt að auka með annarri vinnu, eða að sjá fram á bættan fjár- hag. Lífeyrisþegar skorast ekki undan ábyrgð og eru reiðubúnir að taka á sig sinn skerf af byrðunum, en það er fráleitt að ætlast til að þeir borgi hlutfalls- lega mest! Höfundur er varaformaður ÖBÍ. Norrænt velferðarkerfi á Íslandi II GUÐMUNDUR MAGNÚSSON B est fer á því í stjórnmálum að saman fari hugsjónir og raunsæi, reynsla og nýjabrum. Störf Alþingis á liðnu sumri urðu merkileg kennsla um afleiðingar þess þegar hugsjónagleði gengur alveg fram af reynslu og raunsæi. Ótrúlegur misskilningur kom fram um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það virtist hafa gleymst að ríkisstjórnin er í reynd aðeins framkvæmdanefnd Alþingis enda er þingræði undirstaða í stjórnkerfi landsins. Vegna þessa misskilnings héldu sumir þingmenn að uppreisn í þingflokki Vinstri grænna gegn eigin ríkisstjórn í Icesave-málinu væri einhvers konar „sigur þingræðisins“ og einhvers konar „áfangi“ í þróun lýðræðis. Uppreisnin meðal Vinstri grænna út af Icesave stafar að öllum líkindum einfaldlega af því að ríkisstjórnin lét undir höfuð leggjast þá mikilvægu vinnureglu að kynna og ræða öll þingmál fyrst í eigin þingflokkum, rækilega lið fyrir lið og gefa þingmönnunum þá tæki- færi til spurninga, athugasemda og andmæla. Þetta er beinlínis eitt megineinkenni þingræðis: að stjórnarliðið fær fyrst tækifæri áður en mál eru lögð fram á þingi opinberlega. Þarna birtist þá forræði Alþingis og á þessum grundvelli er leitað samkomulags og sam- stöðu í stjórnarliðinu áður en mál eru látin ganga lengra fram. Leiðtogi Vinstri grænna hefur að miklu leyti staðið sig aðdáunar- lega í starfi ef reynt er að meta frammistöðu hans óháð flokkslit. Steingrímur J. Sigfússon hefur staðfest sig sem samviskusamur og þroskaður raunsæismaður. En í þessum mikilvæga undirbúningi í slíku vandræðamáli mun hann hafa rangmetið stöðuna algerlega. Enn er óvíst um afdrif málsins. Örlög Borgarahreyfingarinnar eru annað dæmi um bjarta hug- sjónagleði sem fuðrar upp í reykbólstra þegar hún rekur sig á raun- veruleikann og ábyrgðina. Þessi örlög eru að flestu leyti hörmu- leg, ekki síst vegna þess að þjóðfélagið hafði þörf fyrir nýstárlega stjórnmálahreyfingu sem gæti vakið athygli á ýmsum þáttum sam- félagsmálanna og bent á nýjar leiðir til framtíðar. Ekki skal dregið í efa að góður ásetningur lá að baki – enda þótt því verði ekki neitað að einstaka talsmaður Borgarahreyfingarinnar hafi einkum vakið athygli fyrir skammakjaft og innihaldslitlar fullyrðingar. Nú skiptir miklu að þessir atburðir verði ekki til að eyða öllum áhuga meðal almennings á breytingum í stjórnkerfi og lýðræðis- skipan þjóðarinnar. Það væri þá illa farið ef mistök hugsjónafólks- ins unga verða til þess að þjóðin ýti til hliðar öllum tillögum um persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, gegnsæi í stjórnsýslu eða um önnur álíka athyglisverð og tímabær nýmæli. Reynslan hefur orðið sú á þessu ári að stofnanir Lýðveldisins Íslands standast þá áraun sem orðið hefur. En við eigum ekki aðeins að fjalla um nýstárlegar hugmyndir og skemmtilegar hugsjónir þegar fokið er í öll skjól. Við eigum einmitt að bregða á slík ráð þegar við getum virkilega valið og hafnað. Og þá er skynsamlegt að muna hve samspil hugsjóna og raunsæis skiptir miklu. Og ekki er verra að ráðamenn minnist þess að Alþingi hefur skipt sköpum um farsæld þjóðarinnar – einmitt vegna þess að þar hefur verið forræði og forysta fyrir málum Íslendinga. Reynsla og nýjabrum kljást á Alþingi: Hugsjónir og raunsæi JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Frjálshyggjan og ábyrgð ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þingmannablogg Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bloggar um fréttatilkynningu sem Ríkisskattstjóri sendi út í gær til að skýra hvers vegna hann greip í taumana gagnvart gagnagrunni um tengsl í viðskiptalíf- inu, sem Jón Jósef Bjarnason bjó til. Tilkynning Ríkisskatt- stjóra er harðorð í garð Jóns Jósefs og Ólínu blöskrar harkan og segir ekkert benda til þess að í gagna- grunninum séu upplýsingar sem leynt eigi að fara heldur þvert á móti. Hún spyr líka hvað það komi gagnagrunn- inum við að einkahlutafélag Jóns Jósefs hafi ekki skilað ársreikningi til embættis Ríkisskattstjóra eins og fram kom í fréttatilkynningu embætt- ismannsins. „Vill ekki ríkisskattstjóri upplýsa okkur Íslendinga um alla þá sem ekki hafa skilað embættinu árs- reikningi undanfarin þrjú ár?“ spyr Ólína. Ef ríkisskattstjóri bregst ekki við áskoruninni getur Ólína kannski lagt fyrirspurn um málið fyrir Alþingi strax í haust? Kófsveitt stjórnsýsla Jón Bjarnason, land- búnaðar- og sjávar- útvegsráðherra, bloggaði líka í vikunni, eins og hann gerir af og til. Hann var þó ekki með hugann við eigin málaflokka heldur Evrópumálin og könnun sem sýndi að fylgi við ESB-aðild mælist nú minna en nokkru sinni áður. Ráð- herrann er harðorður í garð þeirrar ákvörðunar sem flokkssystkini hans og samherjar í ríkisstjórn og á Alþingi tóku um að sækja um aðild að ESB: „Ýmsum finnst að stjórnsýsla landsins hafi í nógu öðru þarfara að snú- ast en að fleiri tugir manna sitji kófsveittir við að svara löngum spurningalistum frá Evrópusamband- inu,“ segir ráðherr- ann. peturg@frettabladid.is Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 18.sept kl.21 (fös) Örfá sæti laus 19.sept kl.21 (lau) Örfá sæti laus Síðustu sýningar! 9 grímutilnefningar PBB, Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.