Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 10
10 18. september 2009 FÖSTUDAGUR G l æ p i r g l e y m a s t e k k i Grípandi saga um hatur og hefnd sem teygir sig til þriggja heimsálfa, yfir þrjár aldir. Þú leggur hana ekki frá þér. „... höfundinum tekst frábærlega upp, hreint stórkostlega.“ Aftenposten „Prýðilega saminn þriller og metnaðarfullur... fín bók.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljan Besta bók Mankells í 15 ár! Viltu hætta að reykja? Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 21. september 2009. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi BORGARMÁL Reykjavíkurborg þarf að draga saman í rekstrar- útgjöldum um rúmlega sex pró- sent á komandi fjárhagsári. Við ákvörðun fjárhagsramma til ein- stakra málaflokka var forgangs- raðað í þágu grunnþjónustu, barna- og velferðarmála. Þannig er minni krafa um hagræðingu á menntasviði, leikskólasviði og íþrótta- og tómstundasviði, en á framkvæmda- og eignasviði, skipulags- og byggingasviði og umhverfis- og samgöngusviði. Á fundi borgarráðs í gær voru lagðar fram forsendur fyrir fjár- hagsáætlunargerð Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2010. Þar er gert ráð fyrir svipaðri þróun atvinnu- og efnahagsmála og Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir og almennri lækkun tekna og hækkun velferðarútgjalda. Gert er ráð fyrir að skatttekjur lækki um sex prósent eða tæplega 2,5 milljarða króna, fjármagnstekj- ur lækki um 1,3 milljarða og vel- ferðarútgjöld aukist um tæplega tvo milljarða króna. Gert er ráð fyrir að fagráð og fagsvið Reykjavíkurborgar skili tillögum að starfs- og fjárhags- áætlun 14. október og að borgar- stjórn ljúki umræðu um frum- varpið í byrjun desember. - shá Reykjavíkurborg þarf að draga saman útgjöld um sex prósent á næsta ári: Grunnþjónustan gengur fyrir RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgin forgangs- raðar verkefnum í þágu grunnþjónustu, barna og velferðarmála. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Tæplega sextug kona hefur verið dæmd fyrir að stela úr verslun á Selfossi brjósta- haldi og nærbuxum fyrir rúm- lega ellefu þúsund krónur. Konan játaði brot sitt greið- lega fyrir dómi. Samkvæmt sakavottorði er þetta í fjórða sinn sem konan er sakfelld fyrir þjófnað. Í þetta skiptið var hún dæmd í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi. Með hliðsjón af sakaferli hennar svo og játn- ingu fyrir lögreglu og dómi þótti rétt að skilorðsbinda refs- inguna. - jss Kona um sextugt: Stal nærbuxum og brjóstahaldi UMHVERFISMÁL Hjá Reykjavíkur- borg hefur almennt verið farið mjög varlega í uppsetningu á GSM-sendum, að sögn formanns umhverfisráðs. Þetta hefur verið gert „þrátt fyrir að allir okkar embættismenn og fræðimenn sem við höfum leitað til segi okkur að það stafi engin hætta af þeim,“ segir formaðurinn, Gísli Marteinn Baldursson. Honum kemur ekki á óvart ályktun Evrópuþingsins, sem sagt var frá í blaðinu í gær og bannar að slíkir sendar séu settir ofan á skóla. „Ég er sannfærður um að umhverfissvið hefur tekið mið af því. Það er sjálfsagt að tefla ekki á tvær hættur í þessu,“ segir hann. Greint hefur verið frá áhyggjum íbúa af GSM-sendum í blaðinu síð- ustu daga, en fjölskylda á Egilsstöð- um flúði heimili sitt eftir að sendir var settur upp í nágrenninu. Heim- ilisfólkið fann fyrir óþægindum í höfði og á húð. Eins hefur grunn- skólakennari sagt frá verri líðan sinni og nemenda sinna, eftir að sendi var komið fyrir uppi á skól- anum. Í Grindavík berst maður nú gegn því að GSM-sendir verði sett- ur upp nálægt heimili hans. Gísli Marteinn segist ekki geta svarað fyrir hvort uppsetning sendanna hafi alltaf verið grennd- arkynnt. „En þeir sem hafa verið settir upp í minni tíð hafa verið það,“ segir hann og rifjar upp tvö dæmi: einn sendi sem hætt var við að setja upp vegna mótmæla íbúa og annan sem var settur upp eftir að allir íbúar hverfisins féllust á það. Spurður hvort sendarnir séu enn settir ofan á skóla og sjúkrastofn- anir, segir Gísli Marteinn að hann viti ekki til þess, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. „Við tökum þetta alvarlega og höfum heyrt reynslusögur frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir skaða af þessu og förum því mjög var- lega,“ segir Gísli Marteinn. Á Íslandi eru engin lögbundin viðmið um hámarksstyrk GSM- senda, en Geislavarnir ríkisins miða við tilmæli ESB, sem gera ráð fyrir hærri styrk en til dæmis gert er í Sviss og í Kína. Í vor sagði Evrópuþingið að framkvæmdastjórn ESB ætti að setja reglur gegn GSM-sendum á skólum og heilbrigðisstofnunum. Geislavarnirnar mælast til þess að fólk passi upp á GSM-notkun barna, þar sem ekki er vitað um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. klemens@frettabladid.is Reykjavík taki mið af GSM- reglunum Formaður umhverfisráðs segir ályktun Evrópuþings- ins gegn GSM-sendum á skólum ekki koma á óvart og er sannfærður um að umhverfissvið borgarinnar taki mið af því. „Tökum þetta alvarlega“ segir hann. FJARSKIPTAMÖSTUR Á VALHÚSASKÓLA Faðir á Seltjarnarnesi hefur gert athugasemdir við þessi möstur. Honum var sagt að Geislavarnir ríkisins teldu bylgjurnar hættu- lausar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝ HANDHÆG TÖLVA Nýjasta afurð PSP- tölva frá Sony, svokölluð „PSP go“, var frumsýnd á blaðamannafundi í Hong Kong í gær. Tölvan þykir ein sú hand- hægasta leikjatölva sem sést hefur. Hún verður sett í sölu í byrjun október. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.