Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 12
12 18. september 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Gjaldþrot - fyrirtæki
Póker nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi og á dögunum var haldið fyrsta
Íslandsmótið í póker, þar sem verðlaunafé hljóp á milljónum.
■ Hver er saga pókers?
Uppruni pókerspils liggur ekki alveg fyrir en talið er að sögu pókers megi að
einhverju rekja til persneska spilsins As Nas, sem spilað var á miðöldum.
Póker í sinni núverandi mynd varð til á fyrri hluta nítjándu aldar og hefur
síðan tekið stöðugum breytingum og þróast. Upp úr 1970 ruku vinsældir
pókers upp úr öllu valdi, með auknum vinsældum svokallaðs mótapókers,
sem er útsláttarkeppni þar sem einn stendur uppi sem sigurvegari. Þar mun-
aði mest um tilkomu WSOP-mótsins (World Series of Poker).
■ Hvernig er póker spilaður?
Vinsælasta tegund pókers í heiminum í dag
er svokallað Texas Hold‘em fyrirkomulag. Þá
er hverjum spilara gefin tvö spil á hendi, og
síðan eru fimm spil í heildina lögð í borðið. Sá
leikmaður sem getur búið til bestu fimm spila
höndina úr spilunum í borðinu og sínum eigin
tveimur sigrar. Þar með er ekki öll sagan sögð,
því inn í þetta kemur að menn leggja fé undir
milli þess sem spilin eru lögð á borðið, í því
skyni að fá aðra til að draga sig úr spilinu eða
stækka vinningspottinn enn frekar. Blekkingar
og kænska skipta því miklu máli. Hendurnar eru
vitaskuld misgóðar, og er raðað í þessa röð: háspil, par, tvö
pör, þrenna, fimm spil í röð, fimm spil af sömu sort, fullt hús (par og þrenna),
ferna og að lokum fimm spil í röð og af sömu sort.
■ Er póker löglegur á Íslandi?
Ef marka það sem fram hefur komið í opinberri umræðu síðustu ár er póker
löglegur svo fremi sem þriðji aðili hagnast ekki á honum, eins og gildir um öll
önnur fjárhættuspil. Enn fremur leikur vafi á því hvort löglegt sé að auglýsa
póker, þar sem bannað er með lögum að hvetja til fjárhættuspils. Lögregla
stöðvaði pókermót fyrir nokkrum misserum en ákæra var aldrei gefin út.
Lögregla lét svo ekki sjá sig á mótinu um síðustu helgi.
FBL-GREINING: PÓKER
Upprunninn í Persíu
Lög um Bankasýslu rík-
isins og stofnun opinbers
hlutafélags þýða að afskipti
ríkisins af atvinnulífi
munu aukast. Bankasýslan
tekur til starfa á næstu
dögum og verið er að skipa
í stjórn. Í dómsmálaráðu-
neyti er unnið að laga-
breytingum til að fjölga
nauðungarsamningum á
kostnað gjaldþrota.
Bankasýsla ríkisins tekur til
starfa í næstu viku. Hún hefur
það hlutverk að fara með eign-
arhluti ríkisins í fjármálafyr-
irtækjum, en það hefur ágerst
eftir hrunið að ríkið eigi í fjár-
málafyrirtækjum. Bankasýslan
heyrir undir fjármálaráðherra og
hefur hann útnefnt þau Þorstein
Þorsteinsson rekstrarhagfræð-
ing, Sonju Maríu Hreiðarsdóttur
lögfræðing og Sigríði B. Stefáns-
dóttur hagfræðing í stjórnina og
Guðrún Johnsen lögfræðing er
til vara. Viðskiptanefnd kemur
á framfæri sínum sjónarmiðum
um útnefninguna, en hún fundar
eftir helgi.
Þá er það Bankasýslunnar að
hafa eftirlit með eigendastefnu
ríkisins og gera tillögur til fjár-
málaráðherra um frekari fjár-
mögnun fyrirtækjanna. Auk-
inheldur sér Bankasýslan um
undirbúning sölu á eignarhluta
ríkisins í fjármálafyrirtækjun-
um.
Bankasýslan átti að taka strax
til starfa og gefa fjármálaráð-
herra ítarlega skýrslu um starf-
semi sína í fyrsta sinn 1. nóvem-
ber. Samkvæmt lögum á að leggja
Bankasýsluna niður fimm árum
eftir að hún er sett á fót.
Eignaumsýslufélag
Alþingi samþykkti í sumar stofn-
un opinbers hlutafélags til að
stuðla að endurskipulagningu
rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.
Félagið, sem kallað hefur verið
eignaumsýslufélag, á að vera
fjármálafyrirtækjum til aðstoð-
ar við að endurskipuleggja skuld-
sett atvinnufyrirtæki. Það hefur
heimild til að kaupa lánskröfur og
gerast hluthafi í fyrirtækjum við
sérstakar aðstæður.
Hlutverk félagsins er annars
að aðstoða við tiltekt í rekstrin-
um, leggja niður einingar sem eru
óhagkvæmar, sameina fyrirtæki
eða gera hvað það sem metið er
þarft til að hægt sé að reka fyr-
irtækin áfram með hagkvæmum
hætti og forðast gjaldþrot.
Þá er kvöð á félaginu að ráð-
stafa þeim eignum sem það
kaupir eins fljótt og markaðs-
aðstæður leyfa með gagnsæjum
hætti. Eignaumsýslufélagið og
Bankasýslan eru því hugsuð sem
skammtímaúrræði við sérstakar
aðstæður. Heimild er fyrir því að
færa eignaumsýslufélagið undir
Bankasýsluna.
Frumvarpið um eignaumsýslu-
félagið tók miklum breytingum
í meðförum Alþingis og gengu
þær flestar í þá átt að auka eftir-
litshlutverk þingsins. Þingmenn
hafa þannig aðgang að upplýsing-
um um þau fyrirtæki sem félagið
tekur yfir.
Atvinnulífið ósátt
Samtök atvinnulífsins gerðu fjöl-
margar athugasemdir við frum-
vörpin og töldu stofnun, bæði
Bankasýslunnar og umsýslufé-
lagsins, óþarfa. Með Bankasýsl-
unni væri verið að seilast inn
á hlutverk bankaráða og í raun
verið að búa til nokkurs konar
yfirbankaráð.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri samtak-
anna, segir að upplýsingagjöf eins
og gert er ráð fyrir í frumvarpi
um eignaumsýslufélagið, geti
verið skaðleg fyrirtækjum á sam-
keppnismarkaði. Mjög mikilvægt
væri að auka traust á fyrirtækj-
um og það væri hlutverk stjórn-
enda þeirra, meðal annars með
auknum upplýsingum. Hins vegar
væri hægt að fara yfir línu í þeim
efnum sem gæti orðið skaðleg fyr-
irtækjunum. Fréttablaðið hefur
heimild fyrir því að sú óánægja sé
nokkuð almenn á meðal atvinnu-
rekenda sem telji upplýsingaflæð-
ið hamandi. Sumir tala þannig að
betra sé að setja fyrirtækið í gjald-
þrot en að fara þessa leið.
Þá sagði Hannes að samtökin
hefðu efasemdir um að ríkisvald-
ið ætti að reka stærri fyrirtæki í
langan tíma. „Eðlilegast væri að
reyna að koma þeim aftur í hend-
ur nýrra eigenda sem reyndu að
hámarka virði þeirra.“
Afskipti ríkisins aukast
BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Fjöldi fyrirtækja hefur átt í erfiðleikum, ekki síst á bygg-
ingamarkaðnum. Breyta á lögum til að auðvelda nauðasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gjaldþrot fyrirtækja eftir mánuðum 2007-2009
Fj
öl
di
2007
2008
2009
100
80
60
40
20
0
jan. feb. mars apr. máí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
NAUÐUNGARSAMNINGAR AUÐVELDAÐIR
Innan dómsmálaráðuneytisins er unnið að
breytingum á löggjöf um gjaldþrot í því skyni
að auðvelda nauðasamninga. Með því á að
koma í veg fyrir að fyrirtæki fari í gjaldþrot með
tilheyrandi kostnaði og eftirmálum. Ákvæði
er í núgildandi lögum um slíka samninga, en
yfirvöldum þykir það ekki nógu vel nýtt.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að
koma eigi til móts við fyrirtæki svipað og gert
var við einstaklinga fyrr á árinu. Grunnhugsunin
er að koma í veg fyrir gjaldþrot og liðka fyrir
samningum áður en í algjört óefni er komið.
Vannýtt úrræði
„Við munum flýta ferlinu við nauðasamninga og einfalda
það. Það verður liðkað fyrir samþykkt kröfuhafa á slíkum
samningum. Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir.
Of fáir hafa nýtt sér þetta úrræði, en það getur verið
nauðsynlegt, ekki síst til að varðveita þekkingu starfs-
manna. Því er mikilvægt að greiða fyrir nauðasamning-
um til að komast hjá gjaldþroti.“
Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa reglur
um skiptastjóra verið gagnrýndar. Við flókin gjaldþrot sé
nauðsynlegt að fleiri komi að málinu með þekkingu á
verðmæti fyrirtækja og markaði en lögfræðingar.
Tveir skiptastjórar
Ragna segir að núverandi löggjöf heimili
skipan tveggja skiptastjóra og þá geti annar
þeirra verið endurskoðandi. „Þetta er því frekar
spurning um hvernig dómstólar haga sinni
ákvarðanatöku þegar kemur að því að skipa
skiptastjóra. Menn verða að taka aukin umsvif
með í reikninginn. Þetta lýtur því frekar að
því að heimildir laganna séu nýttar, en því að
lögunum verði breytt.“
Sú krafa hefur einnig heyrst að við sölu úr
þrotabúum við þær aðstæður sem nú eru uppi,
sé mikilvægt að allt ferlið sé opið. Eðlilegast væri að
haga málum sem líkast því að um venjulega fyrirtækja-
sölu sé að ræða. Þá eru útbúin sölugögn og hver sem er
fær að bjóða í, þannig sé hámarksverðmæti tryggt. Með
því séu hagsmunir almennings tryggðir, en þeir eru ríkir
þótt þeir séu ekki lögvarðir.
Ragna segir ekki hafa komið til tals að setja slíkt
ákvæði. Það sé í höndum skiptastjóra í hverju og einu
búi að ákveða hvernig sölu er háttað og eignum búsins
komið í verð. Kröfuhafar eigi þó síðasta orðið.
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
FRÉTTASKÝRING
KOLBEINN
ÓTTARSSON PROPPÉ
kolbeinn@frettabladid.is
SOS! Hjálp fyrir foreldra
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði klíníska
sálfræðingsins dr. Lynn Clark: SOS! Hjálp fyrir foreldra. Námskeiðið
er ætlað foreldrum og starfsfólki sem vinnur með börnum og/eða
foreldrum. Kennt er í 6 skipti, einu sinni í viku, 2,5 klst í senn.
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um hvernig skýr skilaboð efl a
foreldrahlutverkið, aðferðir til að styrkja æskilega hegðun og draga úr
óæskilegri hegðun. Fjöldi þátta í tækni til hegðunarstjórnunar eru kynntir.
Aðferðirnar sem eru kenndar nýtast við uppeldi barna til að minnsta kosti
tólf ára aldurs. Leiðbeinendur eru starfandi sálfræðingar.
Næstu námskeið:
Mjódd, Reykjavík: 22. september–27. október, kl. 17–19:30.
Akurskóli, Njarðvík: 22. september–27. október og 14. október–
18. nóvember kl. 17:30–20:00 eða 20:00–22:30.
Miðgarður, Langarimi 21, Reykjavík: 7. október–11. nóvember, kl. 17–19:30.
Á hverju námskeiði eru skráðir u.þ.b. 16 manns.
Skráning er hjá soleyl@hi.is. Hægt er að frá nánari upplýsingar
um námskeiðin í síma 525 4545 og 525 4544 eða á heimasíðu
Félagsvísindastofnunar: www.felagsvisindastofnun.is