Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 42
30 18. september 2009 FÖSTUDAGUR Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.776 Ísland Eistland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 42–2 (25–1) Varin skot Þóra 1 – Meetua 14 Horn 9–1 Aukaspyrnur fengnar 7–18 Rangstöður 7–0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (7.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti (9.) 4-0 Katrín Jónsdóttir (16.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (18.) 6-0 Edda Garðarsdóttir (33.) 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (38.) 8-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (49.) 9-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (54.) 10-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (64.) 11-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (74.) 12-0 Rakel Hönnudóttir (75.) 12-0 Hilda McDermott, Írl. sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eyjólfur Héðinsson skor- aði eitt marka GAIS sem vann 4- 0 sigur á Gefle í sænsku úrvals- deildinni í gær. Þetta var hans þriðja mark í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. Mörk Eyjólfs hafa einnig verið mikilvæg. Hann tryggði GAIS 2- 2 jafntefli við Elfsborg í síðustu umferð og skoraði svo sigurmark- ið í 1-0 sigri á Hels- ingborg í lok ágúst- mánaðar. GAIS hefur ekki tapað síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er nú sjö stigum frá fallsæti þegar sjö umferðum er ólokið. - esá Sænska úrvalsdeildin: Eyjólfur raðar inn mörkunum Jóhann Birnir Guðmundsson er leikmaður 20. umferðar Pepsi- deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann var maður leiksins þegar hans lið, Keflavík, vann 1-0 sigur á Grindavík í Suðurnesja- slag á miðvikudagskvöldið. „Þetta var ansi mikilvægt fyrir sálartetrið að vinna sigur í þess- um leik,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið en Keflavík hafði fyrir þennan leik aðeins unnið einn leik í deildinni síðan í júní síðastliðnum. „Þótt við höfum ekki tapað nema þremur leikjum af síðustu tíu er það engan veginn nógu gott því þessi jafntefli telja svo lítið.“ Þar að auki féll Keflavík úr leik í undanúrslitum bikar- keppninnar um síðustu helgi. Sigurinn á Grindavík var þó örlítil sárabót. „Það er alltaf gaman að vinna Grindavík þegar maður er að spila með Keflavík. Það gefur þessu smá aukagildi enda alltaf sérstök stemning sem ríkir þegar þessi tvö lið mætast. Það hefði þó mátt vera aðeins meira undir í leiknum,“ sagði Jóhann en bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild, eins og oft er sagt. Keflavík er þó í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir slæmt gengi á undanförnum vikum. „Stefnan hefur verið einfaldlega sett á að vinna síðustu tvo leiki okkar í deildinni og ef það tekst eigum við ágætan möguleika á að koma okkur upp í fjórða sætið. Svo höfum við líka sett stefnuna á að vinna útivallarsigur í sumar – það hefur okkur ekki enn tekist.“ Keflavík á einn leik eftir á útivelli en það er gegn Þrótti á sunnudag. Þróttarar eru þegar fallnir í 1. deildina. „Seinni hlutinn af sumrinu hefur vissulega verið nokkur vonbrigði fyrir okkur eftir ágætan fyrri hluta. Við höfum þó misst marga menn í meiðsli í sumar en samt sem áður höfum við ekki staðið undir væntingum þegar við gátum stillt upp okkar sterkasta liði.“ Jóhann Birnir hefur þurft að spila með andlitsgrímu í síðustu leikjum eftir að hann kinnbeinsbrotnaði í síðasta mánuði. „Ég fór í aðgerð og var frá í fjórar vikur eftir hana. Þetta er því spurning um öryggisatriði að vera með grímuna þó það sé ekki sérstaklega þægilegt, sér í lagi þegar það rignir eins og í leiknum gegn Grindavík,“ sagði Jóhann. JÓHANN BIRNIR GUÐMUNDSSON: LEIKMAÐUR 20. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA Var gott fyrir sálartetrið að vinna loks sigur > Lið 20. umferðar Fréttablaðið hefur valið lið 20. umferðarinnar í Pepsi-deild karla. Það er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markvörður: Lasse Jörgensen (Kefla- vík). Vörn: Bjarki Páll Eysteinsson (Stjörnunni), Jón Guðni Fjóluson (Fram), Daníel Laxdal (Stjörnunni), Hjörtur Logi Valgarðsson (FH). Miðja: Baldur Sigurðsson (KR), Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík), Paul McShane (Fram), Valur Fannar Gíslason (Fylki), Atli Guðnason (FH). Sókn: Atli Viðar Björnsson (FH). EYJÓLFUR HÉÐINSSON FÓTBOLTI Stelpurnar okkar fengu ekki mikla mótspyrnu á móti Eist- landi í undankeppni HM á Laug- ardalsvellinum í gærkvöldi. Mörk- in urðu á endanum tólf og þetta er stærsti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenska liðið hafði unnið sinn stærsta sigur, 10-0, á Póllandi árið 2003 og stærsti sigur liðsins undir stjórn Sigurðar Ragn- ars Eyjólfssonar var áður 7-0 á móti Grikklandi í fyrrasumar. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skor- uðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir lagði upp fjög- ur markanna en annars dreifðist þetta vel og alls voru það sjö leik- menn af ellefu í byrjunarliði sem komust á blað. Íslenska liðið byrjaði leikinn með stórsókn, fyrsta markið kom eftir aðeins 4 mínútur og eftir rétt rúmar átta mínútur var stað- an orðin 3-0. Margrét Lára skor- aði fyrsta markið með skalla, Dóra María bætti öðru marki við áður en Margrét Lára skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Rakel Hönnudóttir fiskaði. Það var því strax ljóst að það stefndi í mjög skrautlegan leik. Það liðu reynd- ar sjö mínútur þar til stelpurn- ar bættu við marki en þá skoraði Katrín Jónsdóttir tvö skallamörk með aðeins mínútu millibili og komu þau bæði eftir hornspyrn- ur frá Eddu. Edda var síðan sjálf á ferðinni þegar hún skoraði sjötta markið á 33. mínútu með laglegu langskoti. Margrét Lára innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárus- dóttur og stelpurnar voru búnar að skora sjö mörk á fyrstu 38 mín- útunum. Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komust báðar á blað í upphafi seinni hálf- leiks, Hólmfríður eftir sendingu frá Sif Atladóttur og Sara með skalla eftir fjórðu stoðsendingu Eddu í leiknum. Hólmfríður skor- aði síðan tíunda markið eftir aðra fyrirgjöf frá Sif og innsigklaði síðan þrennuna með þrumuskoti eftir sendingu Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Rakel Hönnudóttir fékk fullt af færum til að skora en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 75. mínútu eftir að hún fékk góða stungusendingu frá Margréti Láru. Það átti eftir að verða síð- asta markið enda þetta orðið gott. Leikaðferð Eistlendinga var mjög furðuleg, liðið spilaði með fjóra leikmenn mjög framarlega á vellinum þrátt fyrir að boltinn færi varla yfir miðju og varnarskipulag liðsins var oft út í hött. Þessi leik- ur var því ekki einu sinni eins og létt æfing fyrir íslensku stelpurn- ar en þær héldu einbeitingunni og lönduðu flottum sigri sem trygg- ir liðinu góða markatölu í barátt- unni um sigurinn í riðlinum á móti Frökkum. „Þetta var léttur leikur en það þarf víst að klára þá líka og við gerðum það mjög fagmannlega í dag. Við komust í 3-0 eftir níu mín- útur og leikurinn var bara búinn þá. Þetta var bara spurning um hvað þetta yrði stórt og það var jákvætt hvað við héldum áfram allan tímann. Markatalan getur skipt miklu máli en við sjáum það þegar Frakkarnir verða búnir að spila við Serbíu og Eistland hversu góð úrslit þetta eru,“ sagði Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson, landsliðs- þjáfari. ooj@frettabladid.is Metsigur á slökum Eistlendingum Stelpurnar okkar settu nýtt met með því að að vinna tólf marka sigur á Eistlandi í gær. Margrét Lára Við- arsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu báðar þrennu. Sjö leikmenn íslenska liðsins komust á blað. EITT AF TÓLF Margrét Lára Viðarsdóttir og liðsmenn hennar fagna einu marka sinna í gær; þau urðu alls tólf talsins í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.